EES samningnum þarf að segja upp og breytast í Brexit samning.

Ef íslensk og norsk stjórnvöld ætla að sinna hagsmunum sínum gagnvart ESB þurfa þau að bregðast við nú þegar Bretar hafa náð góðum viðskiptasamningi án þess að þurfa að lúta lagavaldi Brussel á flestum sviðum.

Rifta verður EES samningnum, því hann er ekki lengur besti fríverslunarsamningurinn, jafnvel samningur ESB við Kanada er betri að þessu leyti.  

"Lögfræðingurinn og þingmaðurinn Marit Arnstad, fyrrum samgönguráðherra í ríkisstjórn Miðflokksins fyrr á áratugnum, segir að með samkomulaginu sjáist að hægt sé að viðhalda verslun við ESB á annan hátt en felst í EES samkomulaginu."

„Þeir fá aðgang að innri markaðnum og sameiginlegri verslun, sem er eftirsóknarvert, en þeir þurfa ekki að vera með í samræmdu reglugerðarumhverfi sem setur einstökum löndum þröngar skorður í eigin stefnumótun,“ sagði Arndstad. Heming Olaussen, sem stýrir EES nefnd Sósíalíska vinstriflokksins tók í sama streng, ásamt því að benda á þá niðurstöðu í samkomulaginu að Bretar losna undan valdi Evrópudómstólsins. Brexit samkomulagið „tryggir sjálfstjórn þjóða á betri hátt en EES samkomulagið gerir fyrir okkur,“ segir Olaussen að því er fram kemur í frétt Express í Bretlandi.

Samkomulag Breta við ESB betra en EES


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að hafa mjög undarlega sýn á viðskipti til að telja Breta hafa náð góðum viðskiptasamningi. 

Viðskiptasamningur sem kallar á landamæri milli landshluta, takmarkaðan aðgang að innri markaði ESB, aukið flækjustig, meiri pappírsvinnu, mikið eftirlit, minni útflutning, lægri þjóðartekjur og hærra vöruverð til almennings mundu fæstir telja góðan viðskiptasamning.

Hvort almenningur komi til með að njóta þess á einhvern hátt að stjórnvöld hafi öðlast meira sjálfstæði til lagasetninga á sviðum sem snerta ekki viðskiptasamninginn á eftir að koma í ljós. Sjálfstæði stjórnvalda á kostnað atvinnuveganna, öryggis borgaranna (aðgangs að gagnagrunnum ESB sem lögregla og landamæraeftirlit notuðu oft á dag) og ferða-, búsetu-, mennta- og atvinnufrelsis almennings.

"Velkominn til Brexit" sagði ESB tollarinn þegar hann gerði ólöglega Breska samloku upptæka af bílstjóra og sýndi í litlu að það frelsi sem almennir Bretar nutu er ekki lengur. En Boris hefur öðlast langþráð sjálfstæði og getur nú loksins sett lög sem heimila sölu á klórþvegnu kjúklingakjöti, nema á Norður Írlandi og hann þarf vegabréf til að heimsækja Gíbraltar.

Vagn (IP-tala skráð) 13.1.2021 kl. 20:13

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Auðvitað er Brexit betra fyrir Noreg en ef Bretland hefði gengið í EES því þá hefði Noregur ekki lengur verið stærsta EFTA ríkið í EES samstarfinu heldur Bretland.

Afstöðu norska Miðflokksins ber að skoða í því ljósi að um er að ræða norska innanlandspólitík til heimabrúks.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.1.2021 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband