Fuglameiðingar

birdskilledbywindmills11-dscn0086_1372005.jpg"Fjárfestar" frá EES ætla að byggja vindmyllur á Mosfellsheiði á æfingasvæði flugmanna. Það verður hættulegt flugumferð, spaðarnir ná upp í flughæð. Þegar er búið að reisa hátt rannsóknamastur (austan Grímarsfells) sem er hættulegt fyrir litlu flugvélarnar sem fara þar um. Orkustofnun, sem núorðið hefur á hendi stjórnvald á þessu sviði í umboði ESB, hefur ekki gefið þeim rannsóknaleyfi. Umhverfisstofnun ekki heldur. Né heldur Rammaáætlun (Umhverfisráðuneytið) sem skráir dagdraumana.

EES og tilskipanirnar frá Brussel krefjast þess að Íslendingar leyfi aðilum í EES/ESB byggingu nýrra "umhverfisvænna" orkuvera. Yfir 40 "tillögur" um vindorkuver hafa borist Rammaáætlun. Frönsk og norsk fyrirtæki eru t.d. með stórar áætlanir og geta, í skjóli EES, vaðið á skítugum skónum hvort sem er á Mosfellsheiði, Meðallandi eða Melrakkasléttu. Landeigendur og sveitamenn sjá stórgróða í hillingum. Reynsla norsku sveitamannanna er að eignedurnir vindmyllanna borga lítið í skatt og einhverjir skrá fyrirtækin á Caymaneyjum.

Vindmyllur eru óhagkvæmar fyrir nútíma samfélög, þær skila stopulli orku og eru mjög dýrar að reka og samhæfa orkuflutningskerfinu. Rekstur þeirra krefst gífurlegs ríkisstyrks. Í ESB hefur verið reynt að láta vindmyllur taka yfir orkuframleiðsluna. Það hefur mistekist hrapallega. Afleiðingarnar eru mikil umhverfisspjöll. Í Danmörku og Þýskalandi er núorðið dýrasta orka á Vesturlöndum.

Vindmyllurnar eru óöruggar og nýtast illa. Þær eru bilgjarnar, viðhaldsfrekar og endingarlitlar og slysavaldar hjá viðgerðamönnum. Þær eru lítið endurnýtanlegar og reynslan sýnir að skattgreiðendur geta þurft að kosta niðurrif þeirra eftir 10-20 ár. Þær valda hljóðmengun og heilsubresti, þeyta frá sér ísdrumbum og skapa hættur fyrir dýr og menn í nálægð. Þær taka mikið landsvæði og valda miklum landslýtum. Þær drepa og meiða fugla í stórum stíl.

https://wattsupwiththat.com/2019/07/21/wind-farm-back-of-the-envelope-economic-analysis/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband