Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Úrsögn úr EES á dagskrá í Noregi

Á landsfundi samtaka málmiðnaðarmanna í Noregi sem eru fulltrúar um 150.000 félaga í samtökunum var tillaga að álykta um uppsögn EES felld naumlega. En tillaga um að segja sig úr ACER samþykkt.

Uppsögn EES samningsins er komin sterklega á dagskrá í Noregi.

https://neitileu.no/aktuelt/-intensiverer-eos-debatten

 


Kviksyndið í orkumálum

orkufyrirtaeki1165132.jpgÞegar fyrstu EES-orkupakkarnir riðu yfir var settur í gang mikill ruglingur í raforkumálum landsins með heimskulegum afsökunum eins og venjan er með ESB-tilskipanir. Það átti að koma af stað "virkri samkeppni á orkumarkaði" sem hafði um áratuga skeið virkað betur með almannafyrirtækjum en "samkeppnismarkaðir" hjá ESB. Öflugu íslensku orkufyrirtækin í almannaeigu (Landsvirkjun, RARIK, Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja) voru rifin í sundur og tætlurnar gerðar að mörgum óþörfum fyrirtækjum (s.s. Landsnet, Orkusalan, Orka náttúrunnar, Veitur, HS-veitur) og fjöldi óþarfra stjórnenda, skriffinna, stýrikerfa og reikningskerfa bættist á herðar neytenda. Niðurstaðan: Dýrt og flókið orkukerfi.

Nú er svo komið að ekkert ræðst við EES-reglukviksyndið og sandkassann með fyrirtækjum í samkeppnisleik. Neytendur blæða, iðnað landsins er farið að langa til að flytja úr landi. Til þess að koma einhverju skikki á raforkukerfið þarf að hreinsa upp óreiðuna, sameina Landsnet sinni móður, Landsvikjun, Orkusöluna RARIK og hinar tætlurnar sínum mæðrum svo hægt sé að bjóða íslenskum raforkukaupendum samkeppnishæft orkuverð og halda iðnaðinum í landinu.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/10/16/thorf_a_virkri_samkeppni/


Niðurrifið

grundartangi.jpgSveitastjórnir eru að vakna upp við að núverandi stjórnvöld landsins stefna að niðurrifi framleiðslunnar í landinu. Orkufyrirtæki þjóðarinnar, Landsvirkjun, er notað til þess að koma framleiðslufyrirtækjum í uppnám.

Framleiðsla iðnaðar, landbúnaðar, gróðurhúsa er í mótbyr. Margir að gefast upp. Eigendur iðjuversins í Straumsvík hafa reynt að losa sig við það. Akurnesingar eru að vakna upp við að reyna á að setja iðnaðinn á Grundartanga í strand.

Niðurrifið er hafið


Lærdómurinn af 3. orkupakkanum

1508328073_althingishusid_1354313.jpgRegluverk og yfirstjórn ESB á orkukerfi aðildarlanda er ætlað til þess að búa til Orkusamband ESB með miklum fjölda orkufyrirtækja í einkaeigu sem keppa um orkukaupendur á samtengdum "samkeppnismarkaði" meir en 400 milljóna manna. Það er óraunhæfur draumur eins og flestar "sameiningaraðgerðir" ESB og getur aldrei hentað Íslandi en hefur valdið hnignun í iðnaði ESB.

3. orkupakkinn sýndi landsmönnum að Alþingi getur ekki staðið vörð um hagsmuni Íslands. Þróun orkumála hérlendis er þegar farin að hreyfast í átt að samskonar neyðarástandi og hefur verið að skapast í orkumálum ESB. Orkukerfi Íslands var eitt af þeim bestu meðan Íslendingar stjórnuðu því sjálfir.

Það er engin lausn til á vandanum önnur en að Alþingi segi EES-samningnum upp og taki sér aftur óskert löggjafarvald og hreinsi til í laga- og reglugerðakviksyndinu frá ESB/EES.

Til varnar auðlindunum


Að vakna af draumnum um "kolefnishlutleysi"

clowns-699167_960_720.jpgAlskyns dreymnir iðjuleysingjar ("Extinction Rebellion") fara nú um götur og heimta "aðgerðir í loftslagsmálum", þeir halda að stjórnmálamenn geti stjórnað loftslagi. Og forsprakkar ESB reyna nú að fá aðildarlönd til að skuldbinda sig til að draga úr losun koltvísýrings og stefna að "loftslagshlutleysi" árið 2050.

En 10 af aðildarlöndum ESB vilja ekki samþykkja að draga úr losun eins og Brussel vill. Pólland hefur um skeið haldið því fram að löndin hafi ekki efni á "kolefnishlutleysi" 2050. Jafnvel Þjóðverjar og Frakkar, sem líta á sig sem "leiðtoga í loftslagsmálum", eru farnir að rumska.

En okkar stjórnmálmenn eru ekkert að vakna, þeir samþykkja allt frá Brussel, óheyrilegar fjárfúlgur í alskyns "loftslagsaðgerðir" þó vitað sé að þær breyti engu.

https://www.euractiv.com/section/climate-environment/news/eu-ministers-fudge-2030-climate-target-lines/


Aðeins tveir á móti EES

vector-concert-stage-illuminated-blue-lights-silhouettes-cheering-crowd-140504042.jpgFormaður nefndarinnar sem gerði skýrslu um EES-samninginn sagði: "Við töluðum við 147 manns við gerð þessarar skýrslu og aðeins tveir lýstu andstöðu við samninginn, annars vegar fulltrúi samtakanna Frjálst land og hins vegar fulltrúi Nei til EU í Noregi".

Fulltrúi Frjáls lands lagði fram við nefndina lista yfir helstu ágalla EES-samningsins.


Verjum þjóðareignirnar fyrir braskvæðingu ESB

windmillsrawfilm-ihmzqv3lleo-unsplash.jpgÞað stefnir í neyðarástand í orkumálum. Að óbreyttu munu fleiri og fleiri orkulindir og orkufyrirtæki verða í höndum "fjárfesta" í ESB/EES (íslenskir "fjárfestar" meðtaldir) sem mega eiga land og nýtingarréttindi orkulinda og orkufyrirtæki á Íslandi. ESB/EES-regluverkið braskvæðir orkukerfið. Verð á orku er þegar tekið að hækka úr hófi vegna áhrifa EES/ESB. Grundvallarfyrirtæki sem kaupa orku eru að gefast upp og atvinnuleysis-draugurinn er vaknaður. Eina færa leiðin er að bregðast við í tíma með öflugum neyðaraðgerðum. Alþingi getur ennþá sett lög þó þau stangist á við EES, tekið EES/ESB-lög úr sambandi (eins og neyðarlögin okt. 2008).

-Það þarf að þjóðnýta allar orkulindir yfir 1 megawatti sem ekki eru þegar í eigu ríkisins eða sveitarfélaganna; festa í lög almannaeign orkulinda, virkjana og orkumannvirkja.

-Það þarf að útvíkka bann við að útlendingar eigi land til að gilda líka fyrir aðila í EES (utan Íslands).

-Vindmylluútbreiðsluna þarf að stöðva í tíma

-Landsvirkjun þarf nýja eigendastefnu, erindisbréf frá ríkinu, um að framleiða orku á hagkvæmasta verði sem hægt er handa heimilum og fyrirtækjum í landinu. Önnur orkufyrirtæki þurfa samskonar erindisbréf.

-Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki verða að hætta að okra á viðskiptavinunum

-Landsvirkjun (eða önnur orkufyrirtæki) á ekki að eyða fé almanna-fyrirtækisins í gæluverkefni um sæstreng og vindmyllur

Málarekstri erindreka ESB, sem vænta má í kjölfar slíkra neyðaraðgerða, þarf að mæta af festu og vísun í stjórnarskrána. Endanleg lausn fæst ekki fyrr en EES-samningnum hefur verið sagt upp og Alþinig aftur fengið óskert löggjafarvald

Neyðaraðgerðir til varnar auðlindunum


Viðskiptaárás- Niðurgreiðslur ESB

BEINIR STYRKIR- Útflutningur matvæla frá ESB:

ESB reyndi að fela framleiðslustyrki í formi markaðs og fjárfestingarstyrkja, sem gerði það að verkum að niðurgreiðslur framleiðsluvara verða ekki eins sýnilegar í samkeppninni og áður.

Vefsíðan „farmsubsidy.org“ tók saman hvað 10 stærstu styrkþegar kerfisins fengu á nokkurra ára tímabili í formi beinna greiðslustyrkja, markaðs- og fjárfestingastyrkja fram til 2009:

Framleiðandi           Styrkir samtals     Tímabil

1 Friesland Holllandi  € 1,605,926,904   Frá 1997

2 Arla Foods Danmörk   € 951,731,484     Frá 2000

3 Tate & Lyle Bretland € 827,979,239     Frá 1999

4 Avebe Hollland       € 589.534,206     Frá 1997

5 Danisco Danmörk      € 484,863,255     Frá 2000

6 Hoogwegt Hollland    € 356,925,537     Frá 1997

7 Danish Crown Danmörk € 292,629,690     Frá 2000

8 Eridania Sadam Ítalíu€ 225,357,110     Frá 2002

9 Nestlé Bretland      € 196,777,997     Frá 1999

10 Saint L Sucre Frakkland € 196,464,108 Frá 2004

Þessir styrkir eru taldir vera um 35-60% af útflutningsverði varanna, sama gildir um allar aðrar landbúnaðarafurðir í ESB (Viskí líka).

Allt er reynt til að fela þessa styrki í gögnum ESB og þeir halda áfram, en nú hefur USA áttað sig á þessu, þó Ísland láti sveigja sig og beygja í innflutningi frá ESB.

Viðskiptaárás segja Danir


Kolefniskerfi ESB-II. hluti

Climet Action- Sameiginlegt átak ESB-landanna (Effort Sharing) :

Losunarmarkmið aðildarríkjanna.

Með lögunum um sameiginlega hlutdeild er gerð bindandi árleg markmið um losun CO2 fyrir aðildarríkin fyrir tímabilin 2013–2020 og 2021–2030. Þessi markmið varða losun frá flestum atvinnugreinum(utan ETS), þ.e. allra flutninga, bygginga, landbúnaðar og úrgangsvinnslu, þessi svið nema um 55 % af losun ESB.

Effort Sharing Regulation (EU) 2018/842, https://ec.europa.eu/energy/sites/ener/files/technical_note_on_the_euco3232_final_14062019.pdf

Löggjöfin um hlutdeild, er hluti af stefnumörkun og aðgerðum vegna loftslagsbreytingar og orku. Landsmarkmiðin munu sameiginlega skila minnkun um 10% af heildarlosun ESB frá þeim geirum sem fjallað er um til árisins 2020 og um 30% til ársins 2030, samanborið við 2005. Saman með 21% lækkun á losun sem fellur undir ETS fyrir árið 2020 og 43% til 2030 mun þetta gera ESB kleift að ná loftslagsmarkmiðum fyrir 2020 og 2030. https://ec.europa.eu/clima/policies/effort_en

Losunarminnkun árið 2020: 10% 

Losun landa ESB

Landsmarkmiðin eru byggð á hlutfallslegum auði aðildarríkjanna, mæld með vergri landsframleiðslu á mann. Fátækari löndin hafa minni markmið. Markmiðið til ársins 2020 eru frá 20% minnkun (frá 2005) fyrir ríkustu aðildarríkin í 20% heildaraukningu hjá þeim fátækustu. Króatía, sem gekk í ESB 1. júlí 2013, hefur leyfi til að auka losun um 11%.

Losunarlækkun árið 2030: -30%

Losun landa ESB 2

 

Reglugerðin um bindandi árlega skerðingu á losun aðildarríkjanna frá 2021 til 2030 (reglugerð um sameiginlega hlutdeild) sem samþykkt var árið 2018 er hluti af stefnu Orkusambandsins og framkvæmd ESB á Parísarsamkomulaginu. Það setur innlend markmið um að draga úr losun fyrir 2030 fyrir öll aðildarríkin, á bilinu 0% til -40% frá 2005.

Þörf á landsvísu.

Öfugt við atvinnugreinar innan ESB, sem eru skipulagðar á vettvangi ETS, eru aðildarríkin ábyrg fyrir landsstefnu og ráðstöfunum til að takmarka losun frá þeim geirum sem falla undir lög um sameiginlega hlutdeild. Dæmi um mögulega stefnu og ráðstafanir eru:

-Að draga úr flutningaþörf. 

-Að efla almenningssamgöngur og tilfærsla frá flutningum sem byggjast á jarðefnaeldsneyti. 

-Að endurbyggja byggingar skilvirkari hita- og kælikerfa, auka endurnýjanlega orku til hitunar og kælingar. 

- Loftslagsvænni búskaparhætti, umbreytingu búfjáráburðar í lífgas.

Ákvörðunar um hlutdeild. (Emission Shared Desicion) Ákvörðun um hlutdeild (ESD) setur markmið fyrir aðildarríkin á þeim sviðum hagkerfisins sem falla ekki undir viðskiptakerfi EST með losun. Til að tryggja að farið sé að þessum markmiðum á trúverðugan, stöðugan, gegnsæjan og tímabæran hátt, fer fram endurskoðun ESB á áætlun aðildarríkjanna ár hvert. Endurskoðunin er framkvæmd af endurskoðunarteymi tæknilegra sérfræðinga sem framkvæmdastjórnin hefur samið um og samræmd af skrifstofu Umhverfisstofnunar Evrópu.

Endanleg losun hvers aðildarríkis er háð samþykki ESB. Eftir birtingu þessarar ákvörðunar í Stjórnartíðindum hafa aðildarríkin fjóra mánuði til að beita sveigjanleika skv. 3. og 5. gr. ESD (lántöku eða kaupa úthlutanir / alþjóðleg verkefnainneign) til að tryggja árlega samræmi við markmið ESD.

https://ec.europa.eu/clima/policies/effort/framework_

Hins vegar, ef losun aðildarríkis á tilteknu ári fer yfir árleg takmörk, jafnvel þegar reiknað er með sveigjanleika, mun það sæta refsingu og verður að grípa til úrbóta skv. 7. gr. ESD: Aðildarríkið verður að ná fram því sem ekki náðist á tilteknu ári, á næsta ári á eftir margfaldað með stuðlinum 1,08 sem refsingu.

Aðildarríkið verður einnig að leggja fram áætlun til úrbóta fyrir framkvæmdastjórnina þar sem ítarlega er lýst áformum þeirra um að komast aftur á réttan kjöl til að ná markmiði sínu. Að auki mun aðildarríkið, sem ekki uppfyllir kröfur, missa tímabundið réttinn til að flytja allar úthlutanir til annarra aðildarríkja.

Reglugerð um Sameiginlegt átak (ESB) 2018/842, sem nær yfir árin 2021-30, nær einnig til refsingu um losun 2020. Til viðbótar við ákvæði ESD/ESR getur framkvæmdastjórnin hafið formlega málsmeðferð gegn broti gegn aðildarríkinu skv. 258. gr. Sáttmálans um starfssemi Evrópusambandsins. 

Allar tilskipanir og reglugerði um loftlagsmál ESB verður Alþingi að samþykkja þegjandi og hljóðalaust, þó vísað sé til aðildarríkjanna og stofnsáttmála sambandsins. Ósjálfstæði Alþingis og stjórnarskrábrot gagnvart löggjöf ESB verður að taka enda.


Græðgisvæðing Landsvirkjunar og niðurrifið

burfellsto_1354205.jpgMeð tilskipunum ESB um orkumál hafa orkufyrirtæki landsins verið klofin í minni og seljanlegri einingar, einkavæðing er stefna ESB og Ísland þarf að hlýða vegna EES. Í þeim tilgangi eru fyrirtæki í þjóðareign látin hækka orkuverð til að sýna væntanlegum fjárfestum hvað hægt er að græða. Nú er svo komið að atvinnufyrirtæki landsins eru hvert af öðru komin í vandræði vegna þess að verð á raforku er orðið allt of hátt. Það styttist í lokanir. EES-regluverkið og óstjórn íslenskra stjórnvalda eru að grafa framleiðslustarfseminni gröf.

"Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er milli fimm og sex milljarðar sem er litlu minna en allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks" (Vilhjálmur Birgisson, Fréttablaðinu 1.10.2019)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband