Færsluflokkur: Evrópumál

Svíar súpa seyðið af stjórn ESB á orkumálum

Orkukerfi ESB-landa eru sum orðin óhagkvæm og dýr í rekstri og þung byrði á almenningi þrátt fyrir miklar niðurgreiðslur. Svíar, meðlimir í ESB, hafa ekki sloppið, þeirra orkumálum hefur hrakað. Og nú er líka komið á dagskrána hjá ESB að spilla orkukerfum Noregs og Íslands enn frekar en þegar er orðið. Alþingi er ætlað að sjá um það hér með því að lögleiða EES-tilskipanir þaraðlútandi með haustinu https://www.frjalstland.is/2018/08/07/samkeppnisvaeding-saenska-orkukerfisins-hefur-skadad-svithjod/


Erlendur landeigendaaðall

Eitt versta þjóðfélag sem hægt er að hugsa sér er þar sem kreddur og landeigendaaðall ráða ferð. Þanng var það á myrkum öldum Íslandssögunnar og nú gæti aftur stefnt í sama farið. Nokkrir stórfjárfestar í ESB geta líklega keypt obbann af nýtilegu íslensku eignarlandi af aðþrengdum bændum sem hafa litlar tekjur vegna samkeppni við niðurgreiddar búvörur frá ESB og oft takmarkaðar tekjur af ferðamönnum.

Samkvæmt EES-samningnum mega aðilar í ESB kaupa land á Íslandi. Ráðamenn okkar segjast vilja stöðva uppkaupin. Það er í raun mjög einfalt að gera það: Segja upp EES-samningnum. En hafa ráðamenn okkar kjark til þess?


Verðhækkun á bílum í boði ESB

vwbeetleautomobile-1853936_960_720.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Volkswagen bjallan var 750 kg en svipaður rafbíll er 1500 kg.

 

 

Opinber gjöld af nýjum bílum eiga nú að hækka mikið út af nýjum mæliaðferðum á mengun samkvæmt ESB. Þær heita "WLTP" (alheims samræmdar léttfarartækja mælingaaðferðir), dæmigerð nafngift hjá ESB sem gefur til kynna að eitthvað alþjóðlegt sé við reglurnar en ESB finnst að þeirra reglur eigi að gilda fyrir alla heimsbyggðina. Það er ekki svo að mengunin frá bílunum aukist, bara mæliaðferðin sem sýnir hærri gildi á koltvísýring svo hægt er að hækka opinber gjöld sem fara mest eftir einmitt koltvísýringsútblæstrinum (Mbl 6.7.2018). Mengun frá fólksbílum er reyndar mjög lítil miðað við annað frá mönnum, koltvísýringurinn er auk þess ekki eitraður þó önnur efni frá bílnum séu vond (koleinsýringur, köfnunarefnissýrlingar, sót). En versta mengunin kemur frá framleiðslu bílanna, sérstaklega rafbíla sem auk þess eru þungir og valda meiri svifryksmengun úr vegunum.

Það er dýrt spaug að taka upp allt reglufargan ESB um "mengun". Við þurfum nú þegar að keyra á dýru og lélegu eldsneyti samkvæmt uppskrift ESB sem skattgreiðendur niðurgreiða auk þess með stórfé. Og rafmagnsbílar frá mengandi verksmiðjum kosta skattgreiðendur og bílaeigendur fúlgur fjár, borga ekki einu sinni sinn skerf af vegaslitinu þó þeir séu blýþungir og slíti vegum mikið.


Rússagrýlan er komin aftur

isolated-white-witch-pointing-her-finger-towards-camera-100801513_1326742.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rússagrýlan var endurreist með látum þegar ljóst varð (í nóvember 2013) að Úkraína ætlaði ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var auðvitað vondum Rússum að kenna að Úkraína fékk ekki að ganga í sæluríki ESB. Snarlega settu ESB og kunningjar þeirra í NATO  viðskipabann á Rússa sem Ísland dróst inn í vegna EES-spennitreyjunnar. Okkar ráðamenn treystu sér ekki til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í samræmi við þjóðarhagsmuni. Þar með spilltust gömul og gróin viðskiptasambönd við eitt mikilvægsta viðskiptaland Íslands. Svo fengu okkar ráðamenn ekki að fara á HM í fótbolta í Rússlandi.

"Fjárfesta" í ESB og Bandaríkjunum langar að opna Úkraínu fyrir braski og rupli eins og Grikkland og Litháen. Þeir halda áfram að "fjárfesa í framtíð Úkraínu" með fjárburði í Rússagrýluna þar til vitinu verður komið fyrir þá. Það lendir líklega á Bandaríkjaforseta, Donald Trump. Eða kannske bara á Vladimir Putin.

https://www.frjalstland.is/2018/06/30/esb-akvedur-utanrikisstefnu-islands/


Við erum að missa landið úr höndum okkar

landbuna_urpexels-photo-210186_1326204.jpg

 

 

 

 

 

Lesendur þessarar bloggsíðu vita að við erum að missa landstjórnina úr höndunum. Nú er komið á daginn að við erum líka að missa sjálft landið úr höndum okkar í hendur auðmanna í ESB. Ástæðan er EES sem leyfir ESB-búum að eiga land hér. Fjöldi jarða og heil svæði eru orðin erlend eign, auðlindir meðfylgjandi. Bændur hafa lítið mótstöðuafl gegn ríkum landkaupendum þar eð EES-regluverkið hefur opnað fyrir innflutning á niðurgreiddri og smitandi landbúnaðarvöru frá ESB sem dregur úr afrakstri íslensks landbúnaðar. Ögmundur Jónasson gat fælt landbraskarana frá þegar hann var ráðherra innanríkis. En hann er hættur og núverandi ráðamenn gera lítið nema komi EES-tilskipun frá Brussel.


Leggja til minni sæstreng.

Viðskiptablað Morgunblaðsins skýrir frá því í gær og enn í dag er grein þar um að breskt fyrirtæki hafi kynnt hugmyndir sínar fyrir íslenskum stjórnvöldum um minni sæstreng en talað hefur verið um, þ.e. 600-700 MW í stað 1.000 MW.

Slík hugmynd og skýrsla sem tekur tíma að vinna, er ekki unnin án aðkomu og upplýsinga frá iðnaðarráðuneyti og Landsvirkjun. Ástæðan er einföld. Í fyrri áætlun um 1000 MW, var gert ráð fyrir nýjum virkjunum með vatnsföllum, jarðgufu og vindmyllum að einum þriðja hvert, Það þótti að margra mati of í lagt og hlaut mikla gagnrýni.

Sæstrengur

bregður svo við að þessi áætlun er mun einfaldari og ódýrari en fyrri áætlun sem er ekki nema ársgömul, ekki þurfi nýjar virkjanir nema fyrir 250 MW, frá jarðvarma og "smávirkjunum". En hvaðan 450MW afl í áætlunni kemur, -"með því að auka við og nýta betur núverandi virkjanir,"- er ekki útskýrt.

Tilgangurinn er efalaust að draga úr gagnrýni á hugmyndina um sæstreng vegna virkjunarkrafna og óljósrar arðsemi.  

Hugmyndin um sæstreng og Þriðju orkutilskipun ESB er nátengd eins og margoft hefur verið sýnt fram á. Í því ljósi fáum væntanlega fréttir um hve arðsöm þessi fjárfesting er, -þegar umræðan um þriðju orkutilskipun ESB kemur fram á Alþingi í haust. Í fréttinni í dag er einnig greint frá því að í síðasta mánuði hafi Umhverfisráðuneytið gefið út reglugerð um leyfi til lagningu sæstrengja til og frá Íslandi. Kerfið vinnur saman, hægt og bítandi að því að undirbúa komu sæstrengs og innleiðingu þriðju orkutilskipun ESB þrátt fyrir yfirlýsingar stærstu stjórnmálaflokkanna.  


Bresk­ir þing­menn hafna EES

Breskir_þingmenn_hafna_ees/

Þessi afstaða breska þingsins er eðlileg, því breskir kjósendur ákváðu að yfirgefa ESB, - ekki til að ganga ínní það um bakdyr og fá á sig alla miðstýringu ESB og þvingaða lagasetningu sem fylgir EES samningnum.

 

vett suverenitet forside norskloeve breddetilpasset


Hótanirnar eru byrjaðar

Þegar einhver fer að fetta fingur út í tilskipanirnar frá Brussel byrja gjarnan erindrekar EES hérlendis, ráðuneyti, embættismenn og ESB-sinnar, að koma með staðlaðar hótanir. Nú koma hótanir, ætlaðar eyrum alþingismanna, um að ef að Alþingi stimpli ekki persónuverndarlög ESB þá...

-förum við á svartan lista...

-fáum sektir og refsingar...

-verði íslensk fyrirtæki útilokuð...

Hótanir, loforð, gylliboð, fjárburður og blekkingar eru hluti af stjórnaðferðum stórvelda í landvinningum. En það hefur sjaldnast verið neitt að marka hótanirnar. Meðal stærstu viðskiptavina fyrirtækja í ESB eru bandarísk, kínversk og japönsk fyritæki, þau lönd lögleiða ekki ESB-tilskipanir hjá sér en þarlend fyrirtæki halda samt áfram að hafa viðskipti við fyrirtæki í ESB.

Ef ESB setur Ísland eða fyrirtæki hérlendis á svartan lista hefði það takmörkuð áhrif og er mjög ólíklegt. Nema að þá yrði komið kjörið tækifæri að losna út úr EES í fótspor Breta og opna á viðskipti við heiminn allan og segja EES-samningnum upp.

Sektarboð frá ESB til Íslands eru ekki bara lögbrot heldur hlægileg, ESB getur ekki sektað Ísland. Ekki heldur fyrirtæki hér. Ennþá. En það gæti breyst með "persónuverndarlögum" ESB sem verið er að reyna að véla í gegnum Alþingi nú, í trássi við þolendur, kunnáttumenn, heilbrigða skynsemi og stjórnarskrána.

 


Heimssýn hvetur Alþingi til að hafna frumvarpi um persónuvernd

1508328073_althingishusid_1323772.jpg

 

 

 

 

 

Heimssýn ályktar gegn gagnaskráningar- frumvarpinu-valdaframsal er stenst ekki stjórnarskrá.

 Heimssýn lýsir áhyggjum af frumvarpi til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frumvarpið felur í sér valdaframsal til Evrópusambandsins. Óljóst er hvaða afleiðingar það kann að hafa og draga má í efa að slíkt standist stjórnarskrá. Heimssýn hvetur Alþingi til að hafna frumvarpinu.

Heimssýn, samtök sem hafa staðið sjálfstæðisvakt í einn og hálfan áratug, hafa nú vaxandi áhyggjur af löggjafarsamkundunni. Þetta frumvarp er smíðað hjá ESB en ekki Alþingi og ekki hannað fyrir íslenskar aðstæður. Alþingi á að setja það í lög hér og afhenda ESB stjórnvald yfir íslenskri stofnun málaflokksins og leiða dómstól ESB til valds æðra valdi íslenskra dómstóla. Í frumvarpinu felst því fyrirætlun um afsal framkvæmdavalds og dómsvalds


Braut BYKO milliríkjasamning?

"Byko var dæmt til að greiða 400 milljónir króna í sekt vegna brota fyrirtækisins á samkeppnislögum og EES-samningnum" (RÚV 16.5.2018). Ein torskildustu lög  sem við höfum smitast af frá EES eru s.k. samkeppnislög sem hfa valdið miklum usla í hinu litla fyrirtækjasamfélagi Íslands. En nú duga lögin ekki lengur, eftirlitsstofnun EES (ESA) sendi dómstól á Íslandi "greinagerð" vegna brota á EES-samningnum. Þetta er í fyrsta skipti sem sú stofnun reynir að taka sér dómsvald yfir Íslendingum.

Það er auðvitað ekki hægt að dæma íslenskt fyrirtæki fyrir að brjóta EES-samninginn. Byko gerði ekki EES-samninginn! Hann gerðu íslensk stjórnvöld þau sömu og eiga að setja hér lög. Íslenskir dómstólar dæma eftir íslenskum lögum en ekki samningi við ESB sem það samband er þar að auki að reyna að brjóta á Íslandi með afskiptum af dómsmáli.

Menn spyrja sig nú hvort íslenska réttarríkið sé að morkna.

Framkvæmd EES-samningsins

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband