Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Er ráðherrann kominn í ESB buxurnar?
6.2.2019 | 17:34
"Hærra plan" hjá utanríkisráðherra er væntanlega meiri lofsöngur um EES. Það er einkennilegur málflutningur að spyrða saman þá sem vilja ganga í ESB, og hina sem sjá hættuna við sofandahátt stjórnmálamanna gangvart ákvörðunarvaldi evrópskra stofnanna sem EES samningurinn hefur snúist upp í.
Með þessu léttúðuga tali er ráðherrann að breiða yfir og forðast gagnrýni á þá þróun EES samningsins. Þetta er dæmigerð yfirborðsfroða í kappræðustíl framhaldsskóla, sem er oft háttur íslenskra ráðamanna til að forðast málefnalega umræðu.
Vill umræðuna um EES á hærra plan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Sérstakur staður í helvíti" - fyrir þá sem vilja losna úr ESB.
6.2.2019 | 15:41
Segir Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB
Þetta sýnir vel miðstýrðan hugsunarhátt embættismanna ESB,- þessi yfirgangssemi er komin fram í framkvæmd EES samningsins. ESB ákveður hvaða tilskipanir þess skuli teknar upp í EES samninginn og þvingar þær fram. Væntanlega yrði Íslandi óskað á heitari stað ef það ætlaði sér að standa gegn þessum tilskipannaflæði ESB í íslensk lög.
Sérstakur staður í helvíti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Niðurgreidd matvæli frá ESB til Íslands
31.1.2019 | 12:56
Útflutningur matvæla frá ESB:
Stefnan að hverfa frá framleiðslustyrkjum til framleiðandastyrkja í formi beingreiðslna markaðs og fjárfestingarstyrkja gerir það að verkum að niðurgreiðslur framleiðsluvara verða ekki eins sýnilegar í samkeppninni og áður.
Vefsíðan farmsubsidy.org tók saman hvað 10 stærstu styrkþegar kerfisins fengu á nokkurra ára tímabili í formi beinna greiðslustyrkja, markaðs- og fjárfestingastyrkja fram til 2009:
Framleiðandi Styrkir samtals Tímabil
1 Friesland Holllandi 1,605,926,904 Frá 1997
2 Arla Foods Danmörk 951,731,484 Frá 2000
3 Tate & Lyle Bretland 827,979,239 Frá 1999
4 Avebe Hollland 589.534,206 Frá 1997
5 Danisco Danmörk 484,863,255 Frá 2000
6 Hoogwegt Hollland 356,925,537 Frá 1997
7 Danish Crown Danmörk 292,629,690 Frá 2000
8 Eridania Sadam Ítalíu 225,357,110 Frá 2002
9 Nestlé Bretland 196,777,997 Frá 1999
10 Saint L Sucre Frakkland 196,464,108 Frá 2004
Þessir styrkir eru taldir vera um 35-60% af útflutningsverði varanna.
Allt er reynt til að fela þessa styrki í gögnum ESB og þeir halda áfram.
Skoðið hver er framleiðandi sýklalyfjafullu matvælanna sem innflytjendur segja vera svo "ódýr" sem komi frá ESB
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kostnaður við EES samninginn 35x hærri en ábatinn fyrir Ísland
4.1.2019 | 17:52
Ein goðsögn sem lengi hefur verið haldið fram um EES samninginn af stjórnmálamönnum, er sú að hann sé svo hagkvæmur.
EN það er fjarri sanni. Mál er að kveða þessa bábilju niður.
Hagfræðistofnun HÍ gerði úttekt á ábata samningsins að ósk utanríkisráðherra fyrir ári síðan. Þessari úttekt hefur aldrei verið hampað, ástæðan er einföld; niðurstaðan var sú að mjög lítil viðskiptahagur, 4,5 milljarðar á ári á verðlagi 2015, var af samningnum umfram þann fríverslunarsamning sem fyrir var og er enn í gildi.
Hagfræðistofnun gerði úttekt vegna kostnaðar fyrirtækja í landinu af regluverki stofnanna(að mest vegna tilskipanna ESB), beinn kostnaður var áætlaður 20 milljarðar á ári á verðlagi 2015, en óbeinn kostnaður 143 milljarðar, eða alls 163 milljarðar. Þessum kostnaði er velt yfir á þetta fámenna neytendasamfélag á Íslandi, en ekki tugmilljarða manna markað í Evrópu, allt tal um að regluverk ESB sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur er blekking bæði ESB aðdáenda og flestra stjórnmálamanna.Þetta er ástæðan fyrir háu vöruverði hér á landi og ekkert annað.
Hér er ótalinn kostnaður við starfsfólk ráðuneyta og stofnanna sem eru uppteknir allt árið að vinna að innleiðingu tilskipanna ESB inn í EES samninginn, varlega áætlað er það um 4 milljarðar. Beinir styrki til ýmissa aðila frá ESB, eru brotabrot af þessum heildarkostnaði við EES samninginn.
Ábati og kostnaður við EES samninginn
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðja orkutilskipunin á íslensku
24.10.2018 | 10:19
Í maí 2017 voru samþykktar í sameiginlegu EES nefndinni, breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn og að taka upp nýjar tilskipanir á orkusviði.
Verulegar breytingar eru gerðar á á orkuviðaukanum í EES samningnum. Þar er ESA, falið eftirlitshlutverkið fyrir ACER og getur kært íslenska lögaðila og allur ágreiningur fellur undir EFTA/ESB dómstólinn í stað íslenskra dómstóla.(Þetta er að flestra mati stjórnarskrárbrot)
Hér að neðan eru þær tilskipanir á íslensku, sem tilheyra þessum "3ja orkupakka ESB".
Það má öllum vera ljóst, að þessar tilskipanir hanga allar saman í framkvæmd, tilgangur "Reglugerðar um "Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði", (ACER), snýr að því að samhæfa orkukerfin í Evrópu,-yfir landamæri-.
Reglugerð um tengingu raforkukerfa 714/2009, er um kerfisreglur og tengingu raforkukerfa yfir landamæri-
Tilskipun um sameiginlegar reglur er um rekstur og eignarhald, uppskiptingu ráðandi aðila ofl.(samkeppnisreglur)
Samkvæmt EES samningnum hafa íslensk stjórnvöld aðeins 1 ár (sem er liðið) frá samþykkt sameiginlegu EES nefndarinnar til að innleiða þessar tilskipanir í lög.
- Mun Alþingi, þegjandi og hljóðalaust, afhenda erlendum embættismönnum stjórnvald yfir íslenskum orkuauðlindum og brjóta þannig stjórnarskránna?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Viðtal við ráðherra orkumála á Hringbraut
12.10.2018 | 09:42
Í viðtalinu við Þórð Snæ í þættinum 21 fer ráðherra yfir átökin um þriðja Orkupakkann. Afstaða ráðherrans til málsins er sú að andstaðan við málið sé á misskilningi byggð, tilskipunin taki ekki til auðlinda okkar, -og leggur að jöfnu við yfirráð okkar á sjávarauðlindum, sem við ráðum, og málið sé fyrst og fremst neytendamál og snúist um vöru sem falli undir EES samninginn.
Ef að tilvera landsins byggist á fjórfrelsi EES og skilgreining þess sé VARA, er kannski við hæfi á 100 ára fullveldi landsins að taka upp gamalt skjaldamerki Íslands frá tíð Kristjáns III. sem speglar það sama.
Ráðherranum finnst þetta mál ekki snerta stjórnarskránna og þar að auki höfum við samþykkt aðrar tilskipanir eins og um persónuvernd og fjármálaeftirlit sem gangi mun lengra en um Orkumálin. EES samningurinn sé besti utanríkissamningur sem Ísland hafi og hann hafi tekið breytingum í takt við regluverk ESB og við verðum að fylgja því.
Þessi afstaða ráðherrans er í eðli sínu sú sama og þeirra sem vilja ganga í ESB. Það er heiðarlegra að segja það beint út, því afstaðan er sú að taka öllu sem þröngvað er inn á Alþingi af tilskipunum ESB, að sjálfstæði landsins sé í orði en ekki á borði og í raun að leyfa að Ísland sé innlimað í ESB að þjóðinni óspurðri. - En lausnarorðið um að "hafa áhrif á fyrri stigum tilskipanna" er einungis til að slá ryki í augu fólks og halda áfram vegferð auðsveipni og ístöðuleysi Alþingis.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Utanríkismál undanþegin þátttöku í EES?
8.9.2018 | 09:53
Stutt er í að Ísland verði ómarktækt í utanríkismálum, fylgispekt við pólitískar yfirlýsingar ESB gengur svo langt, að hún skaðar útflutningsgreinar landsins eins og sást best í stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússlandi. Þáttaka í þeirri yfirlýsing sleit 70 ára góðu viðskiptasambandi Íslands og Rússlands.
Afsökun stjórnmálamanna fyrir þessum skaðlegu pólitísku mistökum var sú, að sýna varð alþjóðasamstöðu gegn yfirgangi Rússa á Krímskaga! En þessi kynslóð íslenskra stjórnmálamanna gefur lítið fyrir viðskiptastuðning Rússlands við Ísland gegnum áratugina, þegar Evrópuríki setti á okkur viðskiptabann vegna útfærslu landhelginnar oftar en einu sinni. Þetta er rifjað upp vegna viðtals við Baldur Þórhallsson í Morgunblaðinu 7 sep., þar sem fram kemur hvernig Ísland er að reyna að klóra yfir mistökin.
Sjá meðf. skjal.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver verður staða Íslands við Brexit?
3.9.2018 | 10:18
Rétt rúmir sex mánuðir eru þar til Bretar ganga formlega úr ESB. Frá þeim tíma til ársloka 2020 er búið að semja um fyrirkomulag til bráðarbirgða, þar sem EES samningurinn gildir við Bretland. Frá mars 2019 til ársloka 2020 mun Bretland undirbúa viðskiptasamninga við önnur lönd sem taka gildi að þessum tíma loknum.
Stefna íslenskra stjórnvalda (skýrsla utanríkisráðherra) hvað viðskiptasamning varðar fellst í að:
-EFTA ríkin fjögur (Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss) eða EFTA-ríkin þrjú innan EES (EFTA-ríkin utan Sviss) semji í sameiningu við Bretland.
-Að samningur Íslands við Bretland taki mið af samningum ESB og Bretlands um fyrirkomulag milliríkjaviðskipta.
Í ljósi þess að hagsmunir EFTA ríkjanna eru að mörgu leyti ólíkir gagnvart Bretlandi, getur komið til þess að EFTA löndin verði ekki samstíga í þeirri vegferð (eins og nú hefur gerst í sameiginlegu EES nefndinni gagnvart ESB).
Ef sú verður þróunin er víst að sólarlag er komið í EES samningurinn og Ísland semji beint við Bretland og sækist eftir samskonar samningi og Bretland mun hafa við ESB í framtíðinni.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leggja til minni sæstreng.
15.6.2018 | 10:45
Viðskiptablað Morgunblaðsins skýrir frá því í gær og enn í dag er grein þar um að breskt fyrirtæki hafi kynnt hugmyndir sínar fyrir íslenskum stjórnvöldum um minni sæstreng en talað hefur verið um, þ.e. 600-700 MW í stað 1.000 MW.
Slík hugmynd og skýrsla sem tekur tíma að vinna, er ekki unnin án aðkomu og upplýsinga frá iðnaðarráðuneyti og Landsvirkjun. Ástæðan er einföld. Í fyrri áætlun um 1000 MW, var gert ráð fyrir nýjum virkjunum með vatnsföllum, jarðgufu og vindmyllum að einum þriðja hvert, Það þótti að margra mati of í lagt og hlaut mikla gagnrýni.
Nú bregður svo við að þessi áætlun er mun einfaldari og ódýrari en fyrri áætlun sem er ekki nema ársgömul, ekki þurfi nýjar virkjanir nema fyrir 250 MW, frá jarðvarma og "smávirkjunum". En hvaðan 450MW afl í áætlunni kemur, -"með því að auka við og nýta betur núverandi virkjanir,"- er ekki útskýrt.
Tilgangurinn er efalaust að draga úr gagnrýni á hugmyndina um sæstreng vegna virkjunarkrafna og óljósrar arðsemi.
Hugmyndin um sæstreng og Þriðju orkutilskipun ESB er nátengd eins og margoft hefur verið sýnt fram á. Í því ljósi fáum væntanlega fréttir um hve arðsöm þessi fjárfesting er, -þegar umræðan um þriðju orkutilskipun ESB kemur fram á Alþingi í haust. Í fréttinni í dag er einnig greint frá því að í síðasta mánuði hafi Umhverfisráðuneytið gefið út reglugerð um leyfi til lagningu sæstrengja til og frá Íslandi. Kerfið vinnur saman, hægt og bítandi að því að undirbúa komu sæstrengs og innleiðingu þriðju orkutilskipun ESB þrátt fyrir yfirlýsingar stærstu stjórnmálaflokkanna.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kolefnisgjald á útgerðirnar gæti haft öfug áhrif
4.6.2018 | 21:35
Umhverfismál eru í tísku hjá ESB, það er svo auðvelt að afsaka nýjar reglur um þau. Við fáum stöðugan flaum af EES- tilskipunum um minni losun, endurnýjanlegt eldsneyti o.s.frv. En því miður hefur árangurinn af öllu saman sýnt sig að vera ómælanlegur. En ESB getur afsakað meiri stjórnun og meiri skatta. Bæði almenningur og fyrirtæki fá álögur.
Sjávarútvegurinn okkar, sem eyðir stöðugt fúlgum fjár í þróun og þar með að minnka reykútblástur, fær nú á sig snarhækkað "kolefnisgjald". Stjórnvöld hér eiga erfitt með að standa með íslenskum fyrirtækjum gegn ESB en fiskiskipafloti ESB sleppur við álögurnar. Líka sá norski sem er hvað erfiðasti keppinautur íslensks sjávarútvegs. Okkar útgerðir verða greinilega að fara að halda aftur af sér við að kaupa sparneytnari og dýrari tæki ef þau ætla að borga "kolefnisgjaldið".
https://www.frjalstland.is/2018/06/04/tilskipanavald-esb-er-farid-ad-na-til-sjavarutvegsins/
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 5.6.2018 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)