Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Ósjálfstæði Íslendinga- ESA þarf að samþykkja neyðarlán.
20.4.2020 | 11:17
Á þessum erfiðu tímum er það forgangsatriði okkar að takast á við ráðstafanir sem tengjast heimsfaraldri kórónuveiru. Okkur hefur tekist að samþykkja umrædda ráðstöfun skjótt, þökk sé góðu samstarfi okkar við íslensk stjórnvöld og framkvæmdastjórn ESB, segir Bente Angell-Hansen, forseti ESA, í fréttatilkynningu. ESA Samþykkir lán.
Þvílíka orðaþvælu er erfitt að finna stað í raunveruleikanum. ESA getur ekki veitt undanþágu frá ákvæðum ESB tilskipanna um ríkisaðstoð. "Þökk sé framkvæmdastjórn ESB" er lykilinn.
Framkvæmdastjórn ESB var ekki spurð af eigin aðildarríkjum þegar þau hvert fyrir sig brutu næstum öll grundvallarákvæði sambandsins í neyðaraðgerðum fyrir eigin þjóðir.
Ekki þarf skýrari dæmi um ósjálfstæði íslenskra stjórnvalda gagnvart ESB vegna EES samningsins, jafnvel á neyðartímum.
Íslendingar ganga með bænaskjal fyrir umboðsmann (ESA) ESB til að samþykkja neyðarráðstafanir í eigin landi. Minnir mjög á bænaskjölin til danskra konunga í gegnum aldirnar.
Til að breiða yfir skömmina fer utanríkisráðuneytið í skoðanakönnun í miðjum heimsfaraldri til að sýna velvilja Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Hins vegar hlýtur ráðuneytið að vera vonsvikið af því að tæpur helmingur þátttakanda er á móti EES samningnum. Þeim samningi sem veldur ósjálfstæði Íslendinga í alþjóðasamstarfi.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loftlagsstefna ESB dregur Ísland í orkusvaðið.
6.4.2020 | 20:11
Loftlagsáætlanir ESB stoppa ekki í Kórónafárinu.
Í sl. mánuði birti sambandið flaggskip sitt í loftlagsmálum til 2050 European Climate Law.
Kadri Simson, framkvæmdastjóri orkumála í Evrópu sagði að því tilefni: Green Deal snýst ekki bara um orkustefnu, heldur líka iðnaðarstefnu. Við verðum að vinna náið með atvinnugreinum okkar. En það snýst jafn mikið um húsnæði, samgöngur og aðrar lausnir sem munu hjálpa okkur að ná losuninni.
Svenja Schulze, umhverfisráðherra Þýskalands segir að þessu tilefni: Við viljum vera kolefnishlutlaus árið 2050 og þess vegna verðum við að gera meira [árið 2030] en það sem við vorum sammála um. Minnkun um 40 prósent eru ekki nóg, við þurfum mínus 50, 55 til að ná markmiðinu.
Ísland hefur gerst áhangandi að þessari stefnu með alla sína hreinu orku til iðnaðar, hvernig ætlar Ísland að fylgja þessari kolefnisskítugu iðnaðarstefnu Evrópu?
Með tveimur sæstrengjum og byggingu vindmilligarða sem þekja allar sveitir og afréttir landsins til að hjálpa Evrópu (Þýskalandi) um "Græna orku"?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hræðsluáróður
3.4.2020 | 23:24
Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar til að koma á friði sem hefur reynst þeim erfitt. En samtökin eru í staðinn farin að leggja sig í alls kyns mál sem þau ráða enn síður við. Fjöldi af misjöfnum stofnunum er kominn undir hatt Sameinuðu þjóðanna, sumar stunda ruslvísindi, sumar reyna að þenja út vald sitt með hræðsluáróðri við hvert tækifæri:
"Covid-19 er mesta áskorun síðan Seinni heimsstyrjöldin"(Aðalritari Sameinuðu þjóðana, BBC 2020)
"Loftslagsbreytingar eru mesta áskorun 21. aldar"(Alþjóða heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna, WHO 2018)
WHO var of sein að vara við covid-19 "flensunni". Það deyja árlega 290.000-650.000 manns úr "venjulegum" flensum og meir en 15 milljónir úr ýmsum smitsjúkdómum þrátt fyrir Sameinuðu þjóðirnar og WHO. (Mesta vá mannkyns)
Það er þarfaverk að dreifa upplýsingum og aðstoða ríki við að vernda sína þegna. En það er ekki þarfaverk að dreifa upphrópunum og hræðsluáróðri.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kínaplágur og heimsveldi
30.3.2020 | 22:59
Enn ein Kínaplágan herjar nú. Í Kína er þéttbýli (3200 á ferkílómetra í veiruhéraðinu, varla 4 á Íslandi) og víða frumstætt hreinlæti, fjölbreytt lífríki og mikið dráp og át á alls kyns dýrum. Það er nú orðið ljóst að ekki er hægt að treysta því að Kína geti hamið plágurnar eða varað heimsbyggðina við í tæka tíð. Mesta vá mannkyns
En Kínverjar reka líka útþenslustefnu í iðnaði, viðskiptum og stjórnmálum. Þeir vilja áhrif á heimsvísu, í Afríku, Norðurskautinu, Evrópu. Þeir eru þegar búnir að slá út stóran hluta iðnaðar Vesturlanda með kúgun og þrælahaldi 1.438.000.000 eigin þegna.
Donald Trump hefur að mestu staðið einn þjóðarleiðtoga gegn yfirgangi Kína. Niðurrifsöflin berjast gegn honum en hann er kjarkmaður og skilur hvert stefnir, aðrir vestrænir leiðtogar eru flestir gufur. Missir stórs hluta atvinnufyrirtækjanna, og nú líka dauði þúsunda manna, kallar á að leiðtogarnir fari að hugsa um sína eigin þegna eins og Trump gerir. Og fari að standa fast gegn heimsvaldagræðgi, kúgun, dýraníði og plágum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 31.3.2020 kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er EES samningurinn bara gluggaskraut?
19.3.2020 | 12:33
Hvar er nú myndugleiki ráðherranna íslensku, þora þeir að mótmæla brotum ESB á EES samningnum, eða er samningurinn bara gluggaskraut?
"Í morgun hafði Dynjandi samband bæði við utanríkisráðuneytið og atvinnumálaráðuneytið og greindi þeim frá stöðunni. Þorsteinn segir að þá hafi enginn vitað hver ætti að taka boltann. En ég trúi ekki öðru en íslensk stjórnvöld geri allt sem þau geta til að ýta einhverju í gang, segir Þorsteinn. Staðan kom þeim í opna skjöldu, að sögn Þorsteins."
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erlend löggjöf á Íslandi.
10.2.2020 | 10:54
Til að sjá áhrif gerða ESB sem innleiddar eru í EES samninginn er ekki úr vegi að skoða hvaða svið þjóðfélagsins falla undir þessar gerðir.
Í samningaviðræðum við ESB um inngöngu Íslands var umfangi samningsins skipt í 33 kafla, þá taldi ESB Ísland hafa tekið að fullu upp 10 kafla og að mestu 11 kafla, þ.e. 21 kafla af 33.
Í skýrslu Utanríkisráðherra í apríl 2018 er sama skipting sett upp um löggjafarkafla ESB og EES til samanburðar.
Samkvæmt þessu eru því búið að taka upp 2/3 hluta löggjafar ESB í gegnum EES samninginn og þær gerðir ná einnig inn í landbúnaðarmál, dómsmál, byggðarstefnu og stofnanir gegn um aðrar gerðir.
Þessar gerðir snerta öll svið daglegs lífs almennings. Hvernig gerist þetta? Viðskiptasamningur sem gerður var 1992 hefur breyst í sjálfvirka löggjöf ESB sem íslenskir stjórnmálamenn fá engu ráðið um og Alþingi og ráðherrar andlitslausir stimpilpúðar fyrir löggjöf ESB.
Í umræðunni um 3 OP kom þetta mjög skýrt fram hjá stjórnvöldum að neitun á upptöku gerða frá ESB hefði aldrei átt sér stað og ef það yrði gert þá myndi það stofna EES samningnum í hættu.
Staðreyndin er því þessi: ï‚·
- Almenningur hefur aldrei gefið neinum umboð til þessara ákvarðanna.
- Alþingi hefur ekki komið að nema litlum hluta þessara ákvarðanna.
- Stjórnarskrá Íslands er teygð og toguð í lagatækniflækjum.
- Stofnanir ESB hafa öðlast ákvarðanavald um íslensk málefni.
- Eftirlitsstofnun EFTA orðin verkfæri ESB í eftirfylgni og æðsta úrskurðavaldið um íslensk málefni.
- EFTA dómstólinn orðin æðsti dómstóll Íslands á öllum þessum sviðum.
Ólýðræðislegri ákvarðanir um íslenska hagsmuni er ekki hægt að hugsa sér og því er eðlilegt að almenningur fái að kjósa um hvort hann vill halda þessari vegferð áfram og fá lýðræðið aftur í sínar hendur?
Af þessu fékk breska þjóðin sig fullsadda.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Utanríkisráðherra utan við sig.
6.2.2020 | 16:34
Utanríkisráðherra var í klukkustundar löngu viðtali í Útvarpi Sögu í gær. Slík löng viðtöl eru miklu betri en 10 mín. Kastljós RÚV sem aldrei nær niðurstöðu um nokkurt mál. Það verður að viðurkennast að erfitt er að hlusta og halda þræði svona lengi í öllum útúrsnúningum í svörum ráðherrans við einföldum spurningum fyrirspyrjanda. Líklegt er að ráðherrann fengi hausverk ef hann þyrfti að hlusta á sjálfan sig.
Í þessu viðtali kom svo vel fram ruglingsleg og afbökuð svör ráðherrans þegar hann var spurður um gang í samningum við Breta vegna BREXIT. Hann hefur hingað til haldið því fram að Ísland sé í sjálfstæðum viðræðum við Breta, en er í vandræðum að útskýra að það fari í gegnum EFTA, EN Í SAMVINNU VIÐ ESB, vegna EES samningsins, SEM SAGT, Ísland getur ekki gert samning við Breta, slíkur samningur verður aðeins AFRIT af samningi ESB við UK, vegna innri markaðar EES.
Þegar Utanríkisráðherra var spurður um innflutningsbann Rússa á íslenskan fisk vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerða ESB á Rússland, sagði hann það Rússum að kenna, þeir hefðu sett innflutningsbann á Ísland! SEM SAGT, öll vitleysan sem við tökum þátt í með ESB og kemur niður á hagsmunum Íslands er öðrum að kenna.
Utanríkiráðherra hélt því fram að ef EES samningnum yrði sagt upp væri engin önnur lausn en að ganga í ESB! Sagði gagnrýnendur EES samningsins þurfa að benda á aðrar lausnir en að ganga í ESB, ef EES samningnum yrði sagt upp!
En spyrja má ráðherrann hvort almenningur í Bretlandi hafi lagt fram lausnir um framtíðina áður en hann fékk að kjósa um BREXIT. Breskur almenningur var búinn að fá sig fullsaddann af miðstýringunni frá Brussel og kaus að fara úr ESB, þrátt fyrir að stjórnvöld, stjórnkerfið, fjármálakerfið og Seðlabanki Bretlands væru á móti því. Hann var ekki hræddur við framtíðina, né ESB eins og Utanríkisráðherra Íslands.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðstýring ESB og máttlausa Ísland
5.2.2020 | 10:24
Innrás ESB löggjafarmaskínunnar malar og malar. Hér má sjá stöðu ESBgerða sem EES-Íslandi er gert að taka upp:
Staða tillögu/gerðar Tillaga sem gæti verið EES-tæk: Fjöldi 192
Gerð í skoðun hjá EES EFTA-ríkjunum: Fjöldi 427
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun: Fjöldi 112
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi: Fjöldi 175
SAMTALS 906 Tilskipanir/reglugerðir/fyrirmæli/reglur eru í farvatninu inn í íslenskt lagasafn, og viðbætur í hverri viku.
Púkinn fitnar; ráðuneyti og stofnanir uppteknar fyrir ESB, sífelld ferðalög starfsmanna til Brussel. Enn vantar fleiri hendur hjá hinu opinbera til að koma þessu í gegn.
Stjórnmálamenn og opinber stjórnsýsla á Íslandi verða bráðum í fullri vinnu hjá ESBSovét. Hvað verðum um vinnandi fólk? Nær það að halda þessu kerfi uppi í okkar litla samfélagi?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
EES- Gagnslaust Alþingi og stjórnvöld
20.1.2020 | 09:49
Af þessum tilvitnunum hér að neðan úr: Snýst um kjarna Icesave deilunnar , sést glögglega hvernig EES samningurinn stýrir öllu á Íslandi án þess að nokkur geti rönd við reist. Er ekki kominn tími til að segja EES samninginum upp?
Ég ætla að lýsa því hér yfir að ég sem utanríkisráðherra Íslands mun aldrei standa að því að Ísland samþykki í sameiginlegu EES-nefndinni eða á vettvangi EES-samstarfsins upptöku og innleiðingu þessarar löggjafar með þeim hætti að hún feli í sér ríkisábyrgð á bankainnstæðum. Aldrei, sagði ráðherrann enn fremur.- Guðlaugur Þór.
Spurð (ráðuneytið) hvort stjórnvöld telji líklegt að slík undanþága verði veitt segir: Að teknu tilliti til tilgangs tilskipunarinnar og fyrirliggjandi aðlagana á IX. viðauka við EES-samninginn [um fjármálaþjónustu] verður að telja það ólíklegt.
Mynd.Ómar Óskarsson
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Átökin um EES samninginn harðna í Noregi
9.1.2020 | 11:10
Í Noregi harðnar umræðan um EES samninginn. Þar eru pantaðar kostaðar hræðsluskýrslur um hve mikið norðmenn tapi á útgöngu úr EES. Þeim skýrslum er svarað, m.a. í þessu andsvari. ABC um EES og inn/útflutningsverslun
Utanríkisráðuneytið hlýtur að vilja kosta þýðingu á þessari skýrslu sem myndi kosta brot af tug millj.kr lofgerðasagnfræðirullu Björn Bjarnason.
Ráðuneytið bað um og fékk skýrslu frá Hagfræðistofnun HÍ fyrir réttum 2 árum "Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf" í janúar 2018. Einhverra hluta vegna hefur sú skýrsla aldrei verið kynnt, kannski af því að hún sýndi ekki þá glansmynd sem búist var við?
Það er kominn tími til að stjórnmál fari að snúast um raunverulegan hag af viðskiptasamningi sem snúist hefur upp í sjálfvirkt löggjafaverk ESB á Íslandi og gerir Alþingi/þingmenn okkar þarflausa, það leiðir svo til innlimunar í ESB að kjósendum forspurðum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)