Stofnanaumgjörð EES gengur ekki upp

bjarniben6218.jpgBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem gegnum sína reynslu þekkir EES- samninginn vel, ræddi hann við Pál Magnússon. Morgunblaðið 17.12.2018 hefur eftir Bjarna:

"Ég er þeirrar skoðunar að ESB hafi gengið of langt í of mörgum málum á undanförnum árum í því að reyna að fá okkar hóp, það er að segja EFTA-megin, Íslendinga þar með, til þess að fella sig við einhverja stofnanaumgjörð sem bara gengur ekki upp. Mér finnst það vera mjög mikið umhugsunarefni hversu mikil vinna hefur farið í það að sníða sérlausnir sem standast íslensku stjórnarskrána. Þetta hef ég oft gert að umtalsefni í þinginu og er áhyggjuefni í Evrópusamvinnunni; að það þyki bara boðlegt gagnvart Íslandi að krefjast þess að vald sé framselt til stofnana sem við eigum enga aðild að".

Sjá nánar um upplausn stjórnkerfisins á heimasíðu Frjáls lands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kjarninn í gamla Íhaldsflokknum verst ágengni ESB með seiglu,en herðir nú á þegar greinilegir brestir eru komnir í gömlu slagbrandana,sem þola vaxandi þungann illa. Seint munu þeir öskra eins og villimenn eða beita brellibrögðum,þegar ráðlegast er að bindast samtökum ættjarðarvina,þegar allt um þrýtur.   

Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2018 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband