Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Gleymdum við Bandaríkjunum?

north-atlantic-treaty-organization-nato-member-countries-highlighted-blue-world-political-map-states-june-111521883.jpgBandaríkin voru fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði Íslands (strax 14.10.1942) og þau hjálpuðu okkur að komast úr fátækt, komu með fé til uppbyggingar, byggðu mannvirki og opnuðu á viðskipti. Og vildu hafa okkur sem bandamenn í NATO og hafa varnarsamning og hafa hér herstöð um skeið. En þau, stórveldið sjálft, reyndu aldrei að hrifsa til sín stjórnvald yfir landinu eða senda okkur tilskipanir eins og Evrópusambandið gerir.

Nú er komið í ljós að mikil hræðsla er við að segja upp EES-samningnum við Evrópusambandið. Þegar hann var gerður áttuðu menn sig ekki á að verið var að leiða gömlu stríðsþjóðir Evrópu, sem Bandaríkin hafa jafnan þurft að friða, til valda hér, og að EES-samningurinn mundi spilla viðskiptum okkar við Bandaríkin.

En Bandaríkin hafa ekki slitið vinskapnum við Ísland, á hann hefur jafnan verið hægt að treysta og verður áfram hvernig sem samskipti Íslands við Evrópusambandið verða. Þess vegna þurfa Íslendingar ekki að vera hræddir við að segja sig úr EES

"Við megum aldrei gleyma fortíðinni en við verðum líka að vera vakandi fyrir því að Ísland og Bandaríkin þurfa að takast á við framtíðina - saman. Hvert sem næsta skref verður er ég þess fullviss að samstarf okkar mun halda áfram að þróast og aðlagast sameiginlegum markmiðum okkar um frið og velsæld til handa okkur öllum". Jill Esposito, starfandi sendiherra Bandaríkjanna, í Morgunblaðinu 1.5.2018.


Tók Landsvirkjun ákvörðun um ICE-Link sæstrenginn?

Spurningar hafa vaknað um hvernig ICE-LINK sæstrengurinn varð hluti af svokallaðri tíu ára Pan-Europe áætlun ENTSO-E (European Network of Transmission System Operators for Electricity)- Raforkudreifikerfi Evrópu. Þessi tíu ára áætlun (TYNDP) var sett saman 2012.

"Regulation (EC) 714/2009 (part of the so called 3rrd legislative Package) calls for the creation of the European Network of Transmission System Operators for Electricity (ENTSO-E)".

http://www.entsoe.eu/fileadmin/user_upload/_library/SDC/TYNDP/2012/3rd_parties_projects_guidance.pdf

Í þessari skýrslu er útlistuð skilyrði um hvað þurfi til að ríki utan ESB geti komist inn í Pan-Europe áætlunina, umsóknarferlinu er lýst og því varð að vera lokið og samþykkt fyrir árslok 2011. Þar koma fram tæknileg skilyrði, þ.e. tengingarinnar og að umsóknaraðili hafi til þess leyfi réttra yfirvalda í viðkomandi ríki.    

Það er ljóst af þessu að það var að frumkvæði Íslands, þ.e. Landsvirkjunar, að sótt var um að komast inní áætlunina 2011. Tilkoma ICE-LINK sæstrengsins í Pan-Europe áætlunina er því vegna beiðni Íslands, en ekki ESB.

Var slík ákvörðun með heimild ráðherra, eða tóku embættismenn þá ákvörðun? Hvaða yfirvöld heimiluðu Landsvirkjun að sækja um tengingu við Pan-Europe? Það verður að upplýsa.

Framganga Landsvirkjunnar og iðnaðarráðuneytisins hefur frá þessum tíma verið sú að undirbúa jarðveginn fyrir ákvörðun um sæstrenginn. Allar áætlanir Landvirkjunar um virkjanir miðast við skilyrðin sem sett voru fram af ENTSO-E 2011 um flutningsgetu tengingarinnar (sæstrengsins). Frá árinu 2012 hefur verið fjallað um málið á hverjum aðalfundi Landsvirkjunnar, í fjölmörgum skýrslum sem ráðuneytisins hefur kostað og með heimsóknum erlendra fyrirmanna, allt kynnt vel og rækilega fyrir fjármálafyrirtækjum, - þannig hefur málinu verið haldið vakandi.

Þessi áætlun, var samtvinnuð stofnun ACER og 3.hluta orkutilskipunarinnar eins og fram kemur í tilvitnunni hér á undan. Það vissu ráðamenn á Íslandi og reyna núna að slá ryki í augu þings og þjóðar vegna andstöðunar sem komin er fram, - með áliti eins lögfræðings, fv. starfsmanns ESA, -þeirrar stofnunar sem á að fara með eftirlit og framkvæmd tilskipunarinnar (sem er stjórnarskrárbrot), fyrir hönd ACER.

https://www.eui.eu/Projects/THINK/Documents/ACERPositionENTSOECBA.pdf

EF Alþingi samþykkir þessa 3ju orkutilskipun, sem ráðherra iðnaðarmála reynir að telja almenningi trú um að hafi engin áhrif á framtíð orkumála á Íslandi,- þó texti tilskipunarinnar sé alveg skýr um að vald orkumála verði úr höndum ríkisvaldsins, og sett í hendur erlendra eftirlitsstofnanna og erlends dómsvalds, - munu starfsmenn iðnaðarráðuneytis, Landsvirkjunar og fjármálafyrirtækja hefja undirbúning af krafti að ákvarðanatöku um sæstreng til Evrópu, sem svo lengi hefur verið á borði þeirra.

-Þá munu þingmenn standa hjá og hafa engin áhrif á þær gífulegu fjárfestingar og orkuframkvæmdir sem munu fylgja þeirri framkvæmd, - verða leiksoppar óábyrgra embættismanna og markaðsafla. 

 

 


Sjálfstæðisflokkurinn heldur frumkvæðinu

í stjórnmálaumræðunni um EES-samninginn sem formaðurinn hóf á Alþingi 6. febrúar. Flokkurinn hélt opinn fund um málið í dag þar sem Óli Björn Kárason reifaði álitamál um samninginn og um nýju orkutilskipun ESB ásamt með sérfræðingum í orkumálum og lögum. Nú hafa allnokkrir þingmenn tjáð sig um EES og orkutilskipunina og beiðni 13 þingmanna um úttekt á EES-samningnum verið samþykkt. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa hafnað orkutilskipuninni í stjórnmálayfirlýsingum sínum.


ESB löggjöf stjórnar íslensku samfélagi.

EES samningurinn tekur yfir næstum öll svið samfélags okkar. Upprunalega byggðist hann á samvinnu um hvað af tilskipunum ESB yrðu teknar upp í íslensk lög. Í dag er samvinnan horfin og ESB þvingar EFTA hvaða skuli tekið upp í EES samninginn.

Hér að neðan má sjá hvaða svið falla undir samningsins. Frá upphafi samningsins hafa verið teknar upp um 12.000 tilskipanir ESB í íslensk lög.

Þegar samningurinn var gerður var sett upp mikið nefndarkerfi, 35 nefnda sem átti að yfirfara allar tilskipanir og aðlaga þær aðstæðum og hagsmunum Íslands. Í dag eru þessar nefndir óþarfar, því ekki má breyta efni tilskipana ESB. Þýðingarstofa utanríkisráðuneytisins er í þýðingamesta hlutverkinu.

Fastanefndir EFTA-EES


Framtíð EES samningsins?

Með Lissabon-sáttmálanum, sem tók gildi 2009 - hafa völd Evrópuþingsins aukist á mörgum sviðum, meðal annars í sjávarútvegs-, samgöngu- og landbúnaðarmálum. Sáttmálinn hefur haft mikil áhrif á framkvæmd lagasetningar og ákvörðunartöku sambandsins - og ekki síður valdajafnvægið innan ESB. Þessi auknu áhrif og völd Evrópuþingsins hafa gert það að verkum að æ erfiðara og flóknara er fyrir Ísland að verja hagsmuni sína gagnvart ESB í EES samningnum og það kemur niður á hagsmunum Íslands.

Til að tryggja að hagsmunir Íslands verði ekki virtir að vettugi innan ESB í upptöku gerða í EES samninginn, þarf Ísland að stórauka mannafla í öllum ráðuneytum og stofnunum, þ.e. ríkisbáknið mun bólgna út eingöngu til að koma að gerðum á fyrri stigum og innleiða þær í lög og reglugerðir. Allt þetta ferli mun reynast tímafrekara, kostnaðarsamara og flóknara í allri framkvæmd en verið hefur. Í dag er áætlað að þessi kostnaður sé árlega yfir 80 milljarðar. bjarnijonsson.blog.is

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á síðasta Landsfundi sínum að gerð yrði úttekt á EES samningnum. Þar er ekki nægilegt að slík úttekt horfi einungis til fortíðar, heldur þarf að skoða þróun allra síðust ára og horfa til framtíðar með tilliti til þróun alþjóða viðskiptasamninga.

Þegar er ljóst að Bretland hverfur úr ESB, en Bretland hefur verið stærsti markaður fyrir fiskafurðir okkar til Evrópu, og um leið verður vægi EES samningsins minna. Nýlega var gerður viðskiptasamningur á milli Kanada og ESB og þar verða tollfríðindi sjávarafurða frá Kanada ekki síðri en Ísland hefur í dag inná EES. Ekki þurfa Kanadamenn að taka á sig lagabálka ESB vegna þess viðskiptasamnings.


Ályktun vekur athygli.

"Iðnaðar- og orkumál. Auður Íslendinga felst m.a. í þeirri orku sem býr í fallvötnum, jarðefnum, iðrum jarðar og sjávar. Íslensk orkufyrirtæki eru í dag leiðandi á sínu sviði og sú þekking sem Íslendingar hafa skapað á þessu sviði á umliðnum áratugum er orðin að mikilvægri og gjaldeyrisskapandi útflutningsvöru. Sjálfbær nýting auðlinda er og á að vera grundvallaratriði í öllum ákvörðunum. Skýra þarf eigendastefnu ríkisins í orkufyrirtækjum. Landsfundur stendur heilshugar á bak við hugmyndir um atvinnuuppbyggingu innanlands í tengslum við hagkvæma nýtingu orkuauðlinda. Íslensk útflutnings- og framleiðslufyrirtæki skulu njóta þess samkeppnisforskots sem felst í notkun á grænni íslenskri orku. Landsfundur leggst gegn því að græn upprunavottorð raforku séu seld úr landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins. Uppbygging á raforkuflutningskerfi landsins þarf að vera í takt við framleiðslu og eftirspurn eftir raforku með áherslu á dreifingu þriggja fasa rafmagns. Brýnt er að fara í frekari uppbyggingu flutningskerfisins, ekki síst til að bæta afhendingaröryggi raforku í einstökum landshlutum og auka um leið samkeppnishæfni þeirra. " Ályktun Atvinnumálanefndar http://xd.is/wp-content/uploads/2018/03/atvinnuveganefnd-lokaskjal.pdf

Acer abc

abcnyheter


Að glata erfðasilfrinu

Alþingi ætlar að stimpla EES-tilskipanir sem færa yfirstjórn raforkugeirans til ESB. Alþingi hefur aldrei hafnað EES-tilskipunum svo í raun setur ESB Íslendingum lög. Með yfirtökunni fylgir stórskemmd á orkukerfinu, það kallast samræming, markaðsvæðing eða samkeppni hjá ESB en er í raun og veru dýr skriffinnskuáþján undir framandi og vankunnandi valdstjórn.

Við eigendurnir (þjóðin) erum að missa yfirráðin yfir okkar dýrmæta þjóðararfi.

https://www.frjalstland.is/2018/03/15/eydilegging-orkugeirans-heldur-afram/


ESB knýr á um að fá að stjórna orkuframleiðslu Íslendinga.

ACER, stjórnunar og eftirlitsstofnun ESB, gerði áætlun 2010 um framtíðarskipan orkukerfis Evrópu. Undir PAN-EUROPE orkukerfinu þeirra eru Ísland og Noregur undir svokölluðu "Region Nordic". Tilgangurinn er að fá meiri græna orku inn í evrópska orkukerfið.

ESB knýr á um að tilskipunin um ACER skuli innleidd á Íslandi svo orkuframleiðsla á Íslandi falli undir stjórn ACER. Framtíðarsýn ACER gerir ráð fyrir sæstreng frá Íslandi sem tengist inná orkukerfi Evrópu. Gert er ráð fyrir 2700 GWst. í gegnum þann streng(en Landsvirkjun gerir ráð fyrir 5700 GWst). Það þýðir að auka þarf orkuframleiðslu um 30% með nýjum virkjunum. 

ACER kerfið

 

Ef Alþingi samþykkir 3ju orkutilskipunina frá ESB um ACER (sem er væntanleg núna á vorþinginu), missir þjóðin vald á orkukerfinu og stórfelldar virkjana -og línuframkvæmdir (+30%)munu sjá dagsins ljós. Frelsi markaðsins, framboð og eftirspurn í Evrópu eftir grænni orku mun svo ráða og verð snarhækka, þar með munu fyrirtæki og almenningur hér á landi þurfa að greiða mun hærra orkuverð en nú er. Hafa stjórnmálamenn vald til að setja þessar ákvarðanir (og afleiðingar) í hendur erlendri stofnun og vill þjóðin það? 


Styrkjakerfi landbúnaðar í ESB (CAP)- Keppinautur innlendrar framleiðslu.

Regluverk framkvæmdastjórnar ESB um hið Sameinaða Markaðsskipulag (CMO) gerir ráð fyrir að efla fyrirkomulag markaðsstuðnings vegna offramleiðslu og útflutning. Inngrip með kaupum verður áfram til staðar á hveiti, korni, hrísgrjónum, nautaafurðum, smjöri, mjólkurdufti.

Til viðbótar þessum vörutegundum er langur listi afurða sem hægt er að veita geymslustyrki til. Það sem verra er,- kerfið viðheldur einnig möguleikanum á útflutningsstyrkjum á kornvörum, hrísgrjónum, sykri, mjólkurafurðum, nauta og kjúklingaafurðum og unnum vörum þessara afurða.

Í grein 133 í CMO segir “til að auðvelda útflutning sem byggir á magni (kvóta) og verðum á heimsmarkaði (…), getur mismunurinn á á magni og verðum innan sambandsins verða bættur með útflutningsstyrkjum“ orðalag eins og “veita ákveðna styrki og endurgreiðslu” þegar „ þegar þörf er á að koma í veg fyrir truflanir” á innri markaði, er algengur texti þar.

CAPspendingbysector

 Markaðsívilnanir, beingreiðslur og    útflutningsstyrkir eru mismiklir  eftir vörum í styrkjakerfinu. Mjólk  og nautgripa-afurðir njóta mest stuðnings, en kjúklinga og svínarækt njóta minni stuðnings, þeir geirar njóta engra beingreiðslna og lítilla geymslustyrkja, en njóta niðurgreidds fóðurs, (fóður er um 70% framleiðslukostnaðar), útflutnings- og fjárfestingastyrkja. Miklir fjárfestingarstyrkir hafa farið í endurnýjun á stórum verksmiðjubúum í þessum greinum.

Þessum ójöfnu aðstæðum gagnvart innlendri framleiðslu er ekki haldið á lofti. Íslenskir stjórnmálamenn tala gjarnan um að innlend framleiðsla verði að vera "samkeppnishæf"!!


Íslandsmet í mannfjölgun

Í fyrra var met í mannfjölgun í landinu, 10.103. Ekki það að Íslendingar séu duglegir að fjölga sér. Það er útlendingunum sem fjölgar, um 7.910 í fyrra, eru að verða 40.000. Íbúar Evrópusambandsins, um 500.000.000, haf aðgang að íslenskum vinnumarkaði gegnum EES, ekki furða þó slæðist einhverjir hingað. Okkar stjórnvöld sýna ekki tilþrif í að reyna að ráða við offjölgunina. Kannske endar með að landið treðst niður af ofbýli eins og hefur gerst annars staðar. Fyrir 100 árum voru ríflega 90.000 manns i landinu, nú tæplega 350.000!. Nærri fjórföldun á öld. Það er næstum eins og í þróunarlöndunum!

(Mannlíf, febrúar 2018, segir frá Tíu staðreyndum um Íslendinga).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband