Landsvirkjun, sæstrengur og ACER

Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun hefur í nokkur ár lagt mikla vinnu í að undirbúa sæstrengstengingu til Evrópu. Sviðsmyndin er skýr hjá þeim. 1.200 MW í nýjum virkjunum þarf til. Vatnsföll, vindorku og jarðgufu á að virkja, ca. 400 MW hvert.

lvsaestrengir110416

Hver eru rök Landssvirkjunar fyrir sæstreng:

"Tenging Íslands við annað land með sæstreng rýfur einangrun ........ við það eykst orkuöryggi landsins."

"Íslendingar fá tækifæri til að nýta orkuauðlindir sínar betur með aukinni hagkvæmni núverandi virkjana og með sölu á umframorku sem nú þegar er til staðar í raforkukerfinu."

"Samhliða lagningu sæstrengs eykst fjölbreytni framboðs raforku á Íslandi þar sem nýir raforkukostir bætast við sem annars stæðu líklega ekki til boða sökum óhagkvæmni (t.d. vindorka, lágvarmavirkjanir, bændavirkjanir)."

"Sveigjanleiki íslenska vatnsaflskerfisins gerir það að verkum að hægt yrði að flytja raforku til Íslands þegar framboð raforku er mikið í Evrópu (og um leið raforkuverð lág) sökum mikillar vinnslu vind- og sólarorku."

"Sveigjanleg raforka unnin úr vatnsafli yrði helsta útflutningsvara Íslands um sæstrenginn. Farið yrði í ýmsar umbætur á núverandi vatnsaflskerfi og vindmyllur og jarðvarmavirkjanir reistar til að losa um vatnsafl sem nú þegar er í notkun."

Rök Landsvirkjunar

Það er umhugsunarvert hversu haldlitlum og mótsagnakenndum rökum Landsvirkjun beitir í þessu máli.

Fyrirtækið segir Íslendinga bæta nýtingu orkuauðlindir sínar betur og hagkvæmar, en gerir ENGU AÐ SÍÐUR ráð fyrir að virkja sem nemur allri flutningsgetu strengsins, 1.200MW.

Fyrirtækið segir að það tryggi orkuöryggi Íslands með tengingu við annað land, og þannig "hægt sé að vera án óhagkvæmra bændavirkjanna,vindorku og lávarmavirkjanna",-þar að auki sé hægt að fá raforku TIL Íslands frá hagkvæmum vindorku- og sólarvirkjunum í Evrópu á ódýru verði! En ENGU AÐ SÍÐUR ætlar Landsvirkjun að framleiða 400 MW með vindorku. 

Það er ljóst að Landsvirkjun hefur gert ráð fyrir að III. orkutilskipun ESB verði að veruleika á Íslandi, því allar áætlanir og viðhorf eru í takt við áætlanir ACER með ICELINK. Landsvirkjun og fjármálageirinn bíða eftir að hægt sé að hefjast handa. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Ég hef enga sérstaka þörf fyrir að raforkuverð til mín hækki amk. fimmfallt. Þannig að hugmyndin er ekkert sérstaklega heillandi.

Emil Þór Emilsson, 4.4.2018 kl. 14:05

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er gervi þarfir og eitt bull hjá landsvirkjun. Við höfum rafmagn fyrir okkur og gætum þessvegna framleitt meira sértaklega með heimarafstöðvum, Vindmillu dæmið er eitt mesta lygadæmi sem til er á þessari jörðu. Það er dýrasta rafmagn ásamt jarðvarða eða gufuafls virkjun en þessar tvær eru dýrust að allri raforku framleiðslu. Svindl með tölur er mögulegt eins og í dag er 70% af rafmagni okkar selt erlendis án Rafmagns streng til Evrópu já eða hvert sem er.lygar og svindl hefir fylgt rafmagnsframleiðslu í tugi ára og verður áfram þar til stjórnvöld vakna og vinna með fólkinu. 

Valdimar Samúelsson, 4.4.2018 kl. 15:21

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki er minnst einu orði á þær risaháspennulínur, svo sem frá Hornafirði um sandana og víðerni Vestur-Skaftafellssýslu fyrir þessa sæstrengshugmynd. Ekki heldur á áhrif þess, að mesta eftirspurnin eftir íslenskri orku verður á veturna, þegar minnst er í íslensku miðlunarlónunum. 

Ómar Ragnarsson, 5.4.2018 kl. 00:36

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Getur einhver útskýrt það, fyrir bjána eins og mér, hvenær hugsanlega gæti orðið þörf á raforku frá Evrópu, til íslands? Hvaða hugsanlegu hörmungar gætu leitt til þess? Í höfuðstöðvum Landsvirkjunar er verið að brugga launráð og hefur svo greinilega verið um alllangt skeið. Er ekki kominn tími til að hreinsa ærlega til í því fyrirtæki OKKAR?

 Göðar atundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 5.4.2018 kl. 01:38

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar svo eru rafmagnsbílarnir eftir í þessu dæmi nema þeir ætli að nota sólarorku Halldór auðvita koma þeir með lygadæmi varðandi orkuþörf okkar. Kannski hleðslu á bílum meðan verið er að fylla lónin.

Valdimar Samúelsson, 5.4.2018 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband