Færsluflokkur: Evrópumál

Er áætlun ríkisstjórnarinnar raunhæf í loftlagsmálum?

Ísland er bundið áætlun ESB í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda í gegnum EES og markmiðið er 40% lækkun kolefnislosunar fram til 2030 (m.v. 2005), áætlunin sem íslensk stjórnvöld hafa kynnt er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda, þ.e. þau verða að tryggja þessa minnkun.  

losunartafla 

 Áætlunin stjórnvalda er er í 33 liðum og sögð ná til allra helstu uppspretta losunar, en tvö helstu áhersluatriði hennar eru orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu.

Einu beinu aðgerðir stjórnvalda er að styðja við rafvæðingu bíla og bann við innflutningi bíla sem brenna jarðeldsneyti 2030, árið sem markmiðinu á að vera náð.

Markmið í öðrum geirum eru óljós og bundnar við framlög til nokkurra aðgerða. Skipting fjárins liggur fyrir. Um 4 milljörðum varið til kolefnisbindingar á næstu fimm árum: Um 1,5 milljarði til króna til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða í orkuskiptum hér á landi. Um 500 milljónum króna til nýsköpunar vegna loftslagsmála í gegnum Loftslagssjóð . Um 800 milljónum króna í margvíslegar aðgerðir, svo sem rannsóknir á súrnun sjávar og aðlögun að loftslagsbreytingum, bætt kolefnisbókhald, alþjóðlegt starf og fræðslu.

Mjög ólíklegt er að Íslandi takist að minnka losun um 1,345 milljónir tonna á 11 árum.

Losun stóriðja á gróðurhúsalofttegundum (GHL) Íslandi samkvæmt skýrslunni hefur vaxið úr 800 þús. CO2 tonna árið 2005 í 2.000 þús. CO2 tonn 2018, eða um 250%

Losun frá stóriðju og flugi fellur hins vegar ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda skv. Evrópureglum, heldur falla þær undir evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Á næstu árum á heildarlosun í viðskiptakerfinu að minnka um 43% til 2030 miðað við 1990. Á komandi árum þarf stóriðjan að greiða fyrir vaxandi hluta heimilda sinna og á það að þrýsta á aðgerðir til að draga úr losun.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Utanríkismál undanþegin þátttöku í EES?

Stutt er í að Ísland verði ómarktækt í utanríkismálum, fylgispekt við pólitískar yfirlýsingar ESB gengur svo langt, að hún skaðar útflutningsgreinar landsins eins og sást best í stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússlandi. Þáttaka í þeirri yfirlýsing sleit 70 ára góðu viðskiptasambandi Íslands og Rússlands.

Afsökun stjórnmálamanna fyrir þessum skaðlegu pólitísku mistökum var sú, að sýna varð alþjóðasamstöðu gegn yfirgangi Rússa á Krímskaga! En þessi kynslóð íslenskra stjórnmálamanna gefur lítið fyrir viðskiptastuðning Rússlands við Ísland gegnum áratugina, þegar Evrópuríki setti á okkur viðskiptabann vegna útfærslu landhelginnar oftar en einu sinni. Þetta er rifjað upp vegna viðtals við Baldur Þórhallsson í Morgunblaðinu 7 sep., þar sem fram kemur hvernig Ísland er að reyna að klóra yfir mistökin.

Sjá meðf. skjal.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Enn um sýndarveruleika tilskipanna ESS

thingvellir-kjarnorka"Sjálfvirk peningavél orkufyrirtækjanna     Samkvæmt skilgreiningu um upprunaábyrgð á upprunavottorð að vera opinber staðfesting á því hvernig raforka er framleidd. Allir vita að hér eru engin kjarnorkuver, en samt er kjarnorka orðinn óumbeðinn hluti af orkukaupum íslenskra heimila og fyrirtækja. Ef menn vilja ekki raforku sem skilgreind er með uppruna í kjarnorku þá verða menn eins og fyrr segir að kaupa sig frá því með sérstöku gjaldi. Þannig eru orkufyrirtækin búin að koma hér upp sjálfvirkri peningavél sem byggir á að gjaldfella sannleikann um orkuframleiðslu og um leið að gjaldfella hreinleikaímynd Íslands.

Alþjóðlegur blekkingaleikur og peningaplokk       Þegar betur er að gáð er þetta ekkert annað en liður í heljarmiklum alþjóðlegum blekkingarleik sem gerir þjóðum kleift að kaupa sig undan kvöðum um að framleiða orku með vistvænum hætti. Fyrirtæki sem heitir Orka náttúrunnar er afsprengi Orkuveitu Reykjavíkur og var stofnað í kjölfar þess að þetta fyrirkomulag var innleitt hér á landi. Það hefur ásamt Landsvirkjun og fleiri orkuframleiðendum á Íslandi tekið þátt í viðskiptum með upprunaábyrgðir sem seldar hafa verið til raforkusölufyrirtækja í Evrópu. Reglugerðin tekur til sölu á upprunaábyrgðum en heimilar einnig kaup á þeim frá Evrópu." 

Þetta hefur komið illilega í bakið á þeim sem framleiða matvæli eins og fisk og kjöt til útflutnings á forsendum hreinleikans. Víða er farið að krefjast vottunar fyrir slíka framleiðslu og ef íslenska ríkið getur ekki lengur ábyrgst að orkan sem hér er seld sé fullkomlega hrein, þá er komin upp skrítin staða. Kjarnorkuhlutfallið í íslensku raforkunni komið í 23–24%"

http://www.bbl.is/frettir/frettir/islendingar-greida-fyrir-kjarnorku--kola--og-oliuframleidda-raforku/11443/


Hver verður staða Íslands við Brexit?

Rétt rúmir sex mánuðir eru þar til Bretar ganga formlega úr ESB. Frá þeim tíma til ársloka 2020 er búið að semja um fyrirkomulag til bráðarbirgða, þar sem EES samningurinn gildir við Bretland. Frá mars 2019 til ársloka 2020 mun Bretland undirbúa viðskiptasamninga við önnur lönd sem taka gildi að þessum tíma loknum.

Stefna íslenskra stjórnvalda (skýrsla utanríkisráðherra) hvað viðskiptasamning varðar fellst í að:

-EFTA ríkin fjögur (Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss) eða EFTA-ríkin þrjú innan EES (EFTA-ríkin utan Sviss) semji í sameiningu við Bretland.

-Að samningur Íslands við Bretland taki mið af samningum ESB og Bretlands um fyrirkomulag milliríkjaviðskipta.

Í ljósi þess að hagsmunir EFTA ríkjanna eru að mörgu leyti ólíkir gagnvart Bretlandi, getur komið til þess að EFTA löndin verði ekki samstíga í þeirri vegferð (eins og nú hefur gerst í sameiginlegu EES nefndinni gagnvart ESB).

Ef sú verður þróunin er víst að sólarlag er komið í EES samningurinn og Ísland semji beint við Bretland og sækist eftir samskonar samningi og Bretland mun hafa við ESB í framtíðinni.


Reykjavíkurbréf - "Suma pakka er best að sleppa því að opna"

Það er ástæða til að taka undir allt efni Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag.

Ísland

"Eng­in skýr­ing hef­ur hins veg­ar verið gef­in á því af hverju hver rík­is­stjórn­in af ann­arri, þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur til drjúg­an stuðning, þótt hann sé enn fjarri því að hafa náð vopn­um sín­um, birt­ist í sí­fellu með þenn­an ógeðfellda laumuf­arþega inn­an­borðs." 

..."Hér hef­ur aðeins verið nefnd­ur hróp­leg­ur heim­ild­ar­skort­ur til inn­leiðing­ar Þriðja orkupakk­ans. En þess má geta að marg­ir þeirra sem tóku þátt í umræðunum bentu á að efn­is­lega væri þessi inn­leiðing þess utan frá­muna­lega óhag­stæð hinni ís­lensku þjóð og dæm­in sem nefnd voru tóku af öll tví­mæli í þeim efn­um. Það bæt­ist þá við stjórn­ar­skrár­brot­in. Erfitt er að ímynda sér að þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlup­ust ekki und­an merkj­um í Ices­a­ve. Þá yrði þetta spurn­ing­in um for­set­ann. Stæði hann með stjórn­ar­skránni og þjóðinni eða klúbbn­um. Svarið er ein­falt. En maður veit aldrei."

Öll greinin hér að neðan.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Flugfargjöldin of há

airplane-climbs-flying-over-sea-towards-sun-sunset-105207563.jpg

Samkvæmt EES-tilskipunum þurfa flugfélögin að kaupa sér heimildir til þess að blása út koltvísýringi. Heimildirnar þarf að kaupa í viðskiptakerfi ESB sem gengur undir nafninu ETS. Kerfið átti að minnka losun en árangurinn hefur verið vafasamur. Aftur á móti er kerfið dýrt og býður heim svindli. Á endanum blæða flugfarþegarnir. Stórfé flyst úr landinu til ESB, og braskara og svindlara þar, sem mætti nýta til uppgræðslu Íslands en eins og kunnugt er nærast jurtirnar á koltvísýringi.

https://www.frjalstland.is/2018/08/31/ees-kostnadurinn-kominn-i-flugmidaverdid/


Mengunarkvótar ESB ganga kaupum og sölum

Verð los­un­ar­heim­ilda í sögu­legu há­marki.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/29/verd_losunarheimilda_i_sogulegu_hamarki/

Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir er all sérstakt. Tilskipun 2003/87/ESB kom á fót viðskiptakerfi með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda, hún var tekin inn í EES-samninginn árið 2007 (Lög nr. 65 28. mars 2007). Þetta kerfi á að stuðla að minnkun losun mengandi lofttegunda.

156729_582x327

Viðskiptakerfið byggist á því að að tiltekin starfsemi er gerð háð losunarheimildum.Fyrirtækjum er óheimilt að starfa án losunarheimilda og verða að upplýsa um árlega losun sína á lofttegundum. Ef ekki, eru fyrirtækin sektuð. Ákveðinn er heildarpottur losunarheimilda fyrir ESB allt, þeim losunarheimildum er að hluta úthlutað endurgjaldslaust til fyrirtækja með vaxandi skerðingu og að hluta til eru þær boðnar upp. Árið 2013 var um 80% losunarheimilda úthlutað til fyrirtækja án kostnaðar en 2020 er áætlað að það verði komið niður í 30%. Mismunurinn er settur á uppboðsmarkaði Árið 2016 voru seldar losunarheimildir fyrir 15.800.000.000 € (15,8 billjónir)á uppboði. Þessum fjármunum er skilað til ESB og aftur úthlutað til ríkjanna eftir ákveðnum reglum.

https://ec.europa.eu/clima/policies/ets/auctioning_en

Sem sagt, ESB selur fyrirtækjum leyfi til mengunar án þess að gera kröfu um minni mengun. Ætlar að láta hækkandi losunarheimildir neyða fyrirtækin til aðgerða. Engin ríki utan ESB/EES beita fyrirtækjum sínum slíkum þvingunaraðgerðum.


Regluverkið á Íslandi risavaxið

Ofvaxið regluverk er farið að gera íslensk fyrirtæki ósamkeppnishæf á alþjóðamarkaði (utan ESB) og valda landflótta. Hjá Viðskiptaráði kemur fram að stofnun og uppbygging lítilla fyrirtækja, ekki síst nýsköpunar- og sprotafyrirtækja er erfið vegna mikils regluverks. Einnig kemur fram að rekstur þróaðra útflutningsfyrirtækja er kominn í vandræði vegna EES-regluverksins.

Um helmingur reglugerðanna sem stjórnarráðið gaf út í fyrra eru EES-tilskipanir. Evrópusambandið sendir hingað um 500 tilskipanir eða valdsboð árlega sem stöðugt auka byrðar íslenskra fyrirtækja.

EES-samningurinn er farinn að standa í vegi fyrir bæði starfsemi og þróun íslenskra atvinnuvega.


Blómleg verslun með falsanir

uppruni_orku2017os-stodlud-yfirlysing-2017-mynd-1.jpg

 

 

 

 

 

       Mynd frá Orkustofnun.

Evrópusambandið sendir frá sér mikinn fjölda tilskipana um umhverfisvernd til undirsátanna. Þegar að er gáð er oft ekki mikil vernd í þeim en nægar afsakanir fyrir meiri skattheimtu, sölu leyfa eð viðskiptum með kvóta. Sum "viðskiptakerfanna" hafa reynst svindlriðin en til gróða fyrir braskara í ESB.

Ein EES-tilskipunin, sem við undirsátarnir þurftum að láta Alþingi stimpla, er númer 2009/28 "-til að skapa skilyrði fyrir viðskipti með upprunaábyrgðir á raforku-". Hún heimilaði fyrirtækjum í ESB og EES að versla með vottorð um uppruna raforkunnar, þau sem ekki framleiddu umhverfisvæna orku gátu keypt sér vottorð um að þau framleiddu umhverfisvæna orku þó að það væri fölsun á staðreyndum.

Íslensku orkufyrirtækin virðast hafa gripið tækifærið fegins hendi. Þau voru búin að selja upprunavottorð fyrir um 87% af orkunni í fyrra, var þó ekki nema 79% árið 2016. Þau fá svo í staðinn skráningu sem kolaorkuver eða kjarnorkuver.

Útflutningsfyrirtækin sem framleiða með íslenskri orku eru því með slóðann af kolareyk og kjarnorkuúrgangi á eftir sér. Allt leyfilegar ESB-falsanir og skriflegar hjá erindrekum ESB hérlendis. (Bændablaðið 23.8.2018)


Norsk samtök mótmæla norskum afskiptum af íslenskum málefnum

Samtökin Nei til EU í Noregi hafa sent frá sér yfirlýsingu og mótmælt tilraunum norska utanríkisráðherrans til að fá Íslendinga til að samþykkja yfirtöku ESB á stjórnvaldi í orkumálum Íslands samkvæmt 3. orkutilskipanapakka ESB.

"Nei til EU krever at norsk innblandning i en sak som direkte berörer Islands suverenitet umiddelbart opphörer"

(Nei til EU krefst þess að norsk afskipti af máli sem beint varðar fullveldi Íslands hætti án tafar. Uttalelse fra Nei til EUs styre 18. august 2018)https://neitileu.no/aktuelt/-uforskammet-norsk-innblanding-i-islandsk-politikk


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband