Niðurrifið

grundartangi.jpgSveitastjórnir eru að vakna upp við að núverandi stjórnvöld landsins stefna að niðurrifi framleiðslunnar í landinu. Orkufyrirtæki þjóðarinnar, Landsvirkjun, er notað til þess að koma framleiðslufyrirtækjum í uppnám.

Framleiðsla iðnaðar, landbúnaðar, gróðurhúsa er í mótbyr. Margir að gefast upp. Eigendur iðjuversins í Straumsvík hafa reynt að losa sig við það. Akurnesingar eru að vakna upp við að reyna á að setja iðnaðinn á Grundartanga í strand.

Niðurrifið er hafið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já, þetta er alveg rétt.

Það eina sem nokkur vafi leikur á er nákvæm dagsetning á hvenær sú ákvörðun var tekin innan ESB að véla undir sig hina fámennu, en mikilvægu eyju í hliðinu að norðurslóðum með ófínum ráðum, fyrst ekki gekk að sannfæra þjóðina með gylliboðum, frekar en nágrana okkar í austri og vestri.

Ég veit auðvitað ekki hve margir íslenskir áhrifamenn hafa verið keyptir fyrir svona eina eða tvær milljónir dollara dreifða á öruggum stöðum, en þó þeir væru hundrað talsins, þá væri mútu upphæðin einungis á borð við rúman helming taps Flugleiða á fyrri hluta þessa árs.

Það hljóta að teljast góð kaup fyrir eyjuna Ísland!

Fyrsta beina atlagan var auðvitað þegar átti að láta þjóðina taka á sig ófærar fjárhagsskuldbindingar í kjölfar hruns einkabankanna með auðlyndir okkar að veði og í kjölfarið neyðast til að þiggja boð um afskriftir, ef við létum undan og gengjum í Evrópusambandið.

Þökk sé föðurlandsvininum Forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, þá var atlögunni hrundið, en nú er næsta atlagan hafin með tilheyrandi samþykkt orkupakka og augljósri stefnu á NIÐURRIF.

Jónatan Karlsson, 12.10.2019 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband