Samtíðarverur í kuldanum

LebotullierÞrösturpexels-photo-929386Lífverurnar sem deila með okkur Jörðinni hafa frá Skaparans hendi sama rétt til að lifa og við samtíðarmenn þeirra.

Við höfum tilhneigingu til þess að hrifsa allt sem við girnumst en okkar samtíðarverur í dýraríkinu þurfa oft að berjast hart fyrir sínu lífi. Ekki síst fuglarnir, versnandi kuldavetur verða þeim erfiðari en þeir reyna margir að draga fram lífið hér í staðinn fyrir að fara til Skotlands. Í frosthörkum, snjó og klaka deyja margir úr kulda og hungri.

Það er til gott og hugulsamt fólk sem gefur fuglunum og reynir að vernda þá. Það er mikil ánægja af því og börnin njóta þess og læra að skilja dýrin. Fuglarnir þiggja molana sem af borðum okkar detta, venjulegu matarafgangana þó sumt sé betra en annað fyrir þá, ýmsar leiðbeiningar eru til frá fuglavinum um hvað er best. Brauðafgangar og korn hverfa fljótt í bæði smáfugla og stærri og krummi étur ýmisslegt og er hrifinn af eplum. Fuglarnir eru ekki mikið öðruvísi verur en við, þeir borða meira að segja sama mat og við. Og syngja, kvaka og krunka!

Við getum minnkað matarsóun og gefið fuglunum.

https://m.facebook.com/groups/2702405353225254/posts/3038093812989738/

https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2023/01/18/fuglar_frjosa_fastir_i_frostatidinni/

https://fuglavernd.is/tegundavernd/gardfuglar/fodrun-gardfugla/?cn-reloaded=1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband