Vindmyllur ekki lengur í tísku

windmill-4550711_640

Andstaða gegn vind- og sólorkuverum er alþjóðleg og vaxandi, orkuverin eru óhagkvæm og byrði á sínum samfélögum þó umhverfisprelátar haldi öðru fram. Þau valda hljóðmengun, fuglameiðslum, mengunarslysum og eitruðum úrgangi og fleiri umhverfisspjöllum og valda oft rafmagnsleysi. Aðild Íslands að EES opnar á að fyrirtæki í Evrópusambandinu og þeirra umbar hér byggi og reki vindmylluver á Íslandi og fái styrki af almannafé.

Um allan heim er nú verið að hafna vind-og sólorkuverum.

Í Englandi hefur svo mörgum sólorkuverum verið hafnað að erfitt er að halda reiður á. Svæðisstjórnir í Cambridgeshire, Holbeach, Kent, Herefordshire og Coventry hafa hafnað sólorkuverum.

Í Bandaríkjunum hefur amk. 639 vind- og sólorkuverum verið hafnað síðan 2015.

Þeir einu sem vilja vindmyllur og sólarpanela eru umhverfistrúðarnir og fyrirtækin sem fá ríflega almannastyrki til að byggja og reka "grænu orkuverin"

https://www.frjalstland.is/2024/04/16/vaxandi-andstada-gegn-vindmyllum-og-solorkuverum/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rafmagns bílar eru líka að detta úr tísku. Sala EV hjá VW minnkaði um 25% og þeir eru að svissa yfir í bensinbíla framleidslu. 

Ragnhildur Kolka, 16.4.2024 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband