Vofur stríðsherranna

vofurfantasy-2847724_960_720Utanríkisráðuneyti Íslands hefur nú vísað sendiherra einnar öruggustu og mikilvægustu vina- og viðskiptaþjóðar Íslendinga úr landi. Ung kona, sem sett hefur verið í stól utanríkisráðherra, getur ekki tekið svo afdrifaríka ákvörðun og gert svo alvarleg mistök nema á bak við séu sterk öfl innan hennar stjórnmálaflokks. Þau öfl eru vofur frá Kalda stríðinu sem komust á kreik fyrir 77 árum og hafa ekki enn verið kveðnar niður.

Upplýsa þarf hverjir það eru sem standa á bak við brottrekstur sendiherra Rússlands. Um er að ræða alvarleg skemmdarverk á trúnaðarsambandi Íslendinga við stærstu þjóð Evrópu sem tekið hefur mannsaldra að byggja upp.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/06/10/russar_segja_ad_akvordun_islands_muni_kosta/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höfundur ókunnur

Hvaða nafnlausu aðilar eru á bakvið þessar færslur og aðrar álíka?

Ef að forsendur eru fyrir viðskiptum síðar meir, þá eru það alltaf hagur beggja. 

Í gamla daga þá var samið um vöruskipti og Lödur óku um götur landsins. Síld og kjöt fór út í staðinn. Þetta hentaði báðum.

Íslensk fyrirtæki tapa óhemju fjárhæðum á þessu ástandi. Skaginn 3x, naust marine, marel. Allir tapa. Það er ekkert við þessu að gera, því Rússar réðust á fullvalda þjóð. Ef þeim tekst að klára þetta verða aðrar fullvalda þjóðir næstar í röðinni. Allt saman vegna ógnar um kjarnorkustríð.

Það er ekkert sem hindrar endurupptöku og endurvakningu viðskipta. Það má hugssa um Færeyinga og öfunda þá vegna rússaviðskipta í dag, en kolmuninn er á þeirra miðum mestan part ársins og engar ástæður til að reikna með að það breytist.  Ekki í bráð amk.

Þannig að þetta er eðlilegt og þið getið tekið út feitletrunina ykkar. Það eru engar ástæður til að halda úti sendiráði þarna og þeir geta líka lokað sínu. Þetta er bara búið spil í bili. 

(Ef ég hef rangt fyrir mér megið þið benda á það. Við erum í NATO og síðasta sem fréttist þar á bæ voru mikil umsvif í Helguvíkurhöfn.).

bkv.

Höfundur ókunnur, 10.6.2023 kl. 21:34

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Óneitanlega fyndið þegar nafnleysingi kvartar undan vísun í nafnleysingja.

Ragnhildur Kolka, 11.6.2023 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband