Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

ESA- Eftirlitshundur ESB- 1.hluti.

ESA (The EFTA Surveillance Authorirt) Eftirlitsstofnun EFTA á að hafa eftirlit með að allar tilskipanir ESB séu "rétt" framkvæmdar á Íslandi. Íslensk stjórnvöld, stofnanir, félög og einstaklingar verða að verða við túlkunum ESA í smáu sem stóru, annars verða þau kærð til EFTA dómstólsins og þeim úrskurði er ekki hægt að áfrýja. 

EFTA dómstóllinn er því orðin Hæstiréttur Íslands í öllum gerðum ESB, sem ná í dag yfir stærstan hluta samfélagsreglna á Íslandi. - Allt fellur orðið undir "Evrópurétt"

Dómar

 

 

 

 

Dæmi um úrskurðir ESA í smáu og stóru:

Hvað mega margir erlendir körfuboltaleikmenn vera í íslenskum liðum?

Flæði reglugerða - Reka á eftir stjórnvöldum.

Stundum má ríkisstyrkja (sæstrengi) ef það hentar ESB

Stundum eru ríkisstyrkir búnir til,-að koma ríkiseigum á markað

 

 


Loftlagsklúður Íslands

ESB hengdi loftlagsstefnu sína við orkustefnu sína og þar með á Ísland í gegnum EES samninginn. Með því þarf Ísland að uppfylla sömu markmið og ESB um losun CO2 fram til 2030.

Hallelújakórinn(m.a. Ráðherrar og Borgarstjóri m.a.)sem fór á Parísarráðstefnuna 2015 hefði því geta sparað nokkur kolefnisspor með því að sleppa fluginu þangað, því ESB ákvað stefnu Íslands þar.

Dæmalaust klúður stjórnvalda kemur m.a. fram í grein Einars Sveinbjörnssonar, Úlfakreppa Parísarsamkomulagsins,(skrá hér að neðan) í Morgunblaðinu í dag. 

Einar minnir á að ef Ísland nær ekki þessu markmiði ESB (sem er mjög líklegt), er ríkið (skattþegar) ábyrgt fyrir hundruð milljarða króna kostnaði vegna kaupa á losunarheimildum á uppboðsmarkaði ESB.

Ísland getur ekki haft sjálfstæða stefnu í loftlagsmálum, þó það vildi, vegna EES samningsins, þar ákveður ESB hvað Íslandi er fyrir bestu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hvað kom í veg fyrir að Ísland nýtti undanþágu frá Orkutilskipunum ESB?

Ísland með innan við 100.000 tengda viðskiptavini eða einangrað raforkukerfi hefði sjálfkrafa fengið undanþágu frá Orkutilskipunum ESB. Kýpur með rúma milljón íbúa og Malta með 430 þúsund íbúa eru undanþegin þessum tilskipunum á þeim forsendum. Stjórnvöld á Íslandi ákváðu hins vegar að taka upp Orkutilskipanir ESB. Hvers vegna? Var það vegna hugsanlegra möguleika á sölu raforku um sæstreng? 

Nú eiga stjórnvöld að snúa til baka og tilkynna EES nefndinni að Ísland falli undir þessar undanþágur á þessum ofangreindu forsendum.

UNDANÞÁGURhttps://skemman.is/bitstream/1946/3442/1/Olafia_Dogg_Asgeirsdottir_fixed.pdf


Íþyngjandi innleiðing EES-reglna,- segir Viðskipraráð

Viðskiptaráð Íslands: Íþyngjandi reglufargan

"Óþarflega íþyngjandi innleiðing EES-reglna"

  "Of íþyngjandi reglur leiða til mikils kostnaðar á fyrirtæki sem til að mynda hamlar samkeppni og skapar aðgangshindranir á markaði."

"Innleiðing regluverks Evrópusambandsins gefur einnig ákveðna mynd af byrði regluverks og hvort stjórnvöld séu að nýta möguleika á einföldun þess." 

Reglugerðum fjölgar

Fyrir 10 árum lét Viðskiptaráð Hagfræðideild HÍ gera athugun á kostnaði við regluverkið fyrir fyrirtækin í landinu.

Þá var kostnaðurinn metin á 163 MILLJARÐA Á HVERJU ÁRI, og enn hækkar hann samkvæmt þessari nýju úttekt.

Þessi kostnaður speglast í háu vöruverði á Íslandi 

Auk þessa þenst stofnanna- og ráðuneytabáknið út sem krefst hærri skatta af einstaklingum og fyrirtækjum.


Alþingi ræður ekki við orkupakkann

1508328073_althingishusid_1346705.jpgSvo virðist sem Alþingi ráði ekki við stærstu mál þjóðarinnar: Það réð ekki við ofbólgu bankanna; það réð ekki við Icesave. Og nú virðist það ekki ráða við ásælni erlends valds í auðlindir landsins.

Umræða um 3. orkupakkann bendir til að Alþingi ráði ekki við málið.

Alþingi ræður ekki við orkupakkann


ESA sækir að eignarhaldi vatnsorkuvirkjanna í NOREGI.

ESA sendi norska orkuráðuneytinu bréf 30 apríl. sl. um ýmsar spurningar um eignarhald á norskum vatnsorkuvirkjunum í eigu opinberra aðila.Bréf ESA

Norska Orkumálaráðuneytið svarar fullum hálsi og segir Þjónustutilskipun ESB geti ekki tengst eignaraðild orkufyrirtækja við rafmagn sem vöru.Bréf Norðmanna

Ljóst er af þessu að eftir samþykkt 3OP í Noregi fór þetta frumkvæði ESA af stað, þó ESA hafi áður fallist á dóm EFTA dómstólsins um að þetta opinbera eignarhald á vatnsorkuvirkjunum gengi ekki gegn EES samningnum.

Fullyrðingar ráðherra ríkisstjórnarinnar um að 3OP snerti ekki eignarhald virkjanna, er hér afhjúpaðar. Kannski voru þeir fávísir um kænsku ESA að fara í gegnum Þjónustutilskipun gr.9-13 2003/123 Þjónustutilskipunin 


Við dönsum eftir pípu ESB

india-man-playing-flute-snake-450w-553541932.jpgÞegnar ESB-landa kjósa andstæðinga Brusselvaldsins, Bretar eru að fara út. En við dönsum eftir pípu ESB: Við ráðum ekki við glæpahópana frá ESB (sem hafa frjálsan aðgang hér vegna EES og Schengen). ESB-regluverkið um samkeppni stendur í vegi fyrir hagræðingu í íslenskum fyrirtækjarekstri.  Innflutningur á sýklamenguðum vörum frá ESB er hótun við heilbrigði dýra og manna. Gagnslaus taglhnýting við draumóra ESB um kolefnishlutleysi er að verða dýrkeypt.

Alþingi virðist ekki ráða við ásælni ESB í völd yfir landinu. Nú ætlar ESB að taka til sín yfirstjórn og stjórnsýslu yfir stærstu auðlind landsmanna með nýrri tilskipanahrúgu (orkupakka 3). Stór hluti þingmanna telja sig ekki þurfa að hlusta á rök heldur sofa heima. Það verða afkomendur þeirra sem fá okurháa orkureikningana þegar ESB-fyrirtæki fara að hirða arðinn af orkulindunum.

Orkukerfi landsins undir ESB


25 ára heilaþvotti þarf að ljúka.

25 ára heilaþvotti þarf að ljúka. Að glopra niður sjálfstæði sínu með opin augu eru sorgleg örlög.

Auglýsing EESAuglýsing EES

 


EFTA Dómstóllinn = Hæstiréttur Íslands

Það er alvörumál hvernig EES samningurinn er að taka hér yfir dómsvald í landinu og er æðsta dómsvald landsins, ekki er hægt að áfrýja dómum hans. Hér fjalla Stefán Már Stefánsson og Eyvindur G. Gunnarsson lagaprófessorar við HÍ um dóma EFTA dómstólsins, m.a. í Kjötmálinu og gagnrýna niðurstöðuna. Þeir benda á hvernig gerðir ESB eru að breyta EES samningnum mótstöðulaust.  

"Grein þessi fjallar um þetta álitaefni. Þrír dómar EFTA-dómstólsins um svipað sakarefni eru hér nefndir til sögunnar þar sem því má halda fram að framsækin lagatúlkun hafi leitt af sér ákveðnar ógöngur. Þeir dómar sem gera má athugasemdir við að þessu leyti eru þó fleiri."

"Sé þessa ekki gætt getur frjálsleg túlkun EFTA-dómstólsins á gerðum ESB leitt til þess að ófyrirséður lýðræðishalli myndist. Með þessu er átt við að vikið sé til hliðar réttarástandi sem aðilar gengu út frá við undirritun EES-samningsins og nýju réttarástandi komið á sem enginn átti von á. Í þessu felst að hagsmunum og áherslum sem samningsaðilar gengu út frá sé vikið til hliðar á kostnað annarra hagsmuna eða áherslna, sem aðilar höfðu e.t.v. aldrei færi á að tjá sig um og fengu því aldrei lýðræðislega meðferð."

"Niðurstaða EFTA-dómstólsins í þeim málum sem að framan eru rakin er ekki sannfærandi. Því má m.a. halda fram að með því að horfa alfarið fram hjá tilvísun 18. gr. EES-samningsins til 13. gr. hafi dómstóllinn í raun breytt EES-samningnum. Þetta vekur upp spurningar um það hvort dómstóllinn hafi haldið sér innan valdmarka sinna."

 https://ulfljotur.com/2018/04/10/efta-domstollinn-i-ljosi-lydraedishalla/


ÚTGANGA ÚR EES er BREXIT ÍSLANDS

Ástæður úrsagnar Bretar úr ESB var miðstýringarvald Framkvæmdastjórnar og stofnanna ESB yfir breskum hagsmunum.

Af sömu ástæða þarf að segja upp EES samningnum

Það er engin von til þess að núverandi flokkar á Alþingi geri það. Þeir stefna að því leynt og ljóst að færa vald yfir hagsmunum þjóðarinnar til ESB.

 

Brexit Party

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband