Kolefniskerfi ESB - 1 Hluti.

ESB ætlar að leysa kolefnisvandann í álfunni með eftirfarandi hætti:

1. Láta markaðinn ráða minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði, flugi og raforkuframleiðslu. Hlutur þeirra er um 45% af heildarlosun sambandsins.

2. Að aðildarlöndin beri ábyrgð á minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum, hitun híbýla, sorpúrgangi og landbúnaði og öllu öðru í 55% heildarlosun sambandsins.

Allt magn sem iðnaður og rafmagnsframleiðsla losar, um 45% af CO2 í álfunni, verður markaðsvara. Kerfið er þannig byggt upp að magn gróðurhúsaloftegunda sem þessi geiri losar er umreiknaður í CO2 tonn og meðallosun allra ESB/EES landanna 2005 er sett sem heildarþak (kvóti) losunarheimilda.

Í upphafi kerfisins fengu fyrirtækin heimildirnar (sem var útblástur þeirra á viðmiðunarárunum á undan) endurgjaldlaust. Samhliða var sett á stofn viðskiptakerfi og uppboðsmarkaður ETS (Emission Trading System) 2005 fyrir losunarheimildir frá þessum geira, þar sem kaup og sala áttu/eiga sér stað.

Framkvæmdastjórn ESB stjórnar úthlutun heimilda. Frá árinu 2005 hefur síaukið magn verið selt/keypt á markaðnum. Stefnt er að því að fram til ársins 2030 fari sífellt stærri hluti heimilda á markað og 80% heimilda verði á uppboðsmarkaði 2030 (flug meðtalið).

ESB hyggst setja á stofn varasjóð heimilda, Stöðugleikavarasjóð ('MSR' (Market Stability Reserve)) til að stýra flæðinu inn á markaðinn. Áætlun ESB og EES er 40% minnkun losunar 2030 frá árinu 1990. Losunin á að nást með endurnýjanlegum orkugjöfum, orkuskiptum og betri nýtingu orkunnar (4OP).

Til að einfalda myndina, þá er framkvæmdin þessi:

1. Heimildirnar settar á markað og fyrirtæki kaupa það sem þau þurfa, framboð og eftirspurn ræður verðmyndun. Með stýringu ESB á framboði er ætlunin að mynda skortverð og hækka verðið frá því sem var að meðaltali rúmar 5 evrur/CO2tonn 2013-2016, á um 4% af heildarúthlutuðum heimildum.

2. Áætlað er að verð hækki í 10 og svo í 15 evrur/tonnið á næsta áratug með minni fríum úthlutunum. Þetta háa verð á að knýja fyrirtæki til að fjárfesta í vistvænni lausnum og þannig náist minnkunin (40%). Uppboðsféð sem fæst fyrir heimildir ESB rennur síðan til aðildarlandanna. Skýrar reglur eru um að það fé sé úthlutað sem fjarfestingastyrkir til minnkunar CO2.

Fyrirtækin þurfa því að kaup losunarheimildir til framleiðslu sinnar og auka fjárfestingar til sömu framleiðslu í framtíðinni. Þetta mun leiða til hækkunar á vörum, raforku, flutningum og fasteignakostnaði fyrir neytendur.

Þetta hefur þegar valdið „kolefnisleka“ í ESB. Kolefnisleki vísar til hugsanlegrar aukningar á losun um heim allan sem tengist flutningi iðnaðar, vegna kostnaðar við loftslagsstefnu ESB, til landa þar sem engin eða takmörkuð loftslagsstefna er til staðar. Um er að ræða bæði innflutning á heimildum frá löndum utan ESB í gegnum kerfi Kýótó samningsins, svo og að fyrirtæki munu velja að starfa utan ESB, séu takmarkanir of miklar. - „Það eru takmörk hversu langt er hægt að ganga í Evrópu ef restin af heiminum fylgir ekki," er sagt og áður en eitthvað gerist í Bandaríkjunum og þróunarlöndunum verður erfitt að gera Evrópska kerfið strangara og skilvirkara.-

Framkvæmdastjórnin hyggst mæta þessu með því að meta hvaða iðnaður (Kolefnislekalisti) fái, a.m.k. hluta heimilda sinna fríar, og eru því um leið að mismuna aðilum.

https://www.frjalstland.is/ets-vidskipakerfi-esb-med-losunarheimildir-grodurhusalofttegunda/

ALLT ÞETTA HEFUR ÍSLAND SAMÞYKKT AÐ GANGAST UNDIR EINS OG ÍSLAND SÉ FULLGILT AÐILDARRÍKI ESB. VÆNTANLEGA FELLUR ÞÁ CO2 TONNIÐ UNDIR FJÓRHELSIÐ AÐ MATI ESB, EN HEFUR ALÞINGI VERIÐ SPURT RÁÐA?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband