Fríverslunarsamtökin EFTA eru okkar samtök

Ísland, Sviss, Noregur og Liechtenstein  mynda fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, sem lifa enn góðu lífi þó að ESB hafi haldið hluta þeirra (Noregi, Íslandi og Liechtenstein) í gíslingu EES í 25 ár. EFTA vinnur stöðugt að fríverslunarsamningum og verða væntanlega einhverjir undirritaðir á ársfundinum í Skagafirði í dag. Framundan eru mikilvægir samningar við stóra markaði, Indland og Kanada m.a. Þegar EES-samningnum verður sagt upp, og verslunarhöft ESB þar með afnumin, verður EFTA aðgöngumiði Íslands að frjálsri verslun á stórum mörkuðum um víða veröld. EFTA á framtíðina fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

EFTA er bara eftirlitsstofnun svipað og dómstólar til að skera úr um ágreiningsefni sem að gætu komið upp og til þess að fylgjast með að þær þjóðir sem að eru í EES framfylgi þeim lögum sem að eru í þeim samningi

https://www.evropuvefur.is/svar.php?id=62508

Það er vætanlega tilgangslaust fyrir þjóðir að vera í EFTA nema að þær undirgangist líka  EES-samninginn.

Jón Þórhallsson, 25.6.2018 kl. 14:35

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað segja Svisslendingar?  Þeir eru enn í EFTA.  En ekki í EES og  með sinn eigin viðskiptasamning við ESB.

Kolbrún Hilmars, 25.6.2018 kl. 15:47

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Swiss er væntanlega undantekningin sem að sannar regluna.

Jón Þórhallsson, 25.6.2018 kl. 18:41

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón, "væntanlega" er ekki traustverkjandi orð, sem þú hefur nú notað í báðum innleggjum þínum.  Vonum bara að BREXIT gefi íslendingum kjark til þess að yfirgefa EES.  Hugsanlega mun okkur þá farnast betur hvað varðar reglugerðarfargan EES sem hentar ekki fámenninu hér á norðurhjara.

Kolbrún Hilmars, 26.6.2018 kl. 14:25

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

það væri fróðlegt að fá að vita skoðun FORSETA ÍSLANDS

á öllum þessum málum.

Jón Þórhallsson, 26.6.2018 kl. 15:57

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ósammála því. Forsetinn má hafa hvaða skoðun sem er - en komi til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið er eins gott að hann hafi ekki viðrað hana opinberlega.

Kolbrún Hilmars, 26.6.2018 kl. 16:15

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gef Kolbrúnu öll mín atkvæði. Jón þú fellur. Við viljum Brexit og úr EES. 

Valdimar Samúelsson, 27.6.2018 kl. 09:21

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég er hér ekki að taka afstöðu með EES

ég er hérna bara að benda á að EFTA og EES

eru samhangangandi viðfangsefni.

Ef að við myndum segja EES-samningunum upp

að þá hefðum við væntanlega ekkert að gera í EFTA.

Jón Þórhallsson, 27.6.2018 kl. 10:40

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég myndi óska að við værum ú hvorugu en einhverja hluta vegna eru Sviss menn í EFTA aðeins.

Valdimar Samúelsson, 27.6.2018 kl. 12:10

10 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta er allt saman útskýrt hérna í Wikipedia:

https://is.wikipedia.org/wiki/Evrópska_efnahagssvæðið

Jón Þórhallsson, 27.6.2018 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband