Kviksyndið í orkumálum

orkufyrirtaeki1165132.jpgÞegar fyrstu EES-orkupakkarnir riðu yfir var settur í gang mikill ruglingur í raforkumálum landsins með heimskulegum afsökunum eins og venjan er með ESB-tilskipanir. Það átti að koma af stað "virkri samkeppni á orkumarkaði" sem hafði um áratuga skeið virkað betur með almannafyrirtækjum en "samkeppnismarkaðir" hjá ESB. Öflugu íslensku orkufyrirtækin í almannaeigu (Landsvirkjun, RARIK, Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja) voru rifin í sundur og tætlurnar gerðar að mörgum óþörfum fyrirtækjum (s.s. Landsnet, Orkusalan, Orka náttúrunnar, Veitur, HS-veitur) og fjöldi óþarfra stjórnenda, skriffinna, stýrikerfa og reikningskerfa bættist á herðar neytenda. Niðurstaðan: Dýrt og flókið orkukerfi.

Nú er svo komið að ekkert ræðst við EES-reglukviksyndið og sandkassann með fyrirtækjum í samkeppnisleik. Neytendur blæða, iðnað landsins er farið að langa til að flytja úr landi. Til þess að koma einhverju skikki á raforkukerfið þarf að hreinsa upp óreiðuna, sameina Landsnet sinni móður, Landsvikjun, Orkusöluna RARIK og hinar tætlurnar sínum mæðrum svo hægt sé að bjóða íslenskum raforkukaupendum samkeppnishæft orkuverð og halda iðnaðinum í landinu.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/10/16/thorf_a_virkri_samkeppni/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband