Aðeins tveir á móti EES

vector-concert-stage-illuminated-blue-lights-silhouettes-cheering-crowd-140504042.jpgFormaður nefndarinnar sem gerði skýrslu um EES-samninginn sagði: "Við töluðum við 147 manns við gerð þessarar skýrslu og aðeins tveir lýstu andstöðu við samninginn, annars vegar fulltrúi samtakanna Frjálst land og hins vegar fulltrúi Nei til EU í Noregi".

Fulltrúi Frjáls lands lagði fram við nefndina lista yfir helstu ágalla EES-samningsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fyrir utan að 3ja manna nefndin var einhæft valin og meiri hlutinn fyrir fram fylgjandi EES-samningnum eða að ganga jafnvel enn lengra, þá starfaði nefndin ekki skv.skilmálum sínum og beiðni Alþingis (Ólafur Ísleifsson upplýsti um þetta) auk þess að nefndin valdi sína viðmælendur selektíft (gekk fram hjá t.d. próf. Ragnari Árnasyni sem telur hagrænt gildi EES hæpið/vafasamt, og Samtökum um rannsóknir á ESB og tengslum þess við Ísland. Þá eru viðhorf viðmælendanna ekki birt nákvæmlega og bara túlkuð eftir höfði nefndarinnar og þagað um andmæli, t.d. þau sem hljóta að hafa komið frá fulltrúa bændasamtakanna, Ernu Bjarnadóttur. Þannig stappar nærri að kalla megi þetta FALSSKÝRSLU hins hagsmunatengda Björns Bjarnasonar og félaga hans, og er hér alls ekki allt upp talið af göllum skýrslunnar.

Jón Valur Jensson, 7.10.2019 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband