Stríðsfélag 75 ára

hermennKongkamsripexels-photoÍ mars fyrir 75 árum fóru forustumenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Krataflokksins (Alþýðu-) til Washington á fundi með stríðsstjórum Bandaríkjanna. Stjórnmálamenn sem börðust fyrir hlutleysi og herleysi Íslands voru útilokaðir og skildir eftir heima. En þessir þrír létu draga Ísland inn í NATO án þess að spyrja þjóðina.

Þeir sögðust hafa fengið loforð um að ekki yrði herstöð á Íslandi á friðartímum og aðeins þegar Íslendingar sjálfir ákveddu. Þetta var að sjálfsögðu svikið eins og við var að búast. Hlutverk NATO átti að vera að efla heimsfriðinn og berjast gegn útþenslu Moskvu-kommúnistmans. Fagurgalinn  https://www.nato.int/cps/en/natohq/official_texts_17120.htm var eins og venjulga ekki alveg það sem varð. NATO var sett á af Bandaríkjunum af tilefni "járntjaldsræðu" Churchill og "Truman-kenningarinnar" sem urðu afsökun fyrir tilefnislausri hernaðarstefnu Bandaríkjanna gegn Ráðstjórnarríkjunum sem fyrir framan nefið á þeim höfðu sigrað Nasistmann og lagt undir sig Austur-Evrópu í herferðinni til Berlínar.  https://www.frjalstland.is/2024/03/30/ovinur-buinn-til/

Það voru götubardagar á Íslandi út af aðildinni að NATO sem var komið á með ólýðræðislegum hætti að undirlagi klíku þriggja stjórnmálamanna. Í Noregi og Danmörku urðu líka mótmæli. Þeir sem best þekktu til áttuðu sig á að NATO var ekki varnarbandalag 12 þjóða heldur hernaðarsamvinnufélag Bandaríkjanna til þess að fá óheftan aðgang að auðlindum og mörkuðum.

NATO hefur á sínum 75 ár ferli aldrei varið neinn eða neitt. NATO hefur ekki staðið fyrir friði, þvert á móti hefur NATO verið í hernaði og manndrápum oft af upplognu tilefni. NATO-lönd hafa tekið þátt í manndrápum Bandaríkjanna í Írak, Afganistan, Sýrlandi, Jemen, Libíu og fleiri Afríkulöndum. NATO hefur kastað sprengjum á Evrópuþjóð, Serbíu, og verið virkt í hernaði Kænugarðsstjórnarinnar gegn rússneskum íbúum Úkraínu frá 2014. NATO æsir nú til útvíkkaðs stríðs gegn Rússlandi sem hóf hernaðaríhlutun 2022 gegn árásum Kænugarðsstjórnarinnar á Donbas þar sem stór hluti íbúanna eru Rússar en þau svæði hafa á lýðræðislegan hátt ákveðið að sameinast Rússlandi.

NATO hefur þróast í stríðsfélag sem er hættulegt heimsfriðnum. Undirbúningur vaxandi stríðsrekstrar í Mið-Austurlöndum, Kína og Rússlandi er í fullum gangi í félagi við Evrópusambandið sem NATO hefur gleypt með skít og skinni.

NATO varð óþarft fyrir 33 árum þegar Ráðstjórnarríki kommúnismans voru leyst upp 1991 og ætluð þenslustefna hans þar með. NATO þarf að leysa upp áður en það veldur meiri manndrápum. https://www.frjalstland.is/2023/12/19/stridsundirbuningur/


Bloggfærslur 4. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband