Þriðja orkutilskipunin á íslensku

Í maí 2017 voru samþykktar í sameiginlegu EES nefndinni, breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn og að taka upp nýjar tilskipanir á orkusviði.

Verulegar breytingar eru gerðar á á orkuviðaukanum í EES samningnum. Þar er ESA, falið eftirlitshlutverkið fyrir ACER og getur kært íslenska lögaðila og allur ágreiningur fellur undir EFTA/ESB dómstólinn í stað íslenskra dómstóla.(Þetta er að flestra mati stjórnarskrárbrot) 

vett suverenitet forside norskloeve breddetilpasset

Hér að neðan eru þær tilskipanir á íslensku, sem tilheyra þessum "3ja orkupakka ESB".

Það má öllum vera ljóst, að þessar tilskipanir hanga allar saman í framkvæmd, tilgangur "Reglugerðar um "Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði", (ACER), snýr að því að samhæfa orkukerfin í Evrópu,-yfir landamæri-.

Reglugerð um tengingu raforkukerfa 714/2009, er um kerfisreglur og tengingu raforkukerfa yfir landamæri-  

Tilskipun um sameiginlegar reglur er um rekstur og eignarhald, uppskiptingu ráðandi aðila ofl.(samkeppnisreglur)

Samkvæmt EES samningnum hafa íslensk stjórnvöld aðeins 1 ár (sem er liðið) frá samþykkt sameiginlegu EES nefndarinnar til að innleiða þessar tilskipanir í lög.

- Mun Alþingi, þegjandi og hljóðalaust, afhenda erlendum embættismönnum stjórnvald yfir íslenskum orkuauðlindum og brjóta þannig stjórnarskránna?

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er flott að fá íslenska þýðingu á þessum reglum. Það skýtur þó skökku við að víða í þessari þýðingu kemur orðið "Bandalag" fram með stórum staf og jafnvel einnig "Efnahagsbandalag Evrópu".

Efnahagsbandalagið lagðist niður 7. febrúar 1992, með samþykkt Maastricht samningsins og Evrópusambandið varð til í staðinn. Það er mikill merkingar- og eðlismunur á "bandalagi" og "sambandi".

Það er fátt sem kemur á óvart við lestur þessara reglugerða. Þær staðfesta vel málflutning Bjarna Jónssonar og annarra sem varað hafa við samþykkt tilskipunarinnar.

Gunnar Heiðarsson, 25.10.2018 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband