Varnir Íslands

puppethand-784077_960_720Ísland var innlimað í hernaðarklúbb Bandaríkjanna og Bretlands 1949 undir yfirskini kommúnistahættu. Friðarins menn á Íslandi áttuðu sig strax á að NATO yrði hernaðarklúbbur. Það hefur ræst.

En nú kemur einn kaldastríðs-sjúklingurinn eftir annan og vill efla varnir. Rússlands-kommúnisminn lagði upp laupana á öðrum degi jóla 1991. En NATO var samt ekki lagt niður þó það væri orðið óþarft. Ástæðan er að það var aldrei hugsað sem varnarbandalag heldur hernaðarklúbbur. Leiðtogaþjóðir NATO hafa í meir en hálfa öld rekið stríð að uppskálduðum tilefnum, nú síðast í Írak, Afganistan og Úkraínu í samstarfi við fasista og ný-nasista.

"Helsta stefnumál NATO er að vinna að friði í Evrópu" ("NATO strives to secure a lasting peace in Europe-" https://www.nato.int/cps/en/natohq/topics_68144.htm )

NATO-lönd hafa tekið þátt í og rekið hernað í Evrópu, Serbíu (1999), rússnesku héruðum Austur-Úkraínu (2014-2022) og Rússlandi (2022).

Hernaður NATO-landa hefur valdið flóttamannastraum milljóna manna.

Kalda stríðið var hugarórar stríðsæsingamanna. https://www.researchgate.net/project/The-cold-war-as-political-imagination

Hernaðarveldi leitast við að búa til óvin þó tilefnið sé ekkert. NATO var stofnað með tilbúnum óvin. Það hefur aldrei þurft að verja V-Evrópu eða Ameríku fyrir Rússneskum herjum, Rússar hafa aldrei sýnt áhuga á að ráðast á V-Evrópu að fyrra bragði þó þeir hafi þurft að reka V-evrópska hermenn heim (Svía, Frakka, Þjóðverja, Finna) þegar þeir hafa komið með ófriði á hendur Rússlandi. Rússar hafa aftur á móti oft varið Evrópu fyrir hernaði stríðsvelda.

https://www.youtube.com/watch?v=tAUKGco2wWo

Daður íslenskra ráðamanna við leppstjórnina í Kænugarði á eftir að koma Íslandi illa. Bestu varnir Íslands er að standa utan hernaðarbandalaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það ætti að stoppa svona menn eins og þig upp, það geta ekki verið til mikið fleiri en fimm eintök af svona furðufuglum. Nógu margir til að fara í kröfugöngu í Keflavík með hamar-og-sigð fánana, eftir hverju eruð þið að bíða? Sovét-Ísland óskalandið, hvenær kemur þú?

Forysta VG horfðist a.m.k. í augu við raunveruleikann og afneitaði heimslulegri stefnu sinni, en það eru greinilega enn til nátttröll sem tíminn gleymdi. VG gerði það kannski fyrir völdin, en það er fagnaðarefni í þeirra tilfelli.

Theódór Norðkvist, 30.11.2022 kl. 17:25

2 identicon

Þetta er NATO í hnotskurn og því miður eru margir furðufuglarnir sem sjá ekki það augljósa þó það sé fyrir framan nefið á þeim.

Einn furðufuglinn virðist eigna sér allt kommenta kerfið á blog.is með sínum sorglegu kommentum. 

Stundum átta menn sig ekki á því að þeir séu að pissa utan í rangt tré.

Þröstur (IP-tala skráð) 30.11.2022 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband