Ályktun vekur athygli.

"Iðnaðar- og orkumál. Auður Íslendinga felst m.a. í þeirri orku sem býr í fallvötnum, jarðefnum, iðrum jarðar og sjávar. Íslensk orkufyrirtæki eru í dag leiðandi á sínu sviði og sú þekking sem Íslendingar hafa skapað á þessu sviði á umliðnum áratugum er orðin að mikilvægri og gjaldeyrisskapandi útflutningsvöru. Sjálfbær nýting auðlinda er og á að vera grundvallaratriði í öllum ákvörðunum. Skýra þarf eigendastefnu ríkisins í orkufyrirtækjum. Landsfundur stendur heilshugar á bak við hugmyndir um atvinnuuppbyggingu innanlands í tengslum við hagkvæma nýtingu orkuauðlinda. Íslensk útflutnings- og framleiðslufyrirtæki skulu njóta þess samkeppnisforskots sem felst í notkun á grænni íslenskri orku. Landsfundur leggst gegn því að græn upprunavottorð raforku séu seld úr landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins. Uppbygging á raforkuflutningskerfi landsins þarf að vera í takt við framleiðslu og eftirspurn eftir raforku með áherslu á dreifingu þriggja fasa rafmagns. Brýnt er að fara í frekari uppbyggingu flutningskerfisins, ekki síst til að bæta afhendingaröryggi raforku í einstökum landshlutum og auka um leið samkeppnishæfni þeirra. " Ályktun Atvinnumálanefndar http://xd.is/wp-content/uploads/2018/03/atvinnuveganefnd-lokaskjal.pdf

Acer abc

abcnyheter


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hefur komið flatt uppá ýmsa framleiðendur að sjá á orkureikningum að þeir séu að framleiða sína “hreinu” vöru með kolum eða jafnvel kjarnorku.  Hvað skyldi mikið af okkar grænu upprunavottuðu orku núþegar hafa verið seld úr landi?   

Ragnhildur Kolka, 20.3.2018 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband