Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Er EES samningurinn bara gluggaskraut?
19.3.2020 | 12:33
Hvar er nú myndugleiki ráðherranna íslensku, þora þeir að mótmæla brotum ESB á EES samningnum, eða er samningurinn bara gluggaskraut?
"Í morgun hafði Dynjandi samband bæði við utanríkisráðuneytið og atvinnumálaráðuneytið og greindi þeim frá stöðunni. Þorsteinn segir að þá hafi enginn vitað hver ætti að taka boltann. En ég trúi ekki öðru en íslensk stjórnvöld geri allt sem þau geta til að ýta einhverju í gang, segir Þorsteinn. Staðan kom þeim í opna skjöldu, að sögn Þorsteins."
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erlend löggjöf á Íslandi.
10.2.2020 | 10:54
Til að sjá áhrif gerða ESB sem innleiddar eru í EES samninginn er ekki úr vegi að skoða hvaða svið þjóðfélagsins falla undir þessar gerðir.
Í samningaviðræðum við ESB um inngöngu Íslands var umfangi samningsins skipt í 33 kafla, þá taldi ESB Ísland hafa tekið að fullu upp 10 kafla og að mestu 11 kafla, þ.e. 21 kafla af 33.
Í skýrslu Utanríkisráðherra í apríl 2018 er sama skipting sett upp um löggjafarkafla ESB og EES til samanburðar.
Samkvæmt þessu eru því búið að taka upp 2/3 hluta löggjafar ESB í gegnum EES samninginn og þær gerðir ná einnig inn í landbúnaðarmál, dómsmál, byggðarstefnu og stofnanir gegn um aðrar gerðir.
Þessar gerðir snerta öll svið daglegs lífs almennings. Hvernig gerist þetta? Viðskiptasamningur sem gerður var 1992 hefur breyst í sjálfvirka löggjöf ESB sem íslenskir stjórnmálamenn fá engu ráðið um og Alþingi og ráðherrar andlitslausir stimpilpúðar fyrir löggjöf ESB.
Í umræðunni um 3 OP kom þetta mjög skýrt fram hjá stjórnvöldum að neitun á upptöku gerða frá ESB hefði aldrei átt sér stað og ef það yrði gert þá myndi það stofna EES samningnum í hættu.
Staðreyndin er því þessi: ï‚·
- Almenningur hefur aldrei gefið neinum umboð til þessara ákvarðanna.
- Alþingi hefur ekki komið að nema litlum hluta þessara ákvarðanna.
- Stjórnarskrá Íslands er teygð og toguð í lagatækniflækjum.
- Stofnanir ESB hafa öðlast ákvarðanavald um íslensk málefni.
- Eftirlitsstofnun EFTA orðin verkfæri ESB í eftirfylgni og æðsta úrskurðavaldið um íslensk málefni.
- EFTA dómstólinn orðin æðsti dómstóll Íslands á öllum þessum sviðum.
Ólýðræðislegri ákvarðanir um íslenska hagsmuni er ekki hægt að hugsa sér og því er eðlilegt að almenningur fái að kjósa um hvort hann vill halda þessari vegferð áfram og fá lýðræðið aftur í sínar hendur?
Af þessu fékk breska þjóðin sig fullsadda.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Utanríkisráðherra utan við sig.
6.2.2020 | 16:34
Utanríkisráðherra var í klukkustundar löngu viðtali í Útvarpi Sögu í gær. Slík löng viðtöl eru miklu betri en 10 mín. Kastljós RÚV sem aldrei nær niðurstöðu um nokkurt mál. Það verður að viðurkennast að erfitt er að hlusta og halda þræði svona lengi í öllum útúrsnúningum í svörum ráðherrans við einföldum spurningum fyrirspyrjanda. Líklegt er að ráðherrann fengi hausverk ef hann þyrfti að hlusta á sjálfan sig.
Í þessu viðtali kom svo vel fram ruglingsleg og afbökuð svör ráðherrans þegar hann var spurður um gang í samningum við Breta vegna BREXIT. Hann hefur hingað til haldið því fram að Ísland sé í sjálfstæðum viðræðum við Breta, en er í vandræðum að útskýra að það fari í gegnum EFTA, EN Í SAMVINNU VIÐ ESB, vegna EES samningsins, SEM SAGT, Ísland getur ekki gert samning við Breta, slíkur samningur verður aðeins AFRIT af samningi ESB við UK, vegna innri markaðar EES.
Þegar Utanríkisráðherra var spurður um innflutningsbann Rússa á íslenskan fisk vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerða ESB á Rússland, sagði hann það Rússum að kenna, þeir hefðu sett innflutningsbann á Ísland! SEM SAGT, öll vitleysan sem við tökum þátt í með ESB og kemur niður á hagsmunum Íslands er öðrum að kenna.
Utanríkiráðherra hélt því fram að ef EES samningnum yrði sagt upp væri engin önnur lausn en að ganga í ESB! Sagði gagnrýnendur EES samningsins þurfa að benda á aðrar lausnir en að ganga í ESB, ef EES samningnum yrði sagt upp!
En spyrja má ráðherrann hvort almenningur í Bretlandi hafi lagt fram lausnir um framtíðina áður en hann fékk að kjósa um BREXIT. Breskur almenningur var búinn að fá sig fullsaddann af miðstýringunni frá Brussel og kaus að fara úr ESB, þrátt fyrir að stjórnvöld, stjórnkerfið, fjármálakerfið og Seðlabanki Bretlands væru á móti því. Hann var ekki hræddur við framtíðina, né ESB eins og Utanríkisráðherra Íslands.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðstýring ESB og máttlausa Ísland
5.2.2020 | 10:24
Innrás ESB löggjafarmaskínunnar malar og malar. Hér má sjá stöðu ESBgerða sem EES-Íslandi er gert að taka upp:
Staða tillögu/gerðar Tillaga sem gæti verið EES-tæk: Fjöldi 192
Gerð í skoðun hjá EES EFTA-ríkjunum: Fjöldi 427
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun: Fjöldi 112
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi: Fjöldi 175
SAMTALS 906 Tilskipanir/reglugerðir/fyrirmæli/reglur eru í farvatninu inn í íslenskt lagasafn, og viðbætur í hverri viku.
Púkinn fitnar; ráðuneyti og stofnanir uppteknar fyrir ESB, sífelld ferðalög starfsmanna til Brussel. Enn vantar fleiri hendur hjá hinu opinbera til að koma þessu í gegn.
Stjórnmálamenn og opinber stjórnsýsla á Íslandi verða bráðum í fullri vinnu hjá ESBSovét. Hvað verðum um vinnandi fólk? Nær það að halda þessu kerfi uppi í okkar litla samfélagi?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
EES- Gagnslaust Alþingi og stjórnvöld
20.1.2020 | 09:49
Af þessum tilvitnunum hér að neðan úr: Snýst um kjarna Icesave deilunnar , sést glögglega hvernig EES samningurinn stýrir öllu á Íslandi án þess að nokkur geti rönd við reist. Er ekki kominn tími til að segja EES samninginum upp?
Ég ætla að lýsa því hér yfir að ég sem utanríkisráðherra Íslands mun aldrei standa að því að Ísland samþykki í sameiginlegu EES-nefndinni eða á vettvangi EES-samstarfsins upptöku og innleiðingu þessarar löggjafar með þeim hætti að hún feli í sér ríkisábyrgð á bankainnstæðum. Aldrei, sagði ráðherrann enn fremur.- Guðlaugur Þór.
Spurð (ráðuneytið) hvort stjórnvöld telji líklegt að slík undanþága verði veitt segir: Að teknu tilliti til tilgangs tilskipunarinnar og fyrirliggjandi aðlagana á IX. viðauka við EES-samninginn [um fjármálaþjónustu] verður að telja það ólíklegt.
Mynd.Ómar Óskarsson
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Átökin um EES samninginn harðna í Noregi
9.1.2020 | 11:10
Í Noregi harðnar umræðan um EES samninginn. Þar eru pantaðar kostaðar hræðsluskýrslur um hve mikið norðmenn tapi á útgöngu úr EES. Þeim skýrslum er svarað, m.a. í þessu andsvari. ABC um EES og inn/útflutningsverslun
Utanríkisráðuneytið hlýtur að vilja kosta þýðingu á þessari skýrslu sem myndi kosta brot af tug millj.kr lofgerðasagnfræðirullu Björn Bjarnason.
Ráðuneytið bað um og fékk skýrslu frá Hagfræðistofnun HÍ fyrir réttum 2 árum "Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf" í janúar 2018. Einhverra hluta vegna hefur sú skýrsla aldrei verið kynnt, kannski af því að hún sýndi ekki þá glansmynd sem búist var við?
Það er kominn tími til að stjórnmál fari að snúast um raunverulegan hag af viðskiptasamningi sem snúist hefur upp í sjálfvirkt löggjafaverk ESB á Íslandi og gerir Alþingi/þingmenn okkar þarflausa, það leiðir svo til innlimunar í ESB að kjósendum forspurðum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESA- Eftirlitshundur ESB- 1.hluti.
12.11.2019 | 08:41
ESA (The EFTA Surveillance Authorirt) Eftirlitsstofnun EFTA á að hafa eftirlit með að allar tilskipanir ESB séu "rétt" framkvæmdar á Íslandi. Íslensk stjórnvöld, stofnanir, félög og einstaklingar verða að verða við túlkunum ESA í smáu sem stóru, annars verða þau kærð til EFTA dómstólsins og þeim úrskurði er ekki hægt að áfrýja.
EFTA dómstóllinn er því orðin Hæstiréttur Íslands í öllum gerðum ESB, sem ná í dag yfir stærstan hluta samfélagsreglna á Íslandi. - Allt fellur orðið undir "Evrópurétt"
Dæmi um úrskurðir ESA í smáu og stóru:
Hvað mega margir erlendir körfuboltaleikmenn vera í íslenskum liðum?
Flæði reglugerða - Reka á eftir stjórnvöldum.
Stundum má ríkisstyrkja (sæstrengi) ef það hentar ESB
Stundum eru ríkisstyrkir búnir til,-að koma ríkiseigum á markað
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loftlagsklúður Íslands
29.10.2019 | 09:29
ESB hengdi loftlagsstefnu sína við orkustefnu sína og þar með á Ísland í gegnum EES samninginn. Með því þarf Ísland að uppfylla sömu markmið og ESB um losun CO2 fram til 2030.
Hallelújakórinn(m.a. Ráðherrar og Borgarstjóri m.a.)sem fór á Parísarráðstefnuna 2015 hefði því geta sparað nokkur kolefnisspor með því að sleppa fluginu þangað, því ESB ákvað stefnu Íslands þar.
Dæmalaust klúður stjórnvalda kemur m.a. fram í grein Einars Sveinbjörnssonar, Úlfakreppa Parísarsamkomulagsins,(skrá hér að neðan) í Morgunblaðinu í dag.
Einar minnir á að ef Ísland nær ekki þessu markmiði ESB (sem er mjög líklegt), er ríkið (skattþegar) ábyrgt fyrir hundruð milljarða króna kostnaði vegna kaupa á losunarheimildum á uppboðsmarkaði ESB.
Ísland getur ekki haft sjálfstæða stefnu í loftlagsmálum, þó það vildi, vegna EES samningsins, þar ákveður ESB hvað Íslandi er fyrir bestu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað kom í veg fyrir að Ísland nýtti undanþágu frá Orkutilskipunum ESB?
17.8.2019 | 02:02
Ísland með innan við 100.000 tengda viðskiptavini eða einangrað raforkukerfi hefði sjálfkrafa fengið undanþágu frá Orkutilskipunum ESB. Kýpur með rúma milljón íbúa og Malta með 430 þúsund íbúa eru undanþegin þessum tilskipunum á þeim forsendum. Stjórnvöld á Íslandi ákváðu hins vegar að taka upp Orkutilskipanir ESB. Hvers vegna? Var það vegna hugsanlegra möguleika á sölu raforku um sæstreng?
Nú eiga stjórnvöld að snúa til baka og tilkynna EES nefndinni að Ísland falli undir þessar undanþágur á þessum ofangreindu forsendum.
https://skemman.is/bitstream/1946/3442/1/Olafia_Dogg_Asgeirsdottir_fixed.pdf
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþyngjandi innleiðing EES-reglna,- segir Viðskipraráð
21.6.2019 | 16:23
Viðskiptaráð Íslands: Íþyngjandi reglufargan
"Óþarflega íþyngjandi innleiðing EES-reglna"
"Of íþyngjandi reglur leiða til mikils kostnaðar á fyrirtæki sem til að mynda hamlar samkeppni og skapar aðgangshindranir á markaði."
"Innleiðing regluverks Evrópusambandsins gefur einnig ákveðna mynd af byrði regluverks og hvort stjórnvöld séu að nýta möguleika á einföldun þess."
Fyrir 10 árum lét Viðskiptaráð Hagfræðideild HÍ gera athugun á kostnaði við regluverkið fyrir fyrirtækin í landinu.
Þá var kostnaðurinn metin á 163 MILLJARÐA Á HVERJU ÁRI, og enn hækkar hann samkvæmt þessari nýju úttekt.
Þessi kostnaður speglast í háu vöruverði á Íslandi
Auk þessa þenst stofnanna- og ráðuneytabáknið út sem krefst hærri skatta af einstaklingum og fyrirtækjum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 17.10.2019 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)