Stóru misstök stjórnvalda,-að treysta á ESB

Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans var mjög gagnrýnin á stjórnvöld í útvegun bóluefna fyrir þjóðina í Víglínunni í gær og furðar sig á því að Ísland skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni, þegar það sé yfirlýst stefna hérlendra stjórnvalda að vera utan þess.Björn Rúnar benti á að Ísland ætti kost á að treysta á lyfjastofnanir Bandaríkjanna og Bretlands í mati á bóluefnunum.

Kári Stefánsson hefur einnig haft uppi svipaða gagnrýni. Þeir hafa báðir haldið því fram að íslensk stjórnvöld hefðu getað tekið forystu í undirbúningi bóluefnakaupa í júlí þegar ljóst var hvaða aðilar voru komnir með bóluefnið á annað þróunarstigið, þannig hefðum við getað tekið mikilvægt skref til að útvega og bólusetja alla þjóðina á skömmum tíma,-eins og Ísrael stefnir nú í klára á næstu tveimur mánuðum.

Í þessu máli er aumkunarvert að sjá hvernig Forsætis-og Heilbrigðisráðherra reyna að réttlæta það að Ísland hengi sig við ESB í þessu máli. Sami orðhengilshátturinn er notaður í þessu máli og þegar Ísland er viðhengi við ESB í loftlagsmálum, "mikilvægt að standa saman", "það styrkir Ísland að vera í samráði við löndin í kringum okkur" og annað í þeim dúr. Þau hafa meira að segja sagt að við gætum ekki gengið fram hjá Lyfjastofnun Evrópu,-enn og aftur skín EES samningurinn í gegn,-þó heilbrigðismál á Íslandi séu utan samningsins

Þessi tvö mál sýna svo ekki verðu um villst, að íslensk stjórnvöld, sama hvaða flokkar stjórna, hafa gefist upp á því að vera fulltrúar sjálfstæðrar þjóðar. Þau eru farin að tala eins og fulltrúar þjóða í miðstýrðu ESB.

Hvernig stendur á því? Er þetta minnimáttarkennd?

Þessi kynslóð núverandi stjórnmálamanna kemst ekki í fótspor forvera sinna hvað pólitískan stórhug varðar, sama í hvaða flokki þeir voru, - því miður.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað hefðum við, sem eigum ekkert inni hjá lyfjafyrirtækjunum, getað gert betri samning en ESB, sem styrkti lyfjafyrirtækin um milljónir evra og lánaði hundruð milljóna, enda við snillingar í samningagerð og allir æstir í að hundsa sína styrktaraðila, stórkaupendur, eigendur og leyfisveitendur til að afgreiða okkur fyrst.

Vagn (IP-tala skráð) 11.1.2021 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband