Færsluflokkur: Bloggar
Er stjórnkerfið okkar að leysast upp?
20.6.2018 | 14:29
Við teljum okkur vera lýðræðisþjóð í sjálfstæðu og fullvalda lýðveldi með stjórnkerfi sem vinnur eftir landslögum og í okkar þágu. Nýleg verk löggjafarsamkundunnar og framkvæmdavaldsins benda til annars: Þessar æðstu valdastofnanir eru komnar út í erindrekstur fyrir erlent vald gegn skynsemi og okkar vilja. Það lítur út fyrir að verið sé að taka íslenska stjórnkerfið úr sambandi við lýðræðisgrunninn okkar og leysa það upp í valdsboðum frá fjarlægu stórveldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bretar vilja auka samstarf eftir Brexit
18.6.2018 | 12:13
Viðskipti og samvinna Íslands og Bretlands hafa löng tímabil í rás tímans verið meiri og mikilvægari en við aðrar þjóðir í Evrópu þó stundum hafi hlaupið snurða á þráðinn eins og gerist hjá nágrönnum. Þau hafa haft mikil áhrif hér og eru ein ástæða þess að Ísland varð eitt mesta velsældarsamfélag heims en Bretland hefur löngum verið í fararbroddi í menningu, tækni og efnahag.
Bretland er að yfirgefa Evrópusambandið og getur þá stundað frjáls viðskipti við umheiminn, sama geta Íslendingar þegar Ísland yfirgefur EES. https://www.frjalstland.is/2018/01/23/afnam-verslunarhafta/
"...við erum sammála um að vilja halda áfram viðskiptasambandi okkar... En einnig höfum við metnað til að fara lengra, til að nýta tækifærin... Á þessu ári ætlum við að samþykkja sameiginlega framtíðarsýn sem mun auka samstarf okkar á öllum sviðum. Ísland er svo sannarlega hluti af framtíð Bretlands..."
Michael Nevin, sendiherra Bretlands, í Morgunblaðinu 18.6.2018.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leggja til minni sæstreng.
15.6.2018 | 10:45
Viðskiptablað Morgunblaðsins skýrir frá því í gær og enn í dag er grein þar um að breskt fyrirtæki hafi kynnt hugmyndir sínar fyrir íslenskum stjórnvöldum um minni sæstreng en talað hefur verið um, þ.e. 600-700 MW í stað 1.000 MW.
Slík hugmynd og skýrsla sem tekur tíma að vinna, er ekki unnin án aðkomu og upplýsinga frá iðnaðarráðuneyti og Landsvirkjun. Ástæðan er einföld. Í fyrri áætlun um 1000 MW, var gert ráð fyrir nýjum virkjunum með vatnsföllum, jarðgufu og vindmyllum að einum þriðja hvert, Það þótti að margra mati of í lagt og hlaut mikla gagnrýni.
Nú bregður svo við að þessi áætlun er mun einfaldari og ódýrari en fyrri áætlun sem er ekki nema ársgömul, ekki þurfi nýjar virkjanir nema fyrir 250 MW, frá jarðvarma og "smávirkjunum". En hvaðan 450MW afl í áætlunni kemur, -"með því að auka við og nýta betur núverandi virkjanir,"- er ekki útskýrt.
Tilgangurinn er efalaust að draga úr gagnrýni á hugmyndina um sæstreng vegna virkjunarkrafna og óljósrar arðsemi.
Hugmyndin um sæstreng og Þriðju orkutilskipun ESB er nátengd eins og margoft hefur verið sýnt fram á. Í því ljósi fáum væntanlega fréttir um hve arðsöm þessi fjárfesting er, -þegar umræðan um þriðju orkutilskipun ESB kemur fram á Alþingi í haust. Í fréttinni í dag er einnig greint frá því að í síðasta mánuði hafi Umhverfisráðuneytið gefið út reglugerð um leyfi til lagningu sæstrengja til og frá Íslandi. Kerfið vinnur saman, hægt og bítandi að því að undirbúa komu sæstrengs og innleiðingu þriðju orkutilskipun ESB þrátt fyrir yfirlýsingar stærstu stjórnmálaflokkanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Breskir þingmenn hafna EES
14.6.2018 | 15:11
Þessi afstaða breska þingsins er eðlileg, því breskir kjósendur ákváðu að yfirgefa ESB, - ekki til að ganga ínní það um bakdyr og fá á sig alla miðstýringu ESB og þvingaða lagasetningu sem fylgir EES samningnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fullveldisafsal á fullveldisafmæli
11.6.2018 | 13:40
Það verða ósjálfstæðir undirsátar hins hrörnandi Evrópusambands sem halda upp á hundrað ára fullveldisafmælið ef fer fram sem horfir. Einmitt á þessu ári á að afsala til ESB meiri völdum yfir mikilvægum málaflokkum en samningur við það samaband, s.k. EES-samningur, leyfir.
Meðal annars á að loka landið inni í ofurflóknu skriffinnskukerfi ESB sem kallast "persónuverndarlög" og er um meðferð upplýsinga um einstaklinga í ESB. Þar er við að eiga hálfan milljarð manna, flest trúarbrögð og flestar manngerðir og alls kyns hryðjuverka- og glæpategundir.
Með lögunm fær ESB stjórnvald yfir landinu og borgurum þess sem engir erlendir valdsmenn hafa haft síðan 1918.
https://www.frjalstland.is/2018/05/17/ees-samningurinn-tharf-ad-fara-i-thjodaratkvaedi/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Persónuverndarfinngálkn ESB lent á Alþingi
30.5.2018 | 14:18
ESB hefur fyrirskipað að Alþingi samþykki persónuverndarlög ESB og þar með að ESB fái reglusetningavald og að íslensk stjórnvaldsstofnun og íslenskir dómstólar verði sett beint undir ESB:
Sérstök stofnun hérlendis, Persónuvernd, annast eftirlit með framkvæmd reglugerðar ESB nr. 2016/679, laga þessara og reglna sem settar verða samkvæmt þeim.
Evrópsk eftirlitsstofnun, Evrópska persónuverndarráðið, mun taka bindandi ákvarðanir gagnvart Persónuvernd. Fulltrúar Persónuverndar munu sitja í Evrópska persónuverndarráðinu án atkvæðisréttar.
Dómstóll ESB fær vald yfir íslenskum dómstólum:
Forúrskurður dómstóls ESB feli í sér bindandi niðurstöðu fyrir dómstól aðildarríkis EES.
(Ath. Evrópa þýðir ESB hér)
Það stendur semsé til að Alþingi afhendi ESB beint framkvæmdavald og dómsvald hérlendis.
https://www.frjalstland.is/2018/05/03/personuverndarlog-esb-gaetu-ordid-nytt-stjornarskrarbrot/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ísland fær línuna
28.5.2018 | 12:13
Evrópusambandið heimtar að persónuverndarlög ESB verði sett í lög hér án tafar "... called for its swift incorporation into the EEA-agreement".
Utanríkisráðherra Íslands þarf að mæta reglulega hjá ESB til að fá línuna um EES-samninginn, samkundan heitir EES-ráðið. Á síðasta fundi, 23.maí, sem Emil Karanikolov hagráðherra Búlgaríu stjórnaði, voru sömu áminningar og venjulega tuggðar: EES-löndin þurfa að flýta sér að hlýða EES-tilskipunum; vefa hagkerfin saman (undir stjórn ESB) o.s.frv. ESB bíður eftir að Ísland hlýði ákvæði EES um frjálst flæði fjármagns (svo fjármálafyrirtæki í ESB geti verið hér án afskipta landsmanna). Eins og menn muna var ein af ástæðum Hrunsins að Íslendingar misstu peningamálastjórnina úr höndum sér, vegna fjórfrelsisákvæðis EES, og vill ESB nú endurtekningu á því.
En okkar ráðherra fékk líka hrós fyrir að opna markað hér fyrir landbúnaðarvörur ESB.
Varasamar niðurgreiddar landbúnaðaravörur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Persónuverndarlög ESB áttu að skella á í gær
26.5.2018 | 13:20
ESB fyrirskipaði að eitt dýrasta skriffinnskufinngálkn sem við höfum lent undir með EES, persónuverndarlög, skyldu ganga í gildi í gær. Sambandið fær með lögunum stjórnvald yfir málafokknum og dómsvald til dómstóls ESB (kallaður Evrópudómstóllinn), sá hefur ekki haft vald hér en á að fá það nú á fullveldisárinu. Andstaðan gegn lögunum er víðtæk. Líka í Noregi, í norska þinginu greiddu stórir stjórnmálaflokkar atkvæði gegn tillögu norsku ríkisstjórnarinnar á þriðjudaginn var.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ESA eftirlitsstofnun EFTA finnur að Hæstaréttardómum á Íslandi.
15.5.2018 | 16:07
ESA hefur sent Utanríkisráðuneytinu formlegt kvörtunarbréf, í fyrsta lagi vegna þriggja dóma Hæstaréttar Íslands sem stofnunin telur að séu ekki réttir samkvæmt EES samningnum. Stofnunin telur lögin hafi ekki verið sett í samræmi við samninginn og gangi gegn "Protocol 35".
"The judgments thus gave rise to doubts about whether Icelands legislation was in accordance with the sole Article of Protocol 35 EEA"
ESA bætir við að þess séu mörg önnur dæmi að dómar Hæstaréttar sem gangi gegn ákvæðum EES samningsins.
"Furthermore, the Icelandic Supreme Court has handed down several judgments, which hold that in the event of a conflict between an EEA rule, implemented into Icelandic law, and another Icelandic provision"
Sem sagt, Eftirlitsstofnun EFTA,-ESA-, sem hefur Ísland undir eftirliti og er m.a. annars stýrt af íslenskum embættismönnum tekur Alþingi á hné sér og rasskellir fyrir að innleiðing tilskipanna ESB í íslensk lög sé ekki rétt í mörgum tilfellum.
Hér sjáum við í hnotskurn hvernig lagasetning á Íslandi er undir eftirliti varðhunda ESB og Alþingi er tuskað til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íslendingar hafna orkutilskipunum ESB
14.5.2018 | 10:33
Vilja vald yfir orkumálum áfram á Íslandi
"Tilefni könnunarinnar er umræða á undanförnum mánuðum um fyrirhugaða þátttöku Íslands í svonefndum þriðja orkupakka Evrópusambandsins og Orkustofnun sambandsins í gegnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna aðildar landsins að EES-samningnum. Samtals eru 80,5% andvíg því að færa vald yfir íslenskum orkumálum til evrópskra stofnana. Þar af 57,4% mjög andvíg og 23% frekar andvíg. Hins vegar eru 8,3% hlynnt því. Þar af eru 3,8% mjög hlynnt og 4,5% frekar hlynnt."
Það verður fróðlegt að sjá hvernig stjórnarflokkarnir munu fara með þessar tilskipanir ESB um stjórn orkumála sem þeir voru búnir að boða að yrðu lagðir fyrir Alþingi?
Miðað við umræðuna undanfarið og þessa skoðannakönnun væri hreinlegast að lagafrumvörpin yrðu lögð fram og felld á Alþingi til að takast á við viðbrögð ESB.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)