Færsluflokkur: Bloggar

Skriffinnskan bólgnar

Nú er tækifærið að hafa áhrif á ný persónuverndarlög! Drögin eru tilbúin og hægt að gera athugasemdir (samráðsgátt). Það er reyndar aldrei tekið tillit til athugasemda um tilskipanir ESB, þessi er númer 2016/679 og er sniðin að ESB-svæðinu en Alþingi mun stimpla hana og úr verða ný persónuverndarlög. Þau munu valda mikilli óþarfa skriffinnsku fyritækja og stofnana hér á eyjunni.

Dýrari skriffinnska


Niðurrífandi regluverk

Regluverk EES hefur þegar lagt eina atvinnugrein í rúst: Fjármálageirann. Nú er hann kominn langt í endurreisn en fjármálafyrirtækin eru ekki laus; þau eru komin aftur út í fen EES-tilskipana(Ógrynni af nýjum reglugerðum.

Næsta atvinnugrein sem spillist af EES-regluverki, og meðfylgjandi undirlægju við ESB, verður landbúnaðurinn. Og hluti lýðheilsunnar fylgir með (Spilað með heilsuna og atvinnuna).

Það styttist líka í að orkuverin fari undir yfirstjórn ESB (Tryggt að íslensk stjórnvöld hafi ekki völd). Með því fer uppbygging auðugs velsældarsamfélags á Íslandi í uppnám, stöðnun og síðan afturför, eins og í ESB-löndum, verður afleiðingin.


ESB tekur við stjórn orkukerfisins

ESB hefur nú sent tilskipanir um að orkukerfi EES-landa, þ.m.t. Íslands, skuli færast undir yfirstjórn sambandsins. Það er gert í nokkrum óáberandi skrefum: Fyrst með því að fá Alþingi til að samþykkja að taka reglusetningavald af ráðuneyti orkumála og færa það til Orkustofnunar. Næsta skref er að tryggja að Orkustofnun sé óháð Íslendingum en sett undir stjórn orkuskrifstofu ESB, ACER. Líka er í lögunum einkavæðing Landsnets sem mun síðan vinna að því að flytja raforku til ESB gegnum sæstreng sem á að byrja 2027. Lokaskrefið í að taka raforkukerfið undan Íslendingum er svo að láta Ísland samþykkja regluverk um ACER þar em tryggt er að Ísland, sem og Noregur, hafi engin völd.

Yfirstjórn orkukerfisins flutt til ESB


Norðmenn vilja úr EES

Kathrine Kleveland, formaður samtakanna Nei til EU, svaraði spurningum Frjáls lands á fundinum á Hótel Sögu um hvort samtökin vildu að Noregur segði EES-samningnum upp. Hún sagði að samtökin vilji fá þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. Andstaðan við hann er orðin víðtæk í Noregi. Eina lausnin á algeru valdaleysi Noregs og Íslands í EES væri augljós: Að segja EES-samningnum upp.

https://www.frjalstland.is/2018/03/02/sjalfstaedissinnar-fa-lidsstyrk-fra-noregi/


Niðurgreiðsla ESB á búvörum.

Íslenskir ESB vinir og heildsalar halda þeim falska áróðri mjög á lofti, að flytja þurfi meira inn af kjöti frá Evrópu til "að neytendur geti notið lægra verðs". En þeir sleppa því að upplýsa neytendur um að kjötið frá Evrópu er framleitt með mikilli sýklalyfjagjöf til að halda niðri sjúkdómum í skepnunum. Jafnframt sleppa þeir því að upplýsa neytendur um að sama kjöt er stórlega niðurgreitt af styrkjakerfi ESB.

Óháðar CAP-wordlerannsóknir sýna að útflutningsverð svína-, fugla- og nautgripakjöts er niðurgreitt um 33-45% sem hefur leitt til vandamála í búgreinum þeirra landa sem þeir selja þessar afurðir til. Á sama tíma neyðir ESB viðskiptalönd sín til að setja blátt bann við niðurgreiðslu búvara og setur á þau lágmarksverð sem kemur í veg fyrir að þau geti selt þær afurðir á lægra verði en evrópskir framleiðendur á innri markaði. 

Sjá meira. https://www.frjalstland.is/styrkjakerfi ESB.pdf

 


Fransk-þýsk einstaklingsvernd

Sama hvað það kostar, ESB-reglur skulu settar á Íslandi: "---2016 skrifuðu forsetar Evrópuþingsins og -ráðsins (les ESB-þingsins og ráðsins) undir nýja evrópska (les ESB) persónuverndarlöggjöf en löggjöfin mun taka gildi þann 25. maí 2018 í Evrópu (les ESB) ---talinn hluti af EES-samningnum---" (þetta má lesa á heimasíðu Persónuverndar, hugtökunum Evrópa og ESB er ruglað saman).

Íslensk stjórnvöld koma ekki nálægt þessari lagasmíð sem er fyrir 400 milljóna manna svæði með ólíkum þjóðum þar sem meðal annas þarf að kljást við stór glæpafélög og hryðjuverk.

Engin áætlun um kostnað skattgreiðenda og fyrirtækja liggur fyrir.

https://www.frjalstland.is/2018/01/15/dyrari-skriffinnska/


Evrópusambandið þarf að stjórna leigubílaakstrinum

Eftirlitsstofnunin með hlýðni Íslands við EES (ESA) hefur fyrirskipað hvers konar aðilar skuli keyra leigubíla uppi á Íslandi "---samgönguráðherra benti---á að starfshópur væri m.a. að skoða hvaða breytingar þurfi að gera til að regluverkið um leigubílamarkað standist EES-samninginn---".

Þingmennirnir Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason og Ari Trausti Guðmundsson slógu varnagla og lýstu yfir áhyggjum yfir að fyrirtæki sem uppfylltu ekki kröfur almennings tækju yfir markaðinn.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/02/19/vilja_aukid_frelsi_a_leigubilamarkadi/


Lýðræðið íupplausn

Það eru ekki mörg lönd sem eru með fullkomið lýðræði. Norðurlöndin telja margir vera helstu lýðræðislöndin. Hvenig það er fundið er nokkuð flókið en þýðir á endanum að við virðum lýðræðislegar ákvarðanir árekstralaust, jafnvel þó lýðræðiskerfi okkar útiloki marga.

https://en.wikipedia.org/wiki/Democracy_Indexhttps

En völd lýðræðisstofnana eru hægt en örugglega að leysast upp í auknu valdi embættismanna. Kerfisræðið vex, stofnaveldið stjórnar okkur meir.

https://www.frjalstland.is/2018/02/19/lydraedid-i-upplausn/


Fyrirskipaðar blekkingar

Íslensk fyrirtæki nota yfirleitt endurnýjanlega orku úr fallvötnum og jarðgufu. Nú er búið að gera þau að ómerkingum á pappírunum. Þegar þau eru beðin um að sanna mál sitt kemur í ljós að obbinn af raforkunni er úr kolum, olíu og jarðgasi! Það er að segja samkvæmt kerfi Evrópusambandsins á EES í bókhaldi Orkustofnunar.

https://www.frjalstland.is/2018/01/28/loggiltar-blekkingar-ees-um-orku/


EES-reglugerðir hrannast upp

Fyrstu 35 daga ársins setti stjórnarráðið 48 reglugerðir, 60% þeirra voru úr EES-tilskipunum. Í fyrra voru gefnar út 432 reglugerðir, 45% af þeim vegna valdsboða frá ESB vegna EES. Aðalstarf margra ráðuneyta er orðið að taka við EES-tilskipunum.

https://www.frjalstland.is/2018/02/11/ees-reglugerdir-hrannast-upp/


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband