Ísland og Noregur á sama báti

"Þetta getur engan veginn gengið svona til lengdar. Við þurfum að byggja upp nýtt samstarf til framtíðar á milli ESB og EFTA sem tryggir fullveldi EFTA-ríkjanna..." Þetta segir Sigbjörn Gjelsvik, þingmaður Miðflokksins í Noregi. Hann vísar til vaxandi þrýstings ESB á að EES-ríkin gangist beint undir vald stofnana ESB.

"Við fylgjumst grannt með útgöngu Bretlands úr ESB og þeim nýju tækifærum sem sem hún mun skapa þegar kemur að því að byggja upp nýtt samstarf utan sambandsins..."

Þetta getur engan veginn gengið...

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við breska blaðið The Telegraph að Ísland horfðist í augu við tilraun Brussel til að hrifsa til sín völd. Vaxandi áhyggjur væru á Íslandi vegna þess að ESB virðist ekki geta sýnt afstöðu Íslands skilning.

"Íslendingar eru gramir yfir vaxandi þrýstingi frá ESB að taka upp reglur ESB um orkumál og matvæli. ESB er farið að líta á íslenskt sjálfstæði sem óþægindi..."

Íslenskt sjálfstæði til óþæginda...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband