Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

Áburðarframleiðsla

fieldspexels-photo-259280Nú er svo hátt verð á innfluttum áburði að bjartsýnismenn vilja endurreisa áburðarframleiðslu með svipaðri aðferð og var í Gufunesi: Framleiða vetni í áburðinn með rafmagni sem er að vísu margfalt dýrara en að famleiða það úr metani (jarðgasi) eins og stórir áburðarframleiðendur gera. En ef stjórnvöld hér standa með innlendri framleiðslu getur viss aukakostnaður verið yfirstíganlegur í ljósi reynslunnar af óöryggi og dýrum innfluttum áburði.

Það má líka flytja inn jarðgas til framleiðslunnar sem til skamms tíma hefur verið auðaðgengilegt og ódýrt á alþjóðamörkuðum þó herferðin gegn jarðefnaeldsneyti hafi sett það í uppnám um sinn. Með eigin framleiðslu áburðar mundi landið verða minna háð tískustraumum og markaðssveiflum. En bæði kalíið og fosfórinn þarf að flytja inn svo áburðurinn verður áfram eitthavð háður duttlungum á mörkuðum.

Eitt af skammarstrikum íslenskra stjórnvalda á tímum einkavæðingar og EES-samningsins var að afhenda gæðingum og "fjárfestum" góð fyrirtæki í almannaeigu. Áburðarverksmiðjunni, Sementsverksmiðjunni og Kísilgúrverksmiðjunni var fórnað með ýmsum fölskum rökum um vond umhverfisáhrif og óhagkvæmni. Nú er komið í ljós að mikil mistök voru gerð.

Tilbúinn áburður hefur lengi verið skotspónn umhverfistískufrömuða en ljóst er orðið að ekkert getur komið í staðinn fyrir hann.

Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var braskvædd og svo lokað, sögð hættuleg vegna mengunar, leka- og sprengihættu. Það var einföldun og ýkjur, það mátti hafa stjórn á hættunum og halda íbúðabyggð í fjarlægð. Að flytja verksmiðjuna var líka hægt, hún var nýleg að hluta.

 

 


Markaðsverð á orku segir ESB

GLEYMUM EKKI ÞESSARI KRÖFU ESB UM MARKAÐSVERÐ OG NÝTINGARRÉTTI ORKUAUÐLINDA: https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2265436/

Markaðsverð orku

 

 


"Báknið burt"

 "Báknið burt" - Allir vita að svona auglýsing er jafn útslitin og innihaldið. ER virkilega ekki hægt að hafa sannari og vitrænni málefni fyrir það sem stjórnmálamenn standa?

Eða líta þeir svo á að kjósendur séu kjánar sem hægt er að selja hvað sem er og það sé gleymt eftir kosningar?

BB

"Frá árinu 2000 -2018 hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 55%, en 18% á almennum vinnumarkaði. Þannig jókst vægi hins opinbera á vinnumarkaði úr 24% í 29%."

https://www.dv.is/eyjan/2020/01/24/baknid-blaes-ut-mikil-fjolgun-starfsmanna-nefnda-rada-og-stjorna-hja-rikinu/


63 þingmenn geta ekki sett lög án þess að þau mígleki.

Nú eru sóttvarnaaðgerðir sem áttu að tryggja betri vörn á landamærum, svo þjóðin gæti strokið sæmilega um höfuðið, fyrir bí.

Ný sóttvarnalög voru sett af hinu háa Alþingi eftir talsverða umræðu og að venju var lítil samstaða um lögin þó í húfi væru varnir lands og þjóðar.

Nú var reglugerð sem byggð var á þessum lögum skotin í kaf af héraðsdómara, VEGNA vankanta á lögunum.

1508328073_althingishusid_1354313.jpgSlík vinnubrögð Alþingis eru að koma upp trekk í trekk á undanförnum árum, þrátt fyrir gífurlega aukningu á aðstoðarmönnum þingmanna og ráðherra, sem áttu að bæta álag og vinnubrögð og þar að auki hafa þingmenn hækkað við sig launin þannig að nú ættu þau að laða til sín hæfara fólk. -EN HVAÐ? Sífellt verri vinnubrögð er niðurstaðan.

Spurningin er, er þetta leti eða almenn vanhæfni?


Á "ég" rétt, eða "við"

Er ´"ég" eða "við",samfélag?

Það vekur athygli, sérstaklega þegar tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þ.e.  Sigríður Andersen og Brynjar fv lögmaður hafa verið hávaðasöm í mótmælum gegn sóttvarnatilskipunum.

Í málflutningi þeirra bergmálar sama hugarfarið og segir; mér er alveg sama um hvernig fer um þjóðfélagið,"Tökum þetta á hörkunni", þetta er viðhorf sjálfelskuna, "ég vill mitt frelsi, skítt með aðra". Þettdont let uor idoitsa stjórnmálaviðhorf tilheyrir fornöldinni. Öll áherslan er á "mig". Engin nefnir samfélagsábyrgð, sem erum "við".

Það hjálpar samfélaginu ekki út úr þessari stöðu og sérstaklega ekki stjórnmálaflokknum sem þau tilheyra. Viðhorf þeirra tveggja virðist vera að hefja sig á stall sjálfsmennskunnar, sérstaklega sem þingmenn og sem fv. ráðherra fyrir þjóðina á erfiðum tímum eru þau sérstaklega hjáróma almenningi.

Þau ættu fremur að sinni brýnni málum, t.d. sjálfstæðismálum þjóðarinnar. -Annars fer illa.- Þessi framsetning þingmannanna gæti flokkast undir "smjörklípu" tæknina, og er algjört ábyrðaleysi eins og sjálfvirk afgreiðsla þeirra á Alþingi gagnvart tilskipunum ESB.


Hvernig á að nýta orkuauðlindir Íslands?

Þetta er yfirskrift greinar sem Arionbanki sendi frá sér í júní 2015. Þessi grein minnir á fjárfestingafárið sem gekk yfir landið 2005-2008.Í greininni er dregið upp að virkjunarkostir í nýtingarflokki gefi kost á um 50 % aukningu á orkuframleiðslu og velt upp í hvað sé hægt að nýta hana (sæstrengur stór þáttur)hvaða verð fáist fyrir hana og hvernig megi skipta arðinum. Allt er þetta í þeim anda að við þurfum að framkvæma þetta sem fyrst. Þessar vangaveltur Arionbanka og fleirri slíkra aðilahafa ýtt undir Landsvirkjun og stjórnvöld til framkvæmda. Enn og aftur erum við leiksoppar græðginnar.

-Svo má troða niður vindmyllugörðum um allar sveitir til viðbóta.

Hvernig á að nýta.Hvernig á að nýta..2


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband