Heimssýn hvetur Alþingi til að hafna frumvarpi um persónuvernd

1508328073_althingishusid_1323772.jpg

 

 

 

 

 

Heimssýn ályktar gegn gagnaskráningar- frumvarpinu-valdaframsal er stenst ekki stjórnarskrá.

 Heimssýn lýsir áhyggjum af frumvarpi til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frumvarpið felur í sér valdaframsal til Evrópusambandsins. Óljóst er hvaða afleiðingar það kann að hafa og draga má í efa að slíkt standist stjórnarskrá. Heimssýn hvetur Alþingi til að hafna frumvarpinu.

Heimssýn, samtök sem hafa staðið sjálfstæðisvakt í einn og hálfan áratug, hafa nú vaxandi áhyggjur af löggjafarsamkundunni. Þetta frumvarp er smíðað hjá ESB en ekki Alþingi og ekki hannað fyrir íslenskar aðstæður. Alþingi á að setja það í lög hér og afhenda ESB stjórnvald yfir íslenskri stofnun málaflokksins og leiða dómstól ESB til valds æðra valdi íslenskra dómstóla. Í frumvarpinu felst því fyrirætlun um afsal framkvæmdavalds og dómsvalds


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband