Að flæma mjólkurkýrnar úr landi

hverfandi.pngÞað virðist vera orðin stefna stjórnvalda okkar að flæma helstu mjólkurkýr þjóðarinnar, iðnfyrirtækin, úr landi. Raforkukerfi okkar er orðið óhagkvæmara vegna EES-tilskipana sem óþarfi var að samþykkja og stefnan er frekari skemmdarverk (3. pakkinn). Orkuverð frá orkuverum þjóðarinnar er auk þess búið að hækka yfir eðlileg mörk sem íþyngir fyrirtækjunum.

Ofan á þetta bætist svo að búið er að koma stjórnlausu braskkerfi ESB um koltvísýringslosun yfir íslensk fyrirtæki sem eru látin senda vaxandi fúlgur fjár til ESB í "kvótakaup". Og á dagskrá er að bæta um betur og  setja mest alla starfsemi í landinu í nýtt ESB braskkerfi, ESR. Það eru engar skuldbindingar Íslands sem gera nauðsynlegt að taka þátt í braskkerfum ESB. En samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja fer hríð- versnandi miðað við þau lönd sem við keppum við en þau eru ekki með kvótabraskkerfi eins og ESB/EES. En eyðimerkur Íslands bíða eftir að vera ræktaðar upp og mætti nota féð sem nú fer til ESB í það.

Að flæma fyrirtæki úr landi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála.  Undarleg stefna að skerða CO2 framleiðslu með því að flæða landið í stað þess að fjölga plöntum sem þrífast á CO2 til þess að framleiða súrefni.  Sem er tví- og fjórfætlingum nauðsynlegra en rafmagn.  ESB búar kynda þó arineldana sína óáreittir. 

Kolbrún Hilmars, 20.12.2018 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband