Færsluflokkur: Bloggar

ESB löggjöf stjórnar íslensku samfélagi.

EES samningurinn tekur yfir næstum öll svið samfélags okkar. Upprunalega byggðist hann á samvinnu um hvað af tilskipunum ESB yrðu teknar upp í íslensk lög. Í dag er samvinnan horfin og ESB þvingar EFTA hvaða skuli tekið upp í EES samninginn.

Hér að neðan má sjá hvaða svið falla undir samningsins. Frá upphafi samningsins hafa verið teknar upp um 12.000 tilskipanir ESB í íslensk lög.

Þegar samningurinn var gerður var sett upp mikið nefndarkerfi, 35 nefnda sem átti að yfirfara allar tilskipanir og aðlaga þær aðstæðum og hagsmunum Íslands. Í dag eru þessar nefndir óþarfar, því ekki má breyta efni tilskipana ESB. Þýðingarstofa utanríkisráðuneytisins er í þýðingamesta hlutverkinu.

Fastanefndir EFTA-EES


Framtíð EES samningsins?

Með Lissabon-sáttmálanum, sem tók gildi 2009 - hafa völd Evrópuþingsins aukist á mörgum sviðum, meðal annars í sjávarútvegs-, samgöngu- og landbúnaðarmálum. Sáttmálinn hefur haft mikil áhrif á framkvæmd lagasetningar og ákvörðunartöku sambandsins - og ekki síður valdajafnvægið innan ESB. Þessi auknu áhrif og völd Evrópuþingsins hafa gert það að verkum að æ erfiðara og flóknara er fyrir Ísland að verja hagsmuni sína gagnvart ESB í EES samningnum og það kemur niður á hagsmunum Íslands.

Til að tryggja að hagsmunir Íslands verði ekki virtir að vettugi innan ESB í upptöku gerða í EES samninginn, þarf Ísland að stórauka mannafla í öllum ráðuneytum og stofnunum, þ.e. ríkisbáknið mun bólgna út eingöngu til að koma að gerðum á fyrri stigum og innleiða þær í lög og reglugerðir. Allt þetta ferli mun reynast tímafrekara, kostnaðarsamara og flóknara í allri framkvæmd en verið hefur. Í dag er áætlað að þessi kostnaður sé árlega yfir 80 milljarðar. bjarnijonsson.blog.is

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á síðasta Landsfundi sínum að gerð yrði úttekt á EES samningnum. Þar er ekki nægilegt að slík úttekt horfi einungis til fortíðar, heldur þarf að skoða þróun allra síðust ára og horfa til framtíðar með tilliti til þróun alþjóða viðskiptasamninga.

Þegar er ljóst að Bretland hverfur úr ESB, en Bretland hefur verið stærsti markaður fyrir fiskafurðir okkar til Evrópu, og um leið verður vægi EES samningsins minna. Nýlega var gerður viðskiptasamningur á milli Kanada og ESB og þar verða tollfríðindi sjávarafurða frá Kanada ekki síðri en Ísland hefur í dag inná EES. Ekki þurfa Kanadamenn að taka á sig lagabálka ESB vegna þess viðskiptasamnings.


Norðmenn setja nú allt sitt traust á Íslendinga

Íslendingar gætu forðað Norðmönnum frá að missa yfirstjórn norska orkukerfisins til Evrópusambandsins. Norska þingið keyrði yfir þjóðarviljann í síðustu viku og samþykkti valdaafsalið. En ef Íslendingar hafna valdaafsalinu þá gengur það heldur ekki í gildi í Noregi samkvæmt EES-samningnum sem báðar þjóðirnar eru aðilar að.

Hin öflugu norsku samtök, Nei til EU, benda nú á að Íslendingar geti bjargað bræðraþjóðinni frá ofríki ESB. Það sem vekur einna mesta athygli í Noregi er að tveir af þrem flokkum í ríkisstjórn Íslands hafa ályktað að hafna valdaafsali um orkukerfið til ESB. Það þykir bera vott um festu og kjark Íslendinga.

Norskir sjálfstæðissinnar horfa vongóðir til Íslands.


Viðskiptakerfi ESB fyrir orku - skrípaleikur á Íslandi.

Tilskipanir ESB um orkumál eru víðfeðmar og ná til framleiðslu,dreifingu og sölu. Til að leggja áherslu á framleiðslu rafmagns með endurnýjanlegum orkugjöfum skapaði ESB vettfang til viðskipta með slíka orku. Í því fellst að framleiðendur slíkrar grænnrar orku geta selt hana á markaði. Þessi tilskipun var tekin upp á Íslandi, en til þess þarf hún að vera skráð í kerfi ESB. Slík skráning fer í gegnum Landsnet Viðskipti með upprunaábyrgðir

Ætla mætti að slíkur markaður ætti lítið erindi fyrir orkufyrirtæki á Íslandi þar sem þau eru ekki tengd orkuneti ESB. En það er öðru nær,frá 2011 hafa íslenskir orkuframleiðendur SELT græna orku á PAPPÍR til ESB, en af því þetta er ekki raunveruleg orka þurfa þau að taka inn sama magn orku á PAPPÍR sem framleidd er með kjarnorku, kolum og olíu.

thX7Q5L1W5

Fáránleiki þessara viðskipta hefur leitt til þess að 75% af innlendri orku er seld sem græn orka til ESB á PAPPÍR og fá í staðinn orku framleidda með kjarnorku, kolum og olíu. Þetta sjá neytendur á rafmagnsreikningum sínum. Útflutningsfyrirtæki matvæla á Íslandi hafa verið í vandræðum vegna þessa máls, því í upprunavottorði afurða stendur með hverskonar orku varan sé framleidd.

Þetta sýnir okkur hvernig skrípaleikurinn með upprunavottorð ESB kemur niður á okkur sjálfum, en orkufyrirtækin fá smáaura fyrir.  


Varað við afskiptum af Íslandi

Hin geysiöflugu norsku samtök, Nei til EU, hafa varað norsk stjórnvöld við að setja stjórnmálalegan þrýsting á Ísland og Alþingi um að samþykkja yfirstjórn ESB á orkukerfinu. Norska þingið samþykkti það í gær um orkukerfi Noregs í andstöðu við þjóðarvilja, verkalýðsfélög og fylkisstjórnir.

Stortinget hefur sniðgengið þjóðina og stjórnarskrána


Norska þingið gafst upp fyrir ESB, Alþingi er eitt eftir

Formaður Sjálfstæðisflokksins stendur fast á ályktunum flokksins um að framselja ekki meira vald yfir orkumálum landsins. Aftur á móti gafst norska Stortinget upp í dag fyrir kröfum ESB.

Norska þingið gafst upp


Lög gegn lýðræði?

Nú ætlar Evrópusambandið að veita borgurum EES meiri "persónuvernd". Alþingi hlýðir og lögfestir "-ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins-" (Ísland á enga aðild að þessum ESB-stofnunum) (frumvarp um persónuverndarlög)

Stjórnvaldserindrekar EES hérlendis láta að því liggja að lögin séu m.a. til þess að forða því að atburðir eins og Brexit og kjör Trumps geti endurtekið sig. Það þýðir að ESB telur sig þess umkomið að setja lög gegn lýðræðinu. Að dæma af þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar hafa verið í löndum ESB, og sambandið hefur hunsað, gæti þetta verið ætlunin.

Nýju "persónuverndarlögin" er flókin og óhentug langloka sem verður landinu dýr.


Ályktun vekur athygli.

"Iðnaðar- og orkumál. Auður Íslendinga felst m.a. í þeirri orku sem býr í fallvötnum, jarðefnum, iðrum jarðar og sjávar. Íslensk orkufyrirtæki eru í dag leiðandi á sínu sviði og sú þekking sem Íslendingar hafa skapað á þessu sviði á umliðnum áratugum er orðin að mikilvægri og gjaldeyrisskapandi útflutningsvöru. Sjálfbær nýting auðlinda er og á að vera grundvallaratriði í öllum ákvörðunum. Skýra þarf eigendastefnu ríkisins í orkufyrirtækjum. Landsfundur stendur heilshugar á bak við hugmyndir um atvinnuuppbyggingu innanlands í tengslum við hagkvæma nýtingu orkuauðlinda. Íslensk útflutnings- og framleiðslufyrirtæki skulu njóta þess samkeppnisforskots sem felst í notkun á grænni íslenskri orku. Landsfundur leggst gegn því að græn upprunavottorð raforku séu seld úr landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins. Uppbygging á raforkuflutningskerfi landsins þarf að vera í takt við framleiðslu og eftirspurn eftir raforku með áherslu á dreifingu þriggja fasa rafmagns. Brýnt er að fara í frekari uppbyggingu flutningskerfisins, ekki síst til að bæta afhendingaröryggi raforku í einstökum landshlutum og auka um leið samkeppnishæfni þeirra. " Ályktun Atvinnumálanefndar http://xd.is/wp-content/uploads/2018/03/atvinnuveganefnd-lokaskjal.pdf

Acer abc

abcnyheter


ESB knýr á um að fá að stjórna orkuframleiðslu Íslendinga.

ACER, stjórnunar og eftirlitsstofnun ESB, gerði áætlun 2010 um framtíðarskipan orkukerfis Evrópu. Undir PAN-EUROPE orkukerfinu þeirra eru Ísland og Noregur undir svokölluðu "Region Nordic". Tilgangurinn er að fá meiri græna orku inn í evrópska orkukerfið.

ESB knýr á um að tilskipunin um ACER skuli innleidd á Íslandi svo orkuframleiðsla á Íslandi falli undir stjórn ACER. Framtíðarsýn ACER gerir ráð fyrir sæstreng frá Íslandi sem tengist inná orkukerfi Evrópu. Gert er ráð fyrir 2700 GWst. í gegnum þann streng(en Landsvirkjun gerir ráð fyrir 5700 GWst). Það þýðir að auka þarf orkuframleiðslu um 30% með nýjum virkjunum. 

ACER kerfið

 

Ef Alþingi samþykkir 3ju orkutilskipunina frá ESB um ACER (sem er væntanleg núna á vorþinginu), missir þjóðin vald á orkukerfinu og stórfelldar virkjana -og línuframkvæmdir (+30%)munu sjá dagsins ljós. Frelsi markaðsins, framboð og eftirspurn í Evrópu eftir grænni orku mun svo ráða og verð snarhækka, þar með munu fyrirtæki og almenningur hér á landi þurfa að greiða mun hærra orkuverð en nú er. Hafa stjórnmálamenn vald til að setja þessar ákvarðanir (og afleiðingar) í hendur erlendri stofnun og vill þjóðin það? 


Styrkjakerfi landbúnaðar í ESB (CAP)- Keppinautur innlendrar framleiðslu.

Regluverk framkvæmdastjórnar ESB um hið Sameinaða Markaðsskipulag (CMO) gerir ráð fyrir að efla fyrirkomulag markaðsstuðnings vegna offramleiðslu og útflutning. Inngrip með kaupum verður áfram til staðar á hveiti, korni, hrísgrjónum, nautaafurðum, smjöri, mjólkurdufti.

Til viðbótar þessum vörutegundum er langur listi afurða sem hægt er að veita geymslustyrki til. Það sem verra er,- kerfið viðheldur einnig möguleikanum á útflutningsstyrkjum á kornvörum, hrísgrjónum, sykri, mjólkurafurðum, nauta og kjúklingaafurðum og unnum vörum þessara afurða.

Í grein 133 í CMO segir “til að auðvelda útflutning sem byggir á magni (kvóta) og verðum á heimsmarkaði (…), getur mismunurinn á á magni og verðum innan sambandsins verða bættur með útflutningsstyrkjum“ orðalag eins og “veita ákveðna styrki og endurgreiðslu” þegar „ þegar þörf er á að koma í veg fyrir truflanir” á innri markaði, er algengur texti þar.

CAPspendingbysector

 Markaðsívilnanir, beingreiðslur og    útflutningsstyrkir eru mismiklir  eftir vörum í styrkjakerfinu. Mjólk  og nautgripa-afurðir njóta mest stuðnings, en kjúklinga og svínarækt njóta minni stuðnings, þeir geirar njóta engra beingreiðslna og lítilla geymslustyrkja, en njóta niðurgreidds fóðurs, (fóður er um 70% framleiðslukostnaðar), útflutnings- og fjárfestingastyrkja. Miklir fjárfestingarstyrkir hafa farið í endurnýjun á stórum verksmiðjubúum í þessum greinum.

Þessum ójöfnu aðstæðum gagnvart innlendri framleiðslu er ekki haldið á lofti. Íslenskir stjórnmálamenn tala gjarnan um að innlend framleiðsla verði að vera "samkeppnishæf"!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband