Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Rökleysur ráðamanna um 3OP og EES.
1.5.2019 | 16:53
Formaður utanríkisnefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins skrifar pistil í Mogganum í gær og endurtekur sömu tugguna og iðnaðar- og utanríkisráðherra, sem snýst um að tengja 3OP við gagnrýni á EES samninginn, eins og það sé megin vörn þeirra í 3OP umræðunni.
Hún segir m.a. um EES samninginn.."Mögulega er það vegna þess að þeir sem eru í það minnsta undir fertugu þekkja lítið annað en að njóta þeirra kosta og lífsgæða sem EES-samningurinn færir okkur. Þau þekkja tækifærin til að mennta sig erlendis, búa þar og starfa, lífsgæðin sem fylgja því að geta stundað frjáls viðskipti milli landa og telja það í raun sjálfsagðan hlut."
Hér er annað hvort lítil þekking á ferðinni, eða blekking með ómerkilegum hætti; - Staðreyndin er að mögulegt að mennta sig í öðrum löndum,t.d. Ameríku, og að stunda frjáls viðskipti við allan heiminn, og starfa og lifa annarsstaðar en í ESB.
Hins vegar er ESB með einna mestu innflutningshindranir í viðskiptum í heiminum og það flýtur að hluta inn í EES samningurinn sem tæknihindranir á Íslandi í viðskiptum við lönd utan ESB.
Það eru engin rök hjá ráðamönnum að blanda saman því að troða inn á þjóðina markaðsvæðingu á orkukerfi þjóðarinnar sem hún á að 90%, af ótta við ESB, og framtíðarumræðu um kosti og galla EES samningsins, sem 3OP kallar auðsjáanlega á.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru hótanir Norðmanna að baki taugaveiklun stjórnvalda í 3OP?
26.4.2019 | 10:25
Fundur Katrínar og Ernu Solberg í október 2018 afhjúpaði vel þrýstinginn á samþykkt Íslands á 3OP
-RÚV 29.10.2018: ..... EFTA-ríkin þrjú sem eiga aðild að EES settu þann fyrirvara að samþykki þjóðþinga ríkjanna þriggja yrði að liggja til grundvallar. Norðmenn hafa þegar samþykkt pakkann, sem og Liechtenstein, en hann tekur ekki gildi nema Ísland samþykki hann líka.
Við erum á einum markaði og það er snúið að standa utan stofnana sem taka ákvarðanirnar og við vonum því að það finnist lausn hvað Ísland snertir svo að við getum fullnægt þessum þáttum samninganna, segir norski forsætisráðherrann.
Þau hafa lagt mikla áherslu á þetta mál og eru auðvitað í annarri stöðu en Ísland þar sem þau eru auðvitað með sæstrengi til að mynda til annarra landa og EES-samstarfið líka. Þetta er hluti af EES-samstarfinu sem skiptir öll þessi lönd miklu máli, segir Katrín.
Katrín segir að málið verði tekið fyrir á Alþingi í febrúar. Solberg segir þær ekki hafa rætt hvaða staða komi upp hafni Alþingi þriðja orkupakkanum. Við erum ekki með varaáætlun. Ég vona að Íslendingar sjái að til að þessu verði fylgt eftir og samþykkt, segir Solberg.
Við höfum ekki þrýst á en bent á það að það eru fleiri sem standa að EES-samningnum. Málið er mikilvægt fyrir Noreg en svo er Miðflokkurinn á móti EES-samningnum og flokkurinn hefur mikið látið til sín taka á Íslandi svo að Íslendingar verði á móti og þá gegn norskum hagsmunum.
" Viðtal í RÚV 29.10.2018 http://www.ruv.is/frett/hafnar-thrystingi-vegna-thridja-orkupakkans
Um mitt sumarið 2018 kom utanríkisráðherra Noregs til Ísland til að skoða heyrúllur, en meginmálið var að ræða 3 OP sem sýnir vel áherslu Noregs á málið.
Þegar forsætisráðherra Noregs notar orðalag eins og "..við höfum bent á að það eru fleiri sem standi að EES samningnum" og Katrín lætur hafa eftir sér "Þau hafa lagt mikla áherslu á þetta mál ..og EES samstarfið líka"
- Er augljóst að norsk stjórnvöld hafa hótað íslenskum stjórnvöldum í málinu, sem er ekki nýtt, má rifja upp yfirgang norðmanna í Smugumálinu, Makríl og Kolmunamálum. Ætla stjórnvöld að keyra 3OP í gegn vegna hótanna norðmanna?
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Af hverju fyrirvarar 3OP duga ekki.
22.4.2019 | 10:57
Sameiginlega EES-nefndarinnar ákvað í maí 2017 að taka þriðja orkupakkann upp í EES-samninginn. Það var gert með fyrirvara um samþykki Alþingis um að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara. Ef Alþingi afléttir honum verða tilskipanirnar leiddar í íslensk lög.
Í þingsályktun Utanríkisráðherra er hins vegar gert ráð fyrir að að Tilskipanir 713/2009 og 714/2009 taki ekki gildi á þeirri forsendu að ekki sé fyrir hendi tengivirki yfir landamæri.
Í 2 Kafla EES samningsins eru ákvæði um tilhögun ákvarðanatöku í sameiginlegu EES nefndinni:
97.gr. Með fyrirvara um meginregluna um jafnræði, og eftir að öðrum samningsaðilum hafa verið veittar upplýsingar þar um, hefur samningur þessi ekki áhrif á rétt einstakra samningsaðila til að breyta innlendri löggjöf á þeim sviðum sem samningurinn tekur til:
ef sameiginlega EES-nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að löggjöf, eins og henni hefur verið breytt, hafi ekki áhrif til hins verra á framkvæmd samningsins, eða
ef skilyrði 98 gr. hefur verið fullnægt.
98 gr. Breyta má viðaukum samningsins, svo og bókunum 1-7,9-11, 19-27, 30-32, 37, 39, 41 og 47, eftir því sem við á, með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar í samræmi við 93. 2)
Tveir annmarkar eru því á þingsályktuninni:
1. Í ljósi ákvæða 97. gr. EES samningsins, hefur fyrirvarinn í þingsályktuninni ekkert gildi, nema hann uppfylli skilyrði 97. gr. EES samningsins, þ.e að hann sé sé borinn undir sameiginlegu EES nefndina og samþykktur þar.
2. Af því leiðir að ef Alþingi heimilar ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku 3OP í EES-samninginn, felur það í sér að allar tilskipanir 3OP taka gildi og þar með meira valdaafsal (framkvæmda/dómsvald) til erlendra stofnanna yfir íslenskum hagsmunum á orkusviði en stjórnarskráin heimilar að áliti bestu lögmanna.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þingmenn í gjörningaveðri
17.4.2019 | 10:53
Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktun um að aflétta fyrirvara þingsins um að afhenda ESB öll völd á orkuauðlindum landsins.
Ríkisstjórnin reynir að klæða málið í felubúning fyrir þingmenn sína svo þeir geti skammlaust samþykkt gjörninginn.
Ef þeir samþykkja okið af trúmennsku við forystuna, (gleymdur eiður við stjórnarskránna) og í skjóli viðhlæjenda á þinginu, skipta engu ímyndaðir þröskuldar um framhaldið. Hvorki í neðanmáli, né loforði,-enda segir iðnaðarráðherra í Harmagedón vilja sæstreng og ESB sé sælulandið.
Samkvæmt EES samningnum er samþykkt þingsályktunarinnar orðin bindandi gjörningur gagnvart ESB, næst rekur ESA eftir að tilskipanirnar séu rétt framkvæmdar, þröskuldalausar, enda allar upptaldar í þingsályktuninni.
Allt þetta vita þingmenn, enda vanir, samþykkja um 4-500 tilskipanir frá ESB á ári á Alþingi, - óumbreytanlegar.
Svo sárnar þingmönnum að vera kallaðir kjarnyrtum nöfnum ef þeir ætla að afhenda erfðasilfrið sem þeim er gert að gæta.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er Noregur að snúa baki við EES?
17.3.2019 | 18:29
Fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars klukkan 17:30
Er Noregur að snúa baki við EES?
Miklar umræður í Noregi um ACER, fullveldi og valkosti við EES. ALLIR VELKOMNIR! Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Morten Harper, rannsóknastjóri norsku samtakanna Nei við ESB (Nei til EU), flytur fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi 21. mars kl 17:30 um breytta afstöðu í Noregi til EES-samningsins. Á síðustu misserum hefur umræðan um EES í Noregi tekið nýja stefnu, bæði hjá almenningi, stjórnmálaflokkum, verkalýðsfélögum, samtökum og sérfræðingum í málefnum sem EES snertir. Morten hefur fylgst með framkvæmd EES um árabil og skrifað greinar og skýrslur um ýmiss mál og rannsakað áhrifin af tilskipunum og öðrum valdsboðum EES í Noregi. Í fyrirlestrinum fjallar Morten um þróunina í umræðunni og í framkvæmd EES-samningsins. Og um mikil hagsmunamál, til dæmis 3. orkutilskipanapakka ESB. Hann segir frá hvernig umræðan um fullveldið og EES hefur þróast í Noregi. Hann fjallar um valkosti Noregs og þar með Íslands við EES en breytingin sem verður með Brexit er síst minni fyrir Noreg en Ísland. Nei til EU hefur tvisvar afstýrt inngöngu Noregs í ESB Heimssýn, Frjálst land, Herjan, Ísafold.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3 orkupakkinn er ekki "markaðspakki"
15.3.2019 | 19:14
Í maí 2017 ákvað sameiginlega EES nefndinni (með atkvæði ísl. stjórnvalda), breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn og að taka upp nýjar tilskipanir á orkusviði.
Verulegar breytingar eru gerðar á orkuviðaukanum í EES samningnum. Þar er ESA, falið eftirlitshlutverkið fyrir ACER og getur kært íslenska lögaðila fyrir brot á þessum reglum og allur ágreiningur fellur undir EFTA/ESB dómstólinn í stað íslenskra dómstóla.(Þetta er að mati helstu lögspekinga landsins stjórnarskrárbrot)
Þessar tilskipanir snúa einungis að tengingu raforkukerfa í Evrópu og þessar reglur eru enginn markaðspakki eins og iðnaðarráðherra heldur fram, heldur er um reglur og stjórn innri orkukerfa Evrópu. Ráðherrann blekkir almenning vísvitandi.
Hér að neðan eru þær tilskipanir á íslensku, sem tilheyra þessum "3ja orkupakka ESB":
"Reglugerðar um "Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði", (ACER), snýr að því að samhæfa orkukerfin í Evrópu,-yfir landamæri-.
Reglugerð um tengingu raforkukerfa 714/2009, er um kerfisreglur og tengingu raforkukerfa yfir landamæri-
Tilskipun um sameiginlegar reglur er um rekstur og eignarhald, og uppskiptingu ráðandi aðila.- Þess vegna er ríkisstjórnin að kaupa Landsnet, því ekki er heimilt að framleiðendur eigi í dreifikerfinu samkvæmt þessari tilskipun.
-Líklega mun Alþingi, þegjandi og hljóðalaust, afhenda erlendum embættismönnum stjórnvald yfir íslenskum orkuauðlindum og brjóta þannig stjórnarskránna. Það er ljóst af þróun EES samningsins að almenningur þarf að geta kært Alþingi og stjórnvöld fyrir stjórnarskrárbrot og samkvæmt stjórnarskránni ætti kæran að vera send Forseta Íslands.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 16.3.2019 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaup ríkisins á Landsneti, - forsenda 3 orkupakkans
14.3.2019 | 19:04
Kannski hafa ekki allir áttað sig á því hvers vegna utanríkisráðherra er að fresta 3 orkupakkanum,- þ.e. að fresta að leggja fram þingsályktunartillögu um að aflétta fyrirvara Alþingis um 3 orkupakkann sem búið er að samþykkja í EES nefndinni af hálfu stjórnvalda. Í framhaldi af því leggur iðnaðarráðherra fram frumvarp um 3 orkupakkann.
Við skulum ekki ímynda okkur að stjórnvöld séu að hætta við að geðjast ESB í þessum óþarfa.
Ástæðan fyrir frestunni eru ákvæði um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku (sjá meðf. skjal), þær reglur gera ráð fyrir algjörum eignaraðskilnaði framleiðslu og dreifingu raforku,því hefur iðnaðarráðherra boðað að ríkið kaupi eignahluta raforkufyrirtækjanna til að uppfylla þessi skilyrði 3 orkupakkans.
Allt tal utanríkisráðherra um að verið sé að skoða málið er aðeins til að slá ryki í augu andstæðinga málsins.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 15.3.2019 kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alþingi verður óþarft, þarf að fá samþykki frá ESB um lagasetningar.
21.2.2019 | 12:38
Nú er verið að ræða innan EES fyrirmæli frá ESB að öll íslensk lagafrumvörp Alþingis og reglur íslenskra sveitafélaga skuli senda til ESB þremur mánuðum áður til samþykktar. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum,
https://www.abcnyheter.no/nyheter/politikk/2019/02/20/195553957/solberg-ber-om-meldeplikt-til-eu
Þar segir m.a:
"Þegar stjórnvöld eða sveitarfélög hyggjast taka nýjar ákvarðanir sem hafa áhrif á þjónustumarkaðinn munu þau skyldug að tilkynna framkvæmdastjórn ESB, og eftirlitsaðila ESA, a.m.k þremur mánuðum áður en ákvörðunin öðlast gildi. Í þeim tilvikum þar sem þeir telja að ákvörðun muni fela í sér mismununarmeðferð mismunandi þjónustuveitenda, þá skal framkvæmdastjórnin eða ESA stöðva slíkar ákvarðanir..."
Þetta er staðfesting á að verið er að troða landinu inn í ESB, allt í boði íslenskra stjórnmálamanna gagnvart tilskipunarflóði ESB, sem er að ná hámarki með þessu.
Stutt er þá í að íslensk stjórnvöld verði að fá samþykki ESB fyrir efnahagsstjórn landsins.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Betra að vera utan EES fyrir sjávarútveginn?
8.2.2019 | 18:17
"Fyrir ári var greint frá því í Morgunblaðinu að Evrópusambandið hefði samið um víðtækan fríverslunarsamning við Kanada þar sem gert væri ráð fyrir 100% tollfrelsi fyrir sjávarafurðir og 98% tollfrelsi fyrir innflutning til sambandsins í heild sem eru betri kjör en felast í EES-samningnum.
Síðan hefur sambandið samið um hliðstæð kjör við Japan. Fullt tollfrelsi með sjávarafurðir Guðlaugur Þór sagði við Morgunblaðið af þessu tilefni að málið hefði verið tekið upp við Evrópusambandið í nóvember 2017. Það er auðvitað orðið svolítið sérstakt þegar Kanada hefur betri aðgang fyrir sjávarafurðir en EFTA/​​EES-ríkin. Við erum að sækja á þá með þetta.
Sérstök kjör inn á innri markað Evrópusambandsins fyrir sjávarafurðir voru ein af helstu rökunum fyrir aðild Íslands að EES-samningnum fyrir aldarfjórðungi."
Þetta sýnir svart á hvítu að allt gagnrýnislaust lof ráðamanna um "besta samning" fyrir sjávarútveginn í gegnum EES samninginn,-stenst ekki.
Full fríverslun ekki fengist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrælahald í boði EES samningsins.
8.2.2019 | 13:11
Þetta er ekki einsdæmi og því miður berast örugglega ekki öll svona mál til okkar því margir fara til síns heima aftur eftir að hafa verið beittir atvinnuofbeldi. Barátta verkalýðshreyfingarinnar til margra ára gegn félagslegum undirboðum og glæpastarfsemi á vinnumarkaði er ekki úr lausu lofti gripin og það er hreint hörmulegt að ekki sé enn komin aðgerðaráætlun í mansalsmálum og skipulagt samræmt eftirlit með öflugri eftirfylgni sem hefur að markmiði að uppræta þessa brotastarfsemi með öllum tiltækum ráðum, segir Drífa.
"Frelsi" EES samningsins býður upp á gervifyrirtæki, svokallaðar vinnumiðlanir sem flytja inn lálaunað fólk, aðallega frá Rúmeníu, fara með það eins og skepnur í boði íslenskra fyrirtækja sem vilja græða á þessu fólki, og vegna "atvinnusamkeppnisfrelsi" EES samningsins standa stjórnvöld hjá og setja þessu þrælahaldi engin mörk.
Drífa kallar eftir aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)