Færsluflokkur: Bloggar
Skamm Íslendingar, óþekktarormar!
13.5.2018 | 20:17
Einhver ónauðsynlegasta stofnun sem Íslendingar hafa lent undir heitir ESA. Hún rekur erinda ESB og á að sjá til þess að við hlýðum EES-tilskipununum.
Uppbygging atvinnufyrirtækja í landinu hefur oft þurft atbeina hins almenna. Það er reyndar þannig að mörg helstu fyrirtæki landsins eru sett á fót m.a. með fé almennings, ríkisins eða sveitarfélaganna. Íslendingar sjálfir hafa stjórnað þessu. En nú hefur reglufargan EES teygt sig yfir nýsköpun líka og við búin að missa völd yfir atvinnuuppbyggingunni. Nokkur fyritæki sem fengu stofnstyrk eða aðstoð þurfa nú að endurgreiða hann að fyrirskipun ESA: Íslendingar verða að "...ganga úr skugga um að þau skilyrði sem sett eru í EES-samningnum séu uppfyllt og aðstoðin tilkynnt ESA og samþykki stofnunarinnar liggi fyrir" (Mbl 4.5.2018).
Skamm Íslendingar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
EVRÓPUDAGUR
9.5.2018 | 12:17
Áróður ESB sinna gengur gjarnan út á að eigna sér Evrópu með því að kalla sig Evrópusinna, rétt eins og ESB eignaði sér fána Evrópuráðsins, samtaka 47 ríkja í Evrópu sem stofnað var 1949, sem er alls óskylt hinu 27 ríkja ESB. https://is.wikipedia.org/wiki/Evrópuráðið
Andstaða við inngöngu í miðstýrt ESB er af þjóðernislegum toga, ríkja ( Noregs, Sviss og Íslands) sem vilja ráða sínum málefnum sjálf, vilja ekki falla undir risavaxið embættismannabákn ESB. Besta gagnrýnin á þróun sambandsins og kerfið er úrsögn Breta úr sambandinu. Gagnrýni á EES samninginn er af sama toga. Taumlaus undirgefni við vald ESB í upptöku tilskipanna sem hefur leitt til andlegar leti stjórnmálamanna, þegar grannt er skoðað eru kostir samningsins ekki innleiðing tilskipanna ESB í lög á Íslandi um ólíklegustu málefni, ekki tæknilegar hindranir í viðskiptum sem felast í mörgum þeirra, heldur eru það viðskiptakjör Íslands við sambandið sem skapa hluta af lífskjörum Íslendinga. Frelsi í viðskiptum milli landa er undirstaða framþróunar og viðskipti við sem flest lönd er undirstaða velferðar okkar Íslendinga, það vitum við af reynslunni.
Andstæðingar ESB og gagnrýnendur EES samningsins eru jafnmiklir Evrópuvinir og ESB sinnar, þeir vilja hinsvegar ekki láta ESB stjórna málum á Íslandi. Evrópa, meginland með öllum sínum ólíka menningararfi og þaðan sem Íslendingar eiga sinn uppruna, er ekki ESB, þó elskulegir kratar allra flokka reyni að steypa því í eitt. ESB sinnar hafa löngum haldið fram einfeldningslegum staðhæfingum um kosti þess að ganga í sambandið, allt í þeim tilgangi að blekkja fólk. Falskar staðhæfingar um að aðild að ESB og upptaka Evru muni stórbæta lífskjör Íslendinga, eru innihaldslaus loforð sem allir sem eitthvað hafa kynnt sér þessi mál vita.
Nýjasta innleggið í þá umræðu er grein formanns Samfylkingarinnar í Morgunblaðinu í dag. Eymdarkjör án Evrópusamstarfs . Allir þessir innihaldslausu frasar eru merki um vanþekkingu þeirra sem setja þá fram, því þeir telja að almenningur sé svo skyni skroppinn að hann trúi þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skattfé sólundað í Brussel
7.5.2018 | 20:35
Ísland hefur engin áhrif á tilskipanir eða valdsboð frá Brussel, við bara hlýðum.
En nú heldur utanríkisráðuneytið að við hefðum meiri áhrif ef við eyddum 200 milljónum í viðbót í "hagsmunagæslu" í Brussel(Mbl. 7.5.2018). ESB kvartar stöðugt yfir hvað við erum lengi að hlýða tilskipununum. Ástæðan fyrir því er auðvitað að okkar litla stjórnkerfi þarf að hlýða jafn miklu fargani og margfalt stærri þjóð eins og Norðmenn. Við ráðum með öðrum orðum ekki við tilskipanaflóðið en það koma um 1/2 þúsund tilskipanir árlega. Utanríkisráðuneytinu finnst það greinilega ekki mikið. En þegar orkumál, landbúnaður og sjávarútvegur verða líka komin undir ESB margfaldast tilskipanaflóðið en utanríkisráðuneytið vinnur nú að því að ná orkumálum og landbúnaði undir ESB.
Hagsmunagæsla sem einhverju máli mundi skipta núna væri að stöðva tilskipanaflóðið; markviss undirbúningur að uppsögn EES-samningsins áður en fleiri atvinnuvegir lenda undir ESB.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Atvinnurekstri sökkt dýpra í skriffinnsku
5.5.2018 | 18:41
Alþingi á að stimpla EES-tilskipun 2016/679 um "persónuvernd" í vor. Hún er óþörf en það er svo dýrt að fara eftir henni að ríki og bæir vita ekki hvernig þeir eiga að ná í milljarðana sem það kostar á ári. "...er afar umfangsmikil og mun hafa gríðarlega mikil áhrif á opinbera aðila sem og einkaaðila..." og "...frumvarpið...samrýmist illa kröfum réttarríkisins um lagasmíð og í raun er verið að gera flókið og margslungið réttarsvið enn flóknara og óskýrara en ella..." segir í umsögnum.
Atvinnureksturinn í landinu er þegar kominn djúpt í fen skriffinnskunnar og litlu og nýju fyrirtækin verða verst fyrir barðinu á henni. Og nú bætist flókið fargan um "persónuvernd" a la ESB á atvinnureksturinn. Það þýðir erfiðari rekstur, minni uppbygging, minni nýsköpun, hömlur á rannsóknir, fleiri gjaldþrot, færri atvinnutækifæri, aukning í atvinnuleysi og vanlíðan eins og í ESB.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB er að eyðileggja EES samninginn.
4.5.2018 | 14:33
ESB nennir ekki lengur að burðast með EES samninginn, - Þvinguð innlimun í ESB, - ætla Noregur og Ísland að láta ESB ganga yfir sig á skítugum skómum? Fyrir hvaða hagsmuni ætla löndin að láta af fullveldinu?
Norðmenn í sömu báráttunni.
https://neitileu.no/aktuelt/vett-1-2018-eos-setter-suvereniteten-i-spill
EES leikur sér að fullveldinu: Orkustofnun ACER, ERA Rail Agency, Fjármálaeftirlit ESB og önnur stjórnarskrárbrot.
EFTA-löndin (eins og Noregur) og ESB áttu að vera hvor sinn stólpinn á EES-svæðinu, en þróun EES-samningsins er nú undir miklum þrýstingi. ESB tilskipanir ganga nú gegn stjórnarskrám landanna. Lestu um ACER, ERA Rail Agency, Fjármálaeftirlit ESB og önnur stjórnarskrárbrot.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tók Landsvirkjun ákvörðun um ICE-Link sæstrenginn?
24.4.2018 | 12:27
Spurningar hafa vaknað um hvernig ICE-LINK sæstrengurinn varð hluti af svokallaðri tíu ára Pan-Europe áætlun ENTSO-E (European Network of Transmission System Operators for Electricity)- Raforkudreifikerfi Evrópu. Þessi tíu ára áætlun (TYNDP) var sett saman 2012.
"Regulation (EC) 714/2009 (part of the so called 3rrd legislative Package) calls for the creation of the European Network of Transmission System Operators for Electricity (ENTSO-E)".
http://www.entsoe.eu/fileadmin/user_upload/_library/SDC/TYNDP/2012/3rd_parties_projects_guidance.pdf
Í þessari skýrslu er útlistuð skilyrði um hvað þurfi til að ríki utan ESB geti komist inn í Pan-Europe áætlunina, umsóknarferlinu er lýst og því varð að vera lokið og samþykkt fyrir árslok 2011. Þar koma fram tæknileg skilyrði, þ.e. tengingarinnar og að umsóknaraðili hafi til þess leyfi réttra yfirvalda í viðkomandi ríki.
Það er ljóst af þessu að það var að frumkvæði Íslands, þ.e. Landsvirkjunar, að sótt var um að komast inní áætlunina 2011. Tilkoma ICE-LINK sæstrengsins í Pan-Europe áætlunina er því vegna beiðni Íslands, en ekki ESB.
Var slík ákvörðun með heimild ráðherra, eða tóku embættismenn þá ákvörðun? Hvaða yfirvöld heimiluðu Landsvirkjun að sækja um tengingu við Pan-Europe? Það verður að upplýsa.
Framganga Landsvirkjunnar og iðnaðarráðuneytisins hefur frá þessum tíma verið sú að undirbúa jarðveginn fyrir ákvörðun um sæstrenginn. Allar áætlanir Landvirkjunar um virkjanir miðast við skilyrðin sem sett voru fram af ENTSO-E 2011 um flutningsgetu tengingarinnar (sæstrengsins). Frá árinu 2012 hefur verið fjallað um málið á hverjum aðalfundi Landsvirkjunnar, í fjölmörgum skýrslum sem ráðuneytisins hefur kostað og með heimsóknum erlendra fyrirmanna, allt kynnt vel og rækilega fyrir fjármálafyrirtækjum, - þannig hefur málinu verið haldið vakandi.
Þessi áætlun, var samtvinnuð stofnun ACER og 3.hluta orkutilskipunarinnar eins og fram kemur í tilvitnunni hér á undan. Það vissu ráðamenn á Íslandi og reyna núna að slá ryki í augu þings og þjóðar vegna andstöðunar sem komin er fram, - með áliti eins lögfræðings, fv. starfsmanns ESA, -þeirrar stofnunar sem á að fara með eftirlit og framkvæmd tilskipunarinnar (sem er stjórnarskrárbrot), fyrir hönd ACER.
https://www.eui.eu/Projects/THINK/Documents/ACERPositionENTSOECBA.pdf
EF Alþingi samþykkir þessa 3ju orkutilskipun, sem ráðherra iðnaðarmála reynir að telja almenningi trú um að hafi engin áhrif á framtíð orkumála á Íslandi,- þó texti tilskipunarinnar sé alveg skýr um að vald orkumála verði úr höndum ríkisvaldsins, og sett í hendur erlendra eftirlitsstofnanna og erlends dómsvalds, - munu starfsmenn iðnaðarráðuneytis, Landsvirkjunar og fjármálafyrirtækja hefja undirbúning af krafti að ákvarðanatöku um sæstreng til Evrópu, sem svo lengi hefur verið á borði þeirra.
-Þá munu þingmenn standa hjá og hafa engin áhrif á þær gífulegu fjárfestingar og orkuframkvæmdir sem munu fylgja þeirri framkvæmd, - verða leiksoppar óábyrgra embættismanna og markaðsafla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Persónuverndarlög frá stórabróður
16.4.2018 | 18:38
Alþingi þarf nú að stimpla EES-tilskipun um persónuverndarlög. Þau verða eitt dýpsta kviksyndið í tilskipanafeni EES.
Sveitarfélögin þurfa milljarð á ári til að uppfylla kvaðir tilskipunarinnar, þau geta ekki borgað, hafa nóg með sitt. Sjúkrahúsin og ríkisstofnanirnar þurfa fúlgur fjár og bankar og fyrirtæki velta kostnaðinum á viðskiptavinina. Málsmetandi aðilar hafa beðið um að þessi lög verði ekki sett, margir hafa lýst þau ónothæf, sumir vita ekki hvað þeir eiga til bragðs að taka "---stjórnvöld grípi til viðeigandi ráðstafana og auki fjárframlög til veitenda heilbrigðisþjónustu til að mæta þessum auknu og íþyngjandi kröfum---" (Eybjörg Hauksdóttir og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir í Morgunblaðinu 23.3.2018).
Samráðsgáttin hefur fengið úrbótatillögur um lögin. En það er tímaeyðsla að reyna að hafa áhrif á EES-tilskipanir, þær eru alltaf stimplaðar, "samráðið" er sýndarmennska. Stóribróðir, ESB, vill vernda okkur undirsátana hvern fyrir öðrum og stjórna hvernig upplýsingar séu notaðar og efla sitt vald og auka rétthugsun.
Það hefur enginn sagt hve stóra hrúgu af milljörðum "persónuverndarlög" ESB kosta landsmenn. Stóribróðir borgar aldrei. Enginn virðist verja okkar hagsmuni, Alþingi hefur ekki sagt okkur hvað lögin þurfa af skattfé. Skriffinnskuhyldýpi þessara ESB-laga verða skattgreiðendur að ausa sínu fé í að óþörfu, við gætum vel búið til lög hér heima í samræmi við okkar aðstæður.
Bloggar | Breytt 17.4.2018 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við fáum dýrt og lélegt bensín
8.4.2018 | 15:30
Það er ekki lengur hægt að fá hér gott 95 oktana bensín, það er allt útþynnt með orkuminni og varasamari vökvum. Maður skyldi halda að þá yrði það ódýrara og "umhverfisvænna". En það er nú eitthvað annað: Það verður dýrara og dregur ekki úr heildarlosun koltvísýrings en spillir umhverfi með einhæfri stórræktun "orkujurta".
Svo þarf skattborgarinn að borga með íblöndunarefnunum því þau eru svo dýr að bensínið yrði annars of dýrt. En þá skapast rými fyrir meiri skattlagningu sem smurt er á bensínið undir alls kyns yfirskini. En því miður virðist lítið af þessu fé skattgreiðenda og bíleigenda koma í holurnar í malbikinu. Semsé hringavitleysa og bruðl með fé landsmanna.
Bílarnir fara ekki eins langt á bensíninu og það getur valdið gangtruflunm og skemmt og tært bílana. Við erum samt neydd til að kaupa það af því að það stóð í einni EES-tilskipuninni og Alþingi lætur okkur alltaf hlýða þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Landsvirkjun, sæstrengur og ACER
4.4.2018 | 09:54
Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun hefur í nokkur ár lagt mikla vinnu í að undirbúa sæstrengstengingu til Evrópu. Sviðsmyndin er skýr hjá þeim. 1.200 MW í nýjum virkjunum þarf til. Vatnsföll, vindorku og jarðgufu á að virkja, ca. 400 MW hvert.
Hver eru rök Landssvirkjunar fyrir sæstreng:
"Tenging Íslands við annað land með sæstreng rýfur einangrun ........ við það eykst orkuöryggi landsins."
"Íslendingar fá tækifæri til að nýta orkuauðlindir sínar betur með aukinni hagkvæmni núverandi virkjana og með sölu á umframorku sem nú þegar er til staðar í raforkukerfinu."
"Samhliða lagningu sæstrengs eykst fjölbreytni framboðs raforku á Íslandi þar sem nýir raforkukostir bætast við sem annars stæðu líklega ekki til boða sökum óhagkvæmni (t.d. vindorka, lágvarmavirkjanir, bændavirkjanir)."
"Sveigjanleiki íslenska vatnsaflskerfisins gerir það að verkum að hægt yrði að flytja raforku til Íslands þegar framboð raforku er mikið í Evrópu (og um leið raforkuverð lág) sökum mikillar vinnslu vind- og sólarorku."
"Sveigjanleg raforka unnin úr vatnsafli yrði helsta útflutningsvara Íslands um sæstrenginn. Farið yrði í ýmsar umbætur á núverandi vatnsaflskerfi og vindmyllur og jarðvarmavirkjanir reistar til að losa um vatnsafl sem nú þegar er í notkun."
Það er umhugsunarvert hversu haldlitlum og mótsagnakenndum rökum Landsvirkjun beitir í þessu máli.
Fyrirtækið segir Íslendinga bæta nýtingu orkuauðlindir sínar betur og hagkvæmar, en gerir ENGU AÐ SÍÐUR ráð fyrir að virkja sem nemur allri flutningsgetu strengsins, 1.200MW.
Fyrirtækið segir að það tryggi orkuöryggi Íslands með tengingu við annað land, og þannig "hægt sé að vera án óhagkvæmra bændavirkjanna,vindorku og lávarmavirkjanna",-þar að auki sé hægt að fá raforku TIL Íslands frá hagkvæmum vindorku- og sólarvirkjunum í Evrópu á ódýru verði! En ENGU AÐ SÍÐUR ætlar Landsvirkjun að framleiða 400 MW með vindorku.
Það er ljóst að Landsvirkjun hefur gert ráð fyrir að III. orkutilskipun ESB verði að veruleika á Íslandi, því allar áætlanir og viðhorf eru í takt við áætlanir ACER með ICELINK. Landsvirkjun og fjármálageirinn bíða eftir að hægt sé að hefjast handa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Alþingi tekur aftur völdin?
3.4.2018 | 14:50
Traust á Alþingi er lítið. Enda von, það hefur ekki einsamalt löggjafarvaldið, Evrópusambandið hefur líka vald til að semja lög gegnum EES-samninginn. Það hefur haft í för með sér slæmar afleiðingar.
En nú hafa þrettán þingmenn lagt fram beiðni um að skoða kosti og galla EES-samningsins á hlutlægan hátt enda reynsla komin á hann og breytingar orðið í umhverfinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)