Ísland og verndartollar ESB

5137

 Einkennilegt hvernig talað er um verndartolla ESB í þessu máli,-eins og við höfum notið sérstakrar velvildar ESB.

Staðreyndin er sú að iðnaðarvörur voru tollfrjálsar til EB samkvæmt viðskiptasamningi áður en EES kom til. ESB hefði í raun verið að brjóta EES samninginn.

Ísland undanþegið verndartollum ESB: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/07/18/Island-undanthegid-verndartollum-ESB/

"EFTA-ríkin innan EES, þar með talið Ísland, eru undanþegin tímabundnum verndartollum ESB á stálvörum sem tilkynnt var um í dag. Undanþágan, sem veitt er á grundvelli EES-samningsins, skapar fordæmi og mun einnig gilda um mögulega verndartolla á innflutning á áli til ESB sem nú eru til skoðunar. „Slíkir verndartollar myndu hafa mikil áhrif hér á landi þar sem ESB er okkar helsti útflutningsmarkaður fyrir ál. EES-samningurinn mun því tryggja íslenskum álframleiðendum áframhaldandi aðgang að markaðnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra."


Regluverkið á Íslandi risavaxið

Ofvaxið regluverk er farið að gera íslensk fyrirtæki ósamkeppnishæf á alþjóðamarkaði (utan ESB) og valda landflótta. Hjá Viðskiptaráði kemur fram að stofnun og uppbygging lítilla fyrirtækja, ekki síst nýsköpunar- og sprotafyrirtækja er erfið vegna mikils regluverks. Einnig kemur fram að rekstur þróaðra útflutningsfyrirtækja er kominn í vandræði vegna EES-regluverksins.

Um helmingur reglugerðanna sem stjórnarráðið gaf út í fyrra eru EES-tilskipanir. Evrópusambandið sendir hingað um 500 tilskipanir eða valdsboð árlega sem stöðugt auka byrðar íslenskra fyrirtækja.

EES-samningurinn er farinn að standa í vegi fyrir bæði starfsemi og þróun íslenskra atvinnuvega.


Bloggfærslur 27. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband