Færsluflokkur: Bloggar
Tók Landsvirkjun ákvörðun um ICE-Link sæstrenginn?
24.4.2018 | 12:27
Spurningar hafa vaknað um hvernig ICE-LINK sæstrengurinn varð hluti af svokallaðri tíu ára Pan-Europe áætlun ENTSO-E (European Network of Transmission System Operators for Electricity)- Raforkudreifikerfi Evrópu. Þessi tíu ára áætlun (TYNDP) var sett saman 2012.
"Regulation (EC) 714/2009 (part of the so called 3rrd legislative Package) calls for the creation of the European Network of Transmission System Operators for Electricity (ENTSO-E)".
http://www.entsoe.eu/fileadmin/user_upload/_library/SDC/TYNDP/2012/3rd_parties_projects_guidance.pdf
Í þessari skýrslu er útlistuð skilyrði um hvað þurfi til að ríki utan ESB geti komist inn í Pan-Europe áætlunina, umsóknarferlinu er lýst og því varð að vera lokið og samþykkt fyrir árslok 2011. Þar koma fram tæknileg skilyrði, þ.e. tengingarinnar og að umsóknaraðili hafi til þess leyfi réttra yfirvalda í viðkomandi ríki.
Það er ljóst af þessu að það var að frumkvæði Íslands, þ.e. Landsvirkjunar, að sótt var um að komast inní áætlunina 2011. Tilkoma ICE-LINK sæstrengsins í Pan-Europe áætlunina er því vegna beiðni Íslands, en ekki ESB.
Var slík ákvörðun með heimild ráðherra, eða tóku embættismenn þá ákvörðun? Hvaða yfirvöld heimiluðu Landsvirkjun að sækja um tengingu við Pan-Europe? Það verður að upplýsa.
Framganga Landsvirkjunnar og iðnaðarráðuneytisins hefur frá þessum tíma verið sú að undirbúa jarðveginn fyrir ákvörðun um sæstrenginn. Allar áætlanir Landvirkjunar um virkjanir miðast við skilyrðin sem sett voru fram af ENTSO-E 2011 um flutningsgetu tengingarinnar (sæstrengsins). Frá árinu 2012 hefur verið fjallað um málið á hverjum aðalfundi Landsvirkjunnar, í fjölmörgum skýrslum sem ráðuneytisins hefur kostað og með heimsóknum erlendra fyrirmanna, allt kynnt vel og rækilega fyrir fjármálafyrirtækjum, - þannig hefur málinu verið haldið vakandi.
Þessi áætlun, var samtvinnuð stofnun ACER og 3.hluta orkutilskipunarinnar eins og fram kemur í tilvitnunni hér á undan. Það vissu ráðamenn á Íslandi og reyna núna að slá ryki í augu þings og þjóðar vegna andstöðunar sem komin er fram, - með áliti eins lögfræðings, fv. starfsmanns ESA, -þeirrar stofnunar sem á að fara með eftirlit og framkvæmd tilskipunarinnar (sem er stjórnarskrárbrot), fyrir hönd ACER.
https://www.eui.eu/Projects/THINK/Documents/ACERPositionENTSOECBA.pdf
EF Alþingi samþykkir þessa 3ju orkutilskipun, sem ráðherra iðnaðarmála reynir að telja almenningi trú um að hafi engin áhrif á framtíð orkumála á Íslandi,- þó texti tilskipunarinnar sé alveg skýr um að vald orkumála verði úr höndum ríkisvaldsins, og sett í hendur erlendra eftirlitsstofnanna og erlends dómsvalds, - munu starfsmenn iðnaðarráðuneytis, Landsvirkjunar og fjármálafyrirtækja hefja undirbúning af krafti að ákvarðanatöku um sæstreng til Evrópu, sem svo lengi hefur verið á borði þeirra.
-Þá munu þingmenn standa hjá og hafa engin áhrif á þær gífulegu fjárfestingar og orkuframkvæmdir sem munu fylgja þeirri framkvæmd, - verða leiksoppar óábyrgra embættismanna og markaðsafla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Persónuverndarlög frá stórabróður
16.4.2018 | 18:38
Alþingi þarf nú að stimpla EES-tilskipun um persónuverndarlög. Þau verða eitt dýpsta kviksyndið í tilskipanafeni EES.
Sveitarfélögin þurfa milljarð á ári til að uppfylla kvaðir tilskipunarinnar, þau geta ekki borgað, hafa nóg með sitt. Sjúkrahúsin og ríkisstofnanirnar þurfa fúlgur fjár og bankar og fyrirtæki velta kostnaðinum á viðskiptavinina. Málsmetandi aðilar hafa beðið um að þessi lög verði ekki sett, margir hafa lýst þau ónothæf, sumir vita ekki hvað þeir eiga til bragðs að taka "---stjórnvöld grípi til viðeigandi ráðstafana og auki fjárframlög til veitenda heilbrigðisþjónustu til að mæta þessum auknu og íþyngjandi kröfum---" (Eybjörg Hauksdóttir og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir í Morgunblaðinu 23.3.2018).
Samráðsgáttin hefur fengið úrbótatillögur um lögin. En það er tímaeyðsla að reyna að hafa áhrif á EES-tilskipanir, þær eru alltaf stimplaðar, "samráðið" er sýndarmennska. Stóribróðir, ESB, vill vernda okkur undirsátana hvern fyrir öðrum og stjórna hvernig upplýsingar séu notaðar og efla sitt vald og auka rétthugsun.
Það hefur enginn sagt hve stóra hrúgu af milljörðum "persónuverndarlög" ESB kosta landsmenn. Stóribróðir borgar aldrei. Enginn virðist verja okkar hagsmuni, Alþingi hefur ekki sagt okkur hvað lögin þurfa af skattfé. Skriffinnskuhyldýpi þessara ESB-laga verða skattgreiðendur að ausa sínu fé í að óþörfu, við gætum vel búið til lög hér heima í samræmi við okkar aðstæður.
Bloggar | Breytt 17.4.2018 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við fáum dýrt og lélegt bensín
8.4.2018 | 15:30
Það er ekki lengur hægt að fá hér gott 95 oktana bensín, það er allt útþynnt með orkuminni og varasamari vökvum. Maður skyldi halda að þá yrði það ódýrara og "umhverfisvænna". En það er nú eitthvað annað: Það verður dýrara og dregur ekki úr heildarlosun koltvísýrings en spillir umhverfi með einhæfri stórræktun "orkujurta".
Svo þarf skattborgarinn að borga með íblöndunarefnunum því þau eru svo dýr að bensínið yrði annars of dýrt. En þá skapast rými fyrir meiri skattlagningu sem smurt er á bensínið undir alls kyns yfirskini. En því miður virðist lítið af þessu fé skattgreiðenda og bíleigenda koma í holurnar í malbikinu. Semsé hringavitleysa og bruðl með fé landsmanna.
Bílarnir fara ekki eins langt á bensíninu og það getur valdið gangtruflunm og skemmt og tært bílana. Við erum samt neydd til að kaupa það af því að það stóð í einni EES-tilskipuninni og Alþingi lætur okkur alltaf hlýða þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Landsvirkjun, sæstrengur og ACER
4.4.2018 | 09:54
Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun hefur í nokkur ár lagt mikla vinnu í að undirbúa sæstrengstengingu til Evrópu. Sviðsmyndin er skýr hjá þeim. 1.200 MW í nýjum virkjunum þarf til. Vatnsföll, vindorku og jarðgufu á að virkja, ca. 400 MW hvert.
Hver eru rök Landssvirkjunar fyrir sæstreng:
"Tenging Íslands við annað land með sæstreng rýfur einangrun ........ við það eykst orkuöryggi landsins."
"Íslendingar fá tækifæri til að nýta orkuauðlindir sínar betur með aukinni hagkvæmni núverandi virkjana og með sölu á umframorku sem nú þegar er til staðar í raforkukerfinu."
"Samhliða lagningu sæstrengs eykst fjölbreytni framboðs raforku á Íslandi þar sem nýir raforkukostir bætast við sem annars stæðu líklega ekki til boða sökum óhagkvæmni (t.d. vindorka, lágvarmavirkjanir, bændavirkjanir)."
"Sveigjanleiki íslenska vatnsaflskerfisins gerir það að verkum að hægt yrði að flytja raforku til Íslands þegar framboð raforku er mikið í Evrópu (og um leið raforkuverð lág) sökum mikillar vinnslu vind- og sólarorku."
"Sveigjanleg raforka unnin úr vatnsafli yrði helsta útflutningsvara Íslands um sæstrenginn. Farið yrði í ýmsar umbætur á núverandi vatnsaflskerfi og vindmyllur og jarðvarmavirkjanir reistar til að losa um vatnsafl sem nú þegar er í notkun."
Það er umhugsunarvert hversu haldlitlum og mótsagnakenndum rökum Landsvirkjun beitir í þessu máli.
Fyrirtækið segir Íslendinga bæta nýtingu orkuauðlindir sínar betur og hagkvæmar, en gerir ENGU AÐ SÍÐUR ráð fyrir að virkja sem nemur allri flutningsgetu strengsins, 1.200MW.
Fyrirtækið segir að það tryggi orkuöryggi Íslands með tengingu við annað land, og þannig "hægt sé að vera án óhagkvæmra bændavirkjanna,vindorku og lávarmavirkjanna",-þar að auki sé hægt að fá raforku TIL Íslands frá hagkvæmum vindorku- og sólarvirkjunum í Evrópu á ódýru verði! En ENGU AÐ SÍÐUR ætlar Landsvirkjun að framleiða 400 MW með vindorku.
Það er ljóst að Landsvirkjun hefur gert ráð fyrir að III. orkutilskipun ESB verði að veruleika á Íslandi, því allar áætlanir og viðhorf eru í takt við áætlanir ACER með ICELINK. Landsvirkjun og fjármálageirinn bíða eftir að hægt sé að hefjast handa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Alþingi tekur aftur völdin?
3.4.2018 | 14:50
Traust á Alþingi er lítið. Enda von, það hefur ekki einsamalt löggjafarvaldið, Evrópusambandið hefur líka vald til að semja lög gegnum EES-samninginn. Það hefur haft í för með sér slæmar afleiðingar.
En nú hafa þrettán þingmenn lagt fram beiðni um að skoða kosti og galla EES-samningsins á hlutlægan hátt enda reynsla komin á hann og breytingar orðið í umhverfinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB löggjöf stjórnar íslensku samfélagi.
30.3.2018 | 12:50
EES samningurinn tekur yfir næstum öll svið samfélags okkar. Upprunalega byggðist hann á samvinnu um hvað af tilskipunum ESB yrðu teknar upp í íslensk lög. Í dag er samvinnan horfin og ESB þvingar EFTA hvaða skuli tekið upp í EES samninginn.
Hér að neðan má sjá hvaða svið falla undir samningsins. Frá upphafi samningsins hafa verið teknar upp um 12.000 tilskipanir ESB í íslensk lög.
Þegar samningurinn var gerður var sett upp mikið nefndarkerfi, 35 nefnda sem átti að yfirfara allar tilskipanir og aðlaga þær aðstæðum og hagsmunum Íslands. Í dag eru þessar nefndir óþarfar, því ekki má breyta efni tilskipana ESB. Þýðingarstofa utanríkisráðuneytisins er í þýðingamesta hlutverkinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Framtíð EES samningsins?
28.3.2018 | 17:44
Með Lissabon-sáttmálanum, sem tók gildi 2009 - hafa völd Evrópuþingsins aukist á mörgum sviðum, meðal annars í sjávarútvegs-, samgöngu- og landbúnaðarmálum. Sáttmálinn hefur haft mikil áhrif á framkvæmd lagasetningar og ákvörðunartöku sambandsins - og ekki síður valdajafnvægið innan ESB. Þessi auknu áhrif og völd Evrópuþingsins hafa gert það að verkum að æ erfiðara og flóknara er fyrir Ísland að verja hagsmuni sína gagnvart ESB í EES samningnum og það kemur niður á hagsmunum Íslands.
Til að tryggja að hagsmunir Íslands verði ekki virtir að vettugi innan ESB í upptöku gerða í EES samninginn, þarf Ísland að stórauka mannafla í öllum ráðuneytum og stofnunum, þ.e. ríkisbáknið mun bólgna út eingöngu til að koma að gerðum á fyrri stigum og innleiða þær í lög og reglugerðir. Allt þetta ferli mun reynast tímafrekara, kostnaðarsamara og flóknara í allri framkvæmd en verið hefur. Í dag er áætlað að þessi kostnaður sé árlega yfir 80 milljarðar. bjarnijonsson.blog.is
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á síðasta Landsfundi sínum að gerð yrði úttekt á EES samningnum. Þar er ekki nægilegt að slík úttekt horfi einungis til fortíðar, heldur þarf að skoða þróun allra síðust ára og horfa til framtíðar með tilliti til þróun alþjóða viðskiptasamninga.
Þegar er ljóst að Bretland hverfur úr ESB, en Bretland hefur verið stærsti markaður fyrir fiskafurðir okkar til Evrópu, og um leið verður vægi EES samningsins minna. Nýlega var gerður viðskiptasamningur á milli Kanada og ESB og þar verða tollfríðindi sjávarafurða frá Kanada ekki síðri en Ísland hefur í dag inná EES. Ekki þurfa Kanadamenn að taka á sig lagabálka ESB vegna þess viðskiptasamnings.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðmenn setja nú allt sitt traust á Íslendinga
26.3.2018 | 17:58
Íslendingar gætu forðað Norðmönnum frá að missa yfirstjórn norska orkukerfisins til Evrópusambandsins. Norska þingið keyrði yfir þjóðarviljann í síðustu viku og samþykkti valdaafsalið. En ef Íslendingar hafna valdaafsalinu þá gengur það heldur ekki í gildi í Noregi samkvæmt EES-samningnum sem báðar þjóðirnar eru aðilar að.
Hin öflugu norsku samtök, Nei til EU, benda nú á að Íslendingar geti bjargað bræðraþjóðinni frá ofríki ESB. Það sem vekur einna mesta athygli í Noregi er að tveir af þrem flokkum í ríkisstjórn Íslands hafa ályktað að hafna valdaafsali um orkukerfið til ESB. Það þykir bera vott um festu og kjark Íslendinga.
Norskir sjálfstæðissinnar horfa vongóðir til Íslands.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Viðskiptakerfi ESB fyrir orku - skrípaleikur á Íslandi.
23.3.2018 | 14:28
Tilskipanir ESB um orkumál eru víðfeðmar og ná til framleiðslu,dreifingu og sölu. Til að leggja áherslu á framleiðslu rafmagns með endurnýjanlegum orkugjöfum skapaði ESB vettfang til viðskipta með slíka orku. Í því fellst að framleiðendur slíkrar grænnrar orku geta selt hana á markaði. Þessi tilskipun var tekin upp á Íslandi, en til þess þarf hún að vera skráð í kerfi ESB. Slík skráning fer í gegnum Landsnet Viðskipti með upprunaábyrgðir.
Ætla mætti að slíkur markaður ætti lítið erindi fyrir orkufyrirtæki á Íslandi þar sem þau eru ekki tengd orkuneti ESB. En það er öðru nær,frá 2011 hafa íslenskir orkuframleiðendur SELT græna orku á PAPPÍR til ESB, en af því þetta er ekki raunveruleg orka þurfa þau að taka inn sama magn orku á PAPPÍR sem framleidd er með kjarnorku, kolum og olíu.
Fáránleiki þessara viðskipta hefur leitt til þess að 75% af innlendri orku er seld sem græn orka til ESB á PAPPÍR og fá í staðinn orku framleidda með kjarnorku, kolum og olíu. Þetta sjá neytendur á rafmagnsreikningum sínum. Útflutningsfyrirtæki matvæla á Íslandi hafa verið í vandræðum vegna þessa máls, því í upprunavottorði afurða stendur með hverskonar orku varan sé framleidd.
Þetta sýnir okkur hvernig skrípaleikurinn með upprunavottorð ESB kemur niður á okkur sjálfum, en orkufyrirtækin fá smáaura fyrir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Varað við afskiptum af Íslandi
23.3.2018 | 14:14
Hin geysiöflugu norsku samtök, Nei til EU, hafa varað norsk stjórnvöld við að setja stjórnmálalegan þrýsting á Ísland og Alþingi um að samþykkja yfirstjórn ESB á orkukerfinu. Norska þingið samþykkti það í gær um orkukerfi Noregs í andstöðu við þjóðarvilja, verkalýðsfélög og fylkisstjórnir.
Stortinget hefur sniðgengið þjóðina og stjórnarskrána
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)