Landsnet á að sameina Landsvirkjun

Forstjóri Landsvirkjunar er óánægður með hvað Landsneti gengur hægt að efla orkuflutningskerfið. Meginástæða hægagangsins er að regluverkið og stofnanakerfið, komið frá ESB með EES-tilskipunum, er orðið svo flókið að Landsnet situr fast með framkvæmdir í skriffinnskufeni. Landsnet var klofið út úr Landsvirkjun og RARIK vegna EES-tilskipunar (nr. 92/96) sem óþarfi var að setja í íslensk lög en hefur valdið því að hagkvæmt nærþjónustukerfi virkjana hefur breyst í óhagkvæman þykjustu-samkeppnismarkað a la ESB. Landsnet er dýrt í rekstri. Landsvirkjun vill fá borgað um 30 ($/MWh) fyrir orkuna en Landsnet vill fá þar á ofan um 10 fyrir flutninginn meðan orkukaupendur í Noregi og Québec borga samtals 25. Samkeppnisforskot Íslands er horfið. Það voru mistök að kljúfa Landsvirkjun. Það er hægt að færa það í lag aftur með að sameina Landsnet og Landsvirkjun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband