ESB knýr á um að fá að stjórna orkuframleiðslu Íslendinga.

ACER, stjórnunar og eftirlitsstofnun ESB, gerði áætlun 2010 um framtíðarskipan orkukerfis Evrópu. Undir PAN-EUROPE orkukerfinu þeirra eru Ísland og Noregur undir svokölluðu "Region Nordic". Tilgangurinn er að fá meiri græna orku inn í evrópska orkukerfið.

ESB knýr á um að tilskipunin um ACER skuli innleidd á Íslandi svo orkuframleiðsla á Íslandi falli undir stjórn ACER. Framtíðarsýn ACER gerir ráð fyrir sæstreng frá Íslandi sem tengist inná orkukerfi Evrópu. Gert er ráð fyrir 2700 GWst. í gegnum þann streng(en Landsvirkjun gerir ráð fyrir 5700 GWst). Það þýðir að auka þarf orkuframleiðslu um 30% með nýjum virkjunum. 

ACER kerfið

 

Ef Alþingi samþykkir 3ju orkutilskipunina frá ESB um ACER (sem er væntanleg núna á vorþinginu), missir þjóðin vald á orkukerfinu og stórfelldar virkjana -og línuframkvæmdir (+30%)munu sjá dagsins ljós. Frelsi markaðsins, framboð og eftirspurn í Evrópu eftir grænni orku mun svo ráða og verð snarhækka, þar með munu fyrirtæki og almenningur hér á landi þurfa að greiða mun hærra orkuverð en nú er. Hafa stjórnmálamenn vald til að setja þessar ákvarðanir (og afleiðingar) í hendur erlendri stofnun og vill þjóðin það? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hver er afstaða þingmanna til málsins?

Ragnhildur Kolka, 15.3.2018 kl. 18:12

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

FÁVITAR EINIR MUNU GEFA ORKU FRÁ ISLANDI- TIL ÞESS AÐ AÐRIR GRÆÐI- VIÐ MUNUM SVO KAUPA HANA AF  ÖÐRUM ÞJÓÐUM.

 ERI ISLENsk stjórnvöld  Á AMFETAMINI  !!!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 15.3.2018 kl. 19:53

3 Smámynd: Merry

Bara ef það gefur landið verulega penning og það er enga hækkanir fyrir fólk sem búa hér.

Merry, 15.3.2018 kl. 20:27

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Kæmi ekki á óvart þó þessi tilskipun frá Brussel rynni í gegnum Alþingi eins og bráðið smjör. Þingheimur hefur lítið annað gert í allt of langan tíma, en að samþykkja og staðfesta nánast hvaða dauðans dellu sem vellur frá viðbjóðnum í Brussel. Svo furða amlóðarnir á Alþingi sig á því, hve lítil virðing er borin fyrir þeim! Svei þeim fyrir!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.3.2018 kl. 22:02

5 Smámynd: Örn Einar Hansen

Menn skulu nú ekki vera svo fljótir að dæma þetta sem neikvætt.  Ísland fékk 200 milna lögsögu um landið, og hefur farið en verr með ráð sitt, en ef Rússar, Þjóðverjar og Bretar hefðu haldið áfram að veiða upp að landsteinum.

Hlutlaus dreifing orku, er ekkert neikvætt.  Það sem Íslendingar þurfa að velja, er hvort þeir vilji áfram tilheyra Fasista-Evrópu, eða hvort þeir vilji tilheyra Ameríku, þar sem meira að segja asnar geta orðið forsetar. Persónulega hallast ég að Ameríku ... Angela Merkel, Theresa May ... Svíar, Norðmenn ... sömu gen flæða í æðum þessa fólks og nasistana.

Framtíð Evrópu, er að verða mið-austurlönd framtíðarinnar.

Örn Einar Hansen, 16.3.2018 kl. 06:18

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við tölum þó enn um þjòdir sem eru í óðaönn að renna saman í sambandsríki. Endilega að láta klessunua í austri vita að hér verða engar æðar opnar til að tappa af orku þessa lands. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2018 kl. 09:09

7 Smámynd: Merry

Ég hef skipt um skóðun - nei , ég vill ekki að við gerum neitt sem EU spyrja um. Það verð bara vopn fyrir þeim að nota á okkur.

Merry, 16.3.2018 kl. 14:09

8 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

EF landráðamenn selja orkuna- þá selja þeir lika LANDIÐ.

 VIÐ ÍSLENDINGAR værum þá betur komin undir stjórn Dana en fáráðar einir geti selt okkar afkomu sem er orka fiskur- sem þeir munu þá lika selja fiskimiðin---

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.3.2018 kl. 18:52

9 Smámynd: Bjarni Jónsson

Framsóknarflokkurinn hafnaði því um síðustu helgi að styðja, að Ísland gangi í Orkusamband ESB.  Nú er að sjá, hvað Sjálfstæðisflokkurinn gerir í þeim efnum um þessa helgi.  Leggist hann á sveif með Framsóknarflokkinum, trúi ég ekki öðru en VG muni álykta á sömu lund.  Mér sýnist reyndar nú þegar, að ekki geti orðið um stjórnarfrumvarp að ræða.  Þingið ætti að fá tækifæri til að beita neitunarvaldi sínu samkvæmt EES-samninginum.  

Bjarni Jónsson, 16.3.2018 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband