Fullveldið varð 75 ára

skjaldarmerkiSjálfstæðið varð 50 ára. Alþingi og forseti framseldu löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald til Evrópusambandsins 1993 með því að samþykkja samninginn um evróspka efnahagssvæðið, EES. 

Af 63 þingmönnum samþykktu 33 samninginn og forsetinn samþykkti hann. Bæði var meirihluti á þinginu of naumur til að geta veirð trúverðug endanleg þjóðarákvörðun um að afsala sjálfstæði landsins. Og samningurinn reyndist vera brot á stjórnarskránni eins og hann hefur verið framkvæmdur hér og túlkaður af Evrópusambandinu

Íslendingar hafa minna og minna að segja um sín eigin mál. Hnignunin sem hefur verið landlæg í Evrópusambandinu í áratugi, og hefur aukist hratt á þessu ári, hefur ekki enn skollið á Íslandi af fullum þunga vegna fjarlægðar og sterkra íslenskra fyrirtækja. En niðurrifið er hafið með stjórnun Evrópusambandsins á mikilvægum málaflokkum, m.a. orkumálum, umhverfismálum og stjórnkerfismálum. Orkukreppa og meðfylgjandi lífskjarakreppa Evrópusambandsins er ekki komin til landsins ennþá. En fjöldaforheimskunin um "loftslagsmál", "kolefnishlutleysi", "orkuskipti"  og fleiri ranghugmyndir hjátrúarfélaga, sem hafa komist til valda í Evrópsusambandinu, er þegar tekin að ræna okkar ráðamenn skynsemi og hæfni til að stjórna okkar málum.

Að binda endi á EES-samninginn er langstærsta hagsmunamál Íslands nú og til framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband