Samtenging við "einangruðu löndin"

Ráðherrar halda því fram að 3 orkupakkinn skapi enga hættu meðan við erum ekki tengd orkukerfi Evrópu með sæstreng og að það sé á okkar valdi að heimila slíka tengingu. Með því viðurkenna þeir að innihald tilskipunarinnar fjalli um samtengingu orkukerfa yfir landamæri. 72 

Kjarni 3ja orkupakkans kemur fram í 4.5. og 6 inngangsliðum TILSKIPUNAR EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS2009/72/EB frá 13. júlí 2009 um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku og um niðurfellingu tilskipunar 2003/54/EB ,(Samþykkt í EES nefndinni 18.maí 2017,- í tíð Guðlaugs Þórs ),er grunnurinn að öðrum gerðum sem útfæra regluverkið.

4. Þó eru sem stendur hömlur á raforkusölu á jafnréttisgrundvelli og án mismununar eða óhagræðis í Bandalaginu. Einkum er ekki enn fyrir hendi netaðgangur án mismununar og jafnskilvirkt opinbert eftirlit í hverju aðildarríki fyrir sig.

5) Örugg afhending raforku hefur afgerandi þýðingu fyrir þróun evrópsks samfélags, að koma á fót sjálfbærri loftslagsbreytingastefnu og stuðla að samkeppnishæfni innan innri markaðarins. Í því skyni skal þróa samtengingar yfir landamæri frekar, til þess að tryggja framboð allra orkugjafa á sem samkeppnishæfustu verði til neytenda og iðnaðar innan Bandalagsins.

6) Vel starfhæfur innri raforkumarkaður skal veita framleiðendum viðeigandi hvatningu til fjárfestingar í nýrri orkuframleiðslu, þ.m.t. rafmagni frá endurnýjanlegum orkugjöfum, með sérstaka áherslu á einangruðustu löndin og svæðin á orkumarkaði Bandalagsins. Vel starfhæfur markaður skal einnig tryggja neytendum nægilegar ráðstafanir til að stuðla að skilvirkari orkunotkun, og forsenda þess er örugg orkuafhending.

Í þessu fellst hvati til að þróa samtengingar yfir landamæri og fjárfestinga í endurnýjanlegum orkugjöfum, sérstaklega við "einangruðu löndin". Erfitt er að sjá að Ísland falli ekki undir þessi markmið, ef innleiðingu pakkans verður samþykkt á Alþingi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svo er annað sem ég vildi nefna.  Nú eru menn farnir að tala um að ef orkupakki þrjú verði ekki samþykktur, setji það EES samningnum í uppnám.  VÆRI ÞAÐ EINHVER SKAÐI?  Þannig er að TILSKIPANIR ESB ERU ALLTAF AР TEYGJA SIG LENGRA OG LENGRA INN Í SJÁLFSTÆÐI LANDSINS OG HALDI SVONA ÁFRAM VERÐUM VIÐ KOMIN BAKDYRAMEGIN INN Í ESB, ÁÐUR EN VIÐ VITUM AF.  Svo er annað sem þarf að hafa í huga.  Þessi "stóri markaður" sem ESB er, er um 500 milljónir manna svo í mars á næsta ári, þegar Bretar ganga út, MINNKAR þessi markaður um 64 milljónir, verður um 436 milljónir.  Jörðin telur um 7 og hálfan milljarð.  ÞANNIG AÐ ESB ER EKKI NEMA TÆP 6% AF HEILDARMARKAÐNUM.  VÆRI EKKI NÆR FYRIR OKKUR AÐ EINBEITA OKKUR AÐ 94% MARKAÐNUM, SEM ÞAR AÐ AUKI KOSTAR OKKUR EKKI SJÁLFSTÆÐIÐ EINS OG 6% MARKAÐURINN.  Nú get ég ekki betur séð en að komið sé að ögurstundu fyrir okkur Íslendinga, VIÐ EIGUM AÐ SEGJA EES SAMNINGNUM UPP ÁÐUR EN AF HONUM HLÝST MEIRA TJÓN FYRIR LAND OG ÞJÓÐ OG SVO BER AÐ REKA ÞENNAN SENDIHERRA ESB ÚR LANDI, ÞVÍ AÐ HANN HEFUR EKKERT LEYFI TIL AÐ SKIPTA SÉR AF INNANRÍKISMÁLUM LANDSINS......

Jóhann Elíasson, 15.11.2018 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband