Norðmenn setja nú allt sitt traust á Íslendinga

Íslendingar gætu forðað Norðmönnum frá að missa yfirstjórn norska orkukerfisins til Evrópusambandsins. Norska þingið keyrði yfir þjóðarviljann í síðustu viku og samþykkti valdaafsalið. En ef Íslendingar hafna valdaafsalinu þá gengur það heldur ekki í gildi í Noregi samkvæmt EES-samningnum sem báðar þjóðirnar eru aðilar að.

Hin öflugu norsku samtök, Nei til EU, benda nú á að Íslendingar geti bjargað bræðraþjóðinni frá ofríki ESB. Það sem vekur einna mesta athygli í Noregi er að tveir af þrem flokkum í ríkisstjórn Íslands hafa ályktað að hafna valdaafsali um orkukerfið til ESB. Það þykir bera vott um festu og kjark Íslendinga.

Norskir sjálfstæðissinnar horfa vongóðir til Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÞAÐ væri  mál til komið að SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN  SYNDI FESTU OG ÖRUGGA STJÓRN FYRIR ÞJÓÐINA ALLA.

 

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.3.2018 kl. 19:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það erfiðasta í svona stórum málum er að ef ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki reifað þessi mál í stjórnarmyndunarviðræðunum,en hafi það dúkkað upp á yfirborðið þá trúi ég ekki öðru en þeir hafi sammælst um að hafna valdaafsali um orkukerfi til ESB. VG var þannig flokkur sem glögglega var  ljóst þegar Þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu í Isave-átökunum. Geri ráð fyrir að Miðflokkurinn sé sá sem alltaf má treysta à. "Sigmundur fremur enginn axarsköft til að greiða mönnum rauðan belg fyrir gráan. hann var eins og lamb þegar hann steig sín fyrstu spor inn á leikvöll "Landvættanna" reynslunni ríkari í dag sópar hann að sér fólki með hugsjón að gera Ísland aftur að besta landinu fyrir unga fólkið að búa í. 

Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2018 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband