Braut BYKO milliríkjasamning?

"Byko var dæmt til að greiða 400 milljónir króna í sekt vegna brota fyrirtækisins á samkeppnislögum og EES-samningnum" (RÚV 16.5.2018). Ein torskildustu lög  sem við höfum smitast af frá EES eru s.k. samkeppnislög sem hfa valdið miklum usla í hinu litla fyrirtækjasamfélagi Íslands. En nú duga lögin ekki lengur, eftirlitsstofnun EES (ESA) sendi dómstól á Íslandi "greinagerð" vegna brota á EES-samningnum. Þetta er í fyrsta skipti sem sú stofnun reynir að taka sér dómsvald yfir Íslendingum.

Það er auðvitað ekki hægt að dæma íslenskt fyrirtæki fyrir að brjóta EES-samninginn. Byko gerði ekki EES-samninginn! Hann gerðu íslensk stjórnvöld þau sömu og eiga að setja hér lög. Íslenskir dómstólar dæma eftir íslenskum lögum en ekki samningi við ESB sem það samband er þar að auki að reyna að brjóta á Íslandi með afskiptum af dómsmáli.

Menn spyrja sig nú hvort íslenska réttarríkið sé að morkna.

Framkvæmd EES-samningsins

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband