Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

EES er að eyðileggja gróðurhúsin

salat-3.jpgOrkan er að verða of dýr fyrir gróðurhúsin, markaðshlutdeild þeirra á grænmeti hefur rýrnað úr 75 í 50% á áratug, niðurgreidd og misjöfn matvæli frá ESB taka markaðinn. Meginástæðan er að EES-tilskipanirnar (s.s. orkupakkar 1,2,3) hafa leitt til að orkufyrirtækin hafa verið bituð í sundur í óhagkvæmari einingar og fyrirskipað að leggja áherslu á gæluverkefni eins og "samkeppnisrekstur", "kolefnisjöfnun", eða vindmylludrauma. Það hefur stóraukið kostnað, silkihúfum hefur fjölgað og óþarfa eyðsla aukist.

Orkufyrirtækin, sem flest eru í almannaeigu og eiga að heyra udnir yfirstjórn stjórnmálamanna, komast nú fram með að hækka orkuverð úr öllu hófi í nafni "markaðsvæðingar" EES. Það er ekki aðeins raforkan sem hækkar, verðið á heita vatninu er líka að stökkva í hæstu hæðir. Ef tilskipanakviksyndi ESB verður ekki hreinsað upp mun verða áframhaldandi alvarleg lífskjararýrnun hjá stórum hluta almennings af völdum EES-samningsins.

Íhugar að loka gróðurhúsinu í Lambhaga


Spillt landbúnaðarkerfi ESB afhjúpað einu sinni enn.

Þessi rannsókn New Your Times,"The Money Farmers: How Oligarchs and Populists Milk the E.U. for Millions" á landbúnaðarstyrkjum ESB sem mbl.is fjallar um í dag, kastar enn og aftur ljósi á spillingu sem hefur einkennt styrkjakerfi ESB í gegnum tíðina og um 60 % fjárlögum sambandsins á hverju ári.

Fóðra vasana á landbunadarstyrkjum ESB 

collapse-currency-market-investment-risks-f-58475808.jpg

Frjálst land hefur nokkrum sinnum fjallað um hluta þessa kerfis sem veitir matvælafyrirtækjum í ESB mikla útflutningsstyrki á sýklasýktum afurðum sínum m.a. til Íslands.

Íslenskir innflytjendur hafa fengið 3000 milljónir frá íslenska ríkinu í skaðabætur fyrir að geta ekki flutt inn sýklakjöt. ESA passar upp á hagsmuni ESB á Íslandi. 

Inn í þetta kerfi vilja ESB sinnar ganga til að njóta góðs af.

https://www.frjalstland.is/styrkjakerfi-landbunadar-i-esb/

https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/?offset=15

 

 

 


Ofbeldissamband við ESB?

Besta dæmið um undanlátsemi íslenskra stjórnvalda við ESB er ICESAVE málið. ESB studdi Breta og Hollendinga í kröfum sínum á íslenska ríkið um endurgreiðslu innlána á ICESAVE reikninga LÍ.

naughty-boy-reward-vector-stock_k17406214.jpgStjórnvöld reyndu í þrígang að koma samningum í gegn, þingið hafnaði einum og þjóðin tveimur (þriðji samningurinn var studdur ísköldu mati Sjálfstæðisflokksins).

Þá var málinu skotið til EFTA dómstólsins sem hverju öðru samningsbrotamáli EES samningsins.

Um hvað snérist málið?

Jú, tilskipun ESB um Tryggingarsjóð Innlánseigenda og Fjárfesta (TIF) sem innleidd var í innlend lög í gegnum EES samninginn, á þeim tíma voru hámarkstrygging um 10.000 Evrur á hverjum reikningi og skýrt tekið fram að engin ríkisábyrgð væri á innistæðum. ÞESS VEGNA GAT NIÐURSTAÐA EFTA DÓMSTÓLSINS EKKI VERIÐ ÖNNUR EN HÚN VARÐ,-Ríkið var ekki ábyrgt. Eftir þá niðurstöðu snéru ensku og hollensku TIF sjóðirnir sér að íslenska TIF sjóðnum sem gerði kröfu í þrotabú LÍ og allir innlánshafar í ICESAVE fengu sínar hámarksinnistæður.

3opHvað olli þeirri undanlátssemi, kannski hótanir ESB um uppsögn EES samninginn? Gerðist það sama í 3 OP málinu? Allar gagnrýnisraddir í þingflokkum stjórnarinnar þögnuðu skyndileg, Formaður Sjálfstæðisflokksins skipti um ársgamla skoðun og innanbúðarmenn í stjórnarflokkunum sögðust vera hræddir við refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra sagði að Ísland yrði að sækja um inngöngu í ESB ef við neituðum 3OP!- Hafði kötturinn hrætt mýsnar?

Er Ísland í ofbeldissambandi (svo notað sé orðasamband af öðrum vetfangi)við ESB. Þurfum við kannski að skilja við ESB eins og Bretar hafa gert? 

 


Villt þú borga fyrir rafbílana?

pollutionpexels-photo-221012.jpgNú er hægt að fá rafbíl, sem er mjög dýrt að framleiða, fyrir gott verð af því að þú borgar virðisaukaskattinn og vörugjaldið fyrir rafbílskaupandann. Hann fær líka orkuna á slikk meðan þú borgar meir en tvöfalt kostnaðarverð fyrir bensín eða díselolíu.

Þetta er vegna þess að við þurfum, vegna EES, að hlýða ESB og fara í "orkuskipti í samgöngum", barnslegt sefnumál frá ESB. Skriffinnar í Brussel kunna ekki eða vilja ekki reikna raunveruleg umhverfisáhrif, þeir vilja að rafbílar (ekki síst þeir sem framleiddir eru í ESB) séu umhverfisvænni en venjulegir bílar. Eigendur venjulegra bíla og skattgreiðendur borga brúsann

En þér er kannske alveg sama þó þú borgir undir rafbílana þó það geri umhverfi Jarðarinnar ekker gagn?

https://www.frjalstland.is/2019/10/29/rafbilavaedingin-vanhugsud/


Loftslagsóeirðir í Síle

santiago_oeir_ir1165965.jpgAlmenningur í Síle er búinn að uppgötva að honum er ætlað að borga fyrir "loftslagsmál" ríkisstjórnarinnar. Það sama uppgötvuðu mótmælendur (Gulu vestin) í París í sumar og komu af stað óeirðum vegna verðhækkana á orku.

Götubardagarnir í Santíagó í Síle eru vegna stórhækkana á fargjöldum í lestarkerfi borgarinnar. Í nafni "loftslagsmála" voru lestarnar látnar fara að nota orku frá vindmyllum og sólhlöðum sem er fokdýr og óörugg. Ástandið er vandræðalegt fyrir Sílestjórn sem átti að halda næstu "loftslagsráðstefnu" Sameinuðu þjóðanna nú í desember en hefur nú aflýst henni vegna reiði almennings.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/10/20/thrir_letust_i_eldsvoda_i_motmaelunum/


Loftlagsklúður Íslands

ESB hengdi loftlagsstefnu sína við orkustefnu sína og þar með á Ísland í gegnum EES samninginn. Með því þarf Ísland að uppfylla sömu markmið og ESB um losun CO2 fram til 2030.

Hallelújakórinn(m.a. Ráðherrar og Borgarstjóri m.a.)sem fór á Parísarráðstefnuna 2015 hefði því geta sparað nokkur kolefnisspor með því að sleppa fluginu þangað, því ESB ákvað stefnu Íslands þar.

Dæmalaust klúður stjórnvalda kemur m.a. fram í grein Einars Sveinbjörnssonar, Úlfakreppa Parísarsamkomulagsins,(skrá hér að neðan) í Morgunblaðinu í dag. 

Einar minnir á að ef Ísland nær ekki þessu markmiði ESB (sem er mjög líklegt), er ríkið (skattþegar) ábyrgt fyrir hundruð milljarða króna kostnaði vegna kaupa á losunarheimildum á uppboðsmarkaði ESB.

Ísland getur ekki haft sjálfstæða stefnu í loftlagsmálum, þó það vildi, vegna EES samningsins, þar ákveður ESB hvað Íslandi er fyrir bestu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Stelpurnar óöruggar

people-crowd-944714_1355068.jpgVirðulegar stofnanir hafa komist að því að Ísland er ekki eins öruggt fyrir konur og verið hefur lengi. Stelpurnar eru orðnar hræddari við að vera einar á ferli. Sumir sjálfskipaðir spekingar halda að ástæðan sé "samfélagsumræðan"! En breytingin á íslensku samfélagi sem hefur verið að vaxa fram er að ofbeldisglæpum og ekki síst nauðgunum hefur verið að fjölga. Ein ástæðan er að EES- og meðfylgjandi Schengensamningur hafa komið af stað stjórnlausum fólksinnflutningi þar sem leynast menn með vafasama eða óþekkta sögu, meðal annars frá svæðum þar sem ofbeldi gegn konum er landlægt. Erlendar konur eru góðir ferðamenn á Íslandi, þær fylgjast með ástandinu, það fer ekki framhjá þeim ef misjafnir menn eru á ferli hér.

https://www.frjalstland.is/2019/01/18/stjornlaus-folksfjolgun/#more-1169


50% hafa áhyggjur af 3OP,- villandi framsetning MMR

Skoðanakönnun MMR var birt í gær undir fyrirsögninni Litlar áhyggjur af þriðja orkupakkanum

Þessi staðhæfing MMR er ekki í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar sem sýnir að 50% hafa áhyggjur af innleiðingu 3 OP.

Spyrja má hvort MMR sé viljandi að setja fram og kynna könnunina á villandi hátt?

MMR skoðanakönnun


1.000 reglugerðir sem breyta engu.

Þegar skera á niður regluverkið í eftirlitsiðnaði hins opinbera þarf að fara saman niðurskurður í opinberum rekstri og lækkun kostnaðar hjá fyrirtækjum sem bera kostnað af óþarfa eftirliti. Ef einhver trúverðugleiki á að vera á þessum aðgerðum þarf að upplýsa um þá þætti.

businesswoman-paper-sheet-anywhere-buried-bureaucracy-concept-office-95952473_1353851.jpg

OECD setur Ísland ekki í neðsta sæti vegna úreldra reglugerða sem gleymdist að henda út þegar aðrar tóku gildi, heldur vegna gildandi kostnaðarmikils eftirlits hins opinbera á ESB gerðum.

Svo er að sjá að um tóma sýndarmennsku sé að ræða í fyrstu hjá ráðherrunum. Einungis er verið að taka til í úreldum reglugerðum sem gegna engu hlutverki í dag. Þetta er einungis til þess að fela að verið er að draga úr völdum Samheppnisstofnunar til góða fyrir stórfyrirtæku, svo þau geti orðið enn stærri, m. a. á orkusviði.Frumvarp til breytinga á samkeppnislögum  

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/10/21/morg_hundrud_hindranir_i_idnadi_og_ferdathjonustu/


ESB tilskipanir - íslenskar náttúruauðlindir skulu markaðssettar.

Fyrirskipun ESA


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband