Hestvagnar í Berlín

windmillspexels-photo-10391702Evrópusambandsgáfnaljósin hafa samþykkt verðþak á rússneska olíu, 60 dollara á tunnu. Rússar selja á markaðsverði, það eru nógir kaupendur hvort sem er.  https://www.euractiv.com/section/global-europe/news/eu-agrees-60-russian-oil-price-cap-after-poland-backs-deal/

Enda von, vindmylluhagkerfi Evrópusambandsins slokknar þegar kalt er.

ESB hefur stöðugt verið að gefa út bönn á viðskipti við Rússland. Bönnin eru barnsleg sýndarmennska skriffinna í fílabeinsturni Brussel sem venjulegt fólk og fyrirtæki geta ekki tekið mark á.

Útflutningur Rússlands á olíu og gasi hefur aukist á þessu ári og tekjurnar hækkað. Gasið þarf að flytja með skipum og er dýrara en rörgasið úr leiðslunni sem gáfnaljósin í ESB (les NATO-lepparnir) sprengdu. Bandaríkin stórgræða nú á gasi til ESB í staðinn fyrir gasið úr leiðslunni sem þeir sprengdu.

Ástæða þess að fálm ESB er ómarktækt er að ekkert land getur verið án jarðefnaeldsneytis. Evrópusambandið hefur í hyggju að banna dísel frá Rússlandi 5. febrúar. Það gæti orðið gaman að ferðast um Berlín á hestvögnum í sumar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband