Færsluflokkur: Evrópumál

Braut BYKO milliríkjasamning?

"Byko var dæmt til að greiða 400 milljónir króna í sekt vegna brota fyrirtækisins á samkeppnislögum og EES-samningnum" (RÚV 16.5.2018). Ein torskildustu lög  sem við höfum smitast af frá EES eru s.k. samkeppnislög sem hfa valdið miklum usla í hinu litla fyrirtækjasamfélagi Íslands. En nú duga lögin ekki lengur, eftirlitsstofnun EES (ESA) sendi dómstól á Íslandi "greinagerð" vegna brota á EES-samningnum. Þetta er í fyrsta skipti sem sú stofnun reynir að taka sér dómsvald yfir Íslendingum.

Það er auðvitað ekki hægt að dæma íslenskt fyrirtæki fyrir að brjóta EES-samninginn. Byko gerði ekki EES-samninginn! Hann gerðu íslensk stjórnvöld þau sömu og eiga að setja hér lög. Íslenskir dómstólar dæma eftir íslenskum lögum en ekki samningi við ESB sem það samband er þar að auki að reyna að brjóta á Íslandi með afskiptum af dómsmáli.

Menn spyrja sig nú hvort íslenska réttarríkið sé að morkna.

Framkvæmd EES-samningsins

 


Landsnet á að sameina Landsvirkjun

Forstjóri Landsvirkjunar er óánægður með hvað Landsneti gengur hægt að efla orkuflutningskerfið. Meginástæða hægagangsins er að regluverkið og stofnanakerfið, komið frá ESB með EES-tilskipunum, er orðið svo flókið að Landsnet situr fast með framkvæmdir í skriffinnskufeni. Landsnet var klofið út úr Landsvirkjun og RARIK vegna EES-tilskipunar (nr. 92/96) sem óþarfi var að setja í íslensk lög en hefur valdið því að hagkvæmt nærþjónustukerfi virkjana hefur breyst í óhagkvæman þykjustu-samkeppnismarkað a la ESB. Landsnet er dýrt í rekstri. Landsvirkjun vill fá borgað um 30 ($/MWh) fyrir orkuna en Landsnet vill fá þar á ofan um 10 fyrir flutninginn meðan orkukaupendur í Noregi og Québec borga samtals 25. Samkeppnisforskot Íslands er horfið. Það voru mistök að kljúfa Landsvirkjun. Það er hægt að færa það í lag aftur með að sameina Landsnet og Landsvirkjun.


Þjóðaratkvæðagreiðsla um EES

Við erum að missa meir og meir stjórn á eigin málum. Saga Íslands sýnir að þá er vá fyrir dyrum. ESB sendir okkur eina tilskipunina annarri skaðlegri og er farið að fyrirskipa að stjórnvald yfir heilu málaflokkunum færist beint undir valdastofnanir þess. Skoðanakannanir sýna að meirihluti er á móti slíku valdahrifsi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um EES-samninginn hefur ekki enn farið fram en þarf að komast á dagskrá sem fyrst ef reyna á að takmarka skaðann af samningnum.

EES þarf að fara í þjóðaratkvæði


ESA eftirlitsstofnun EFTA finnur að Hæstaréttardómum á Íslandi.

logo-e-f-t-aESA hefur sent Utanríkisráðuneytinu formlegt kvörtunarbréf, í fyrsta lagi vegna þriggja dóma Hæstaréttar Íslands sem stofnunin telur að séu ekki réttir samkvæmt EES samningnum. Stofnunin telur lögin hafi ekki verið sett í samræmi við samninginn og gangi gegn "Protocol 35".

"The judgments thus gave rise to doubts about whether Iceland’s legislation was in accordance with the sole Article of Protocol 35 EEA"

ESA bætir við að þess séu mörg önnur dæmi að dómar Hæstaréttar sem gangi gegn ákvæðum EES samningsins.  

"Furthermore, the Icelandic Supreme Court has handed down several judgments, which hold that in the event of a conflict between an EEA rule, implemented into Icelandic law, and another Icelandic provision"

Kvörtunarbréf ESA

Sem sagt, Eftirlitsstofnun EFTA,-ESA-, sem hefur Ísland undir eftirliti og er m.a. annars stýrt af íslenskum embættismönnum tekur Alþingi á hné sér og rasskellir fyrir að innleiðing tilskipanna ESB í íslensk lög sé ekki rétt í mörgum tilfellum.

Hér sjáum við í hnotskurn hvernig lagasetning á Íslandi er undir eftirliti varðhunda ESB og Alþingi er tuskað til.


Íslendingar hafna orkutilskipunum ESB

Vilja vald yfir orku­mál­um áfram á Íslandi

1045162"Til­efni könn­un­ar­inn­ar er umræða á und­an­förn­um mánuðum um fyr­ir­hugaða þátt­töku Íslands í svo­nefnd­um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins og Orku­stofn­un sam­bands­ins í gegn­um Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) vegna aðild­ar lands­ins að EES-samn­ingn­um. Sam­tals eru 80,5% and­víg því að færa vald yfir ís­lensk­um orku­mál­um til evr­ópskra stofn­ana. Þar af 57,4% mjög and­víg og 23% frek­ar and­víg. Hins veg­ar eru 8,3% hlynnt því. Þar af eru 3,8% mjög hlynnt og 4,5% frek­ar hlynnt."

Það verður fróðlegt að sjá hvernig stjórnarflokkarnir munu fara með þessar tilskipanir ESB um stjórn orkumála sem þeir voru búnir að boða að yrðu lagðir fyrir Alþingi?

Miðað við umræðuna undanfarið og þessa skoðannakönnun væri hreinlegast að lagafrumvörpin yrðu lögð fram og felld á Alþingi til að takast á við viðbrögð ESB.


Valdagræðgi ESB komin út yfir mörkin

bank-worker-offer-to-pay-credit-card-40436478.jpgNú gerir ESB enn atrennu, með EES að vopni, að ná meiri völdum yfir fjármálastarfseminni.

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir sem muna eftir faðmi ESB-bankaregluverksins (1994- október 2008) fá hroll.

ESB virðist ekki ennþá átta sig á að EES-löndin eru að gefast upp á frekjunni.

ESB dylur ekki lengur ásóknina í völd

 


Nýtt stjórnarskrárbrot í uppsiglingu?

Alþingi á að stimpla persónuverndarlög ESB í þessum mánuði en ekki víst að það takist vegna skriffinnskuþrauta í Brussel. Best væri ef málið tefðist sem lengst þar eð lögin eru óþörf, allt of dýrkeypt og líta úr fyrir að verða brot á stjórnarskránni.

Persónuverndarlög ESB


Ísland og Noregur á sama báti

"Þetta getur engan veginn gengið svona til lengdar. Við þurfum að byggja upp nýtt samstarf til framtíðar á milli ESB og EFTA sem tryggir fullveldi EFTA-ríkjanna..." Þetta segir Sigbjörn Gjelsvik, þingmaður Miðflokksins í Noregi. Hann vísar til vaxandi þrýstings ESB á að EES-ríkin gangist beint undir vald stofnana ESB.

"Við fylgjumst grannt með útgöngu Bretlands úr ESB og þeim nýju tækifærum sem sem hún mun skapa þegar kemur að því að byggja upp nýtt samstarf utan sambandsins..."

Þetta getur engan veginn gengið...

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við breska blaðið The Telegraph að Ísland horfðist í augu við tilraun Brussel til að hrifsa til sín völd. Vaxandi áhyggjur væru á Íslandi vegna þess að ESB virðist ekki geta sýnt afstöðu Íslands skilning.

"Íslendingar eru gramir yfir vaxandi þrýstingi frá ESB að taka upp reglur ESB um orkumál og matvæli. ESB er farið að líta á íslenskt sjálfstæði sem óþægindi..."

Íslenskt sjálfstæði til óþæginda...


Frjálst land mótmælir villandi staðhæfingum utanríkis- og atvinnuvegaráðuneyta um tilraunir ESB til að taka til sín völd yfir íslenskum orkumálum

Utnaríkisráðuneytið og avinnuvegaráðuneytið hafa látið frá sér villandi staðhæfingar um EES-valdsboðin um orkukerfið sem ESB vill að Alþingi samþykki. Samtökin Frjálst land mótmæla staðhæfingunum sem gera tilraunir ESB til að taka til sín vald yfir orkumálunum sakleysislegar.

Tilraunir ESB til að leggja undir sig orkumálin


Tók Landsvirkjun ákvörðun um ICE-Link sæstrenginn?

Spurningar hafa vaknað um hvernig ICE-LINK sæstrengurinn varð hluti af svokallaðri tíu ára Pan-Europe áætlun ENTSO-E (European Network of Transmission System Operators for Electricity)- Raforkudreifikerfi Evrópu. Þessi tíu ára áætlun (TYNDP) var sett saman 2012.

"Regulation (EC) 714/2009 (part of the so called 3rrd legislative Package) calls for the creation of the European Network of Transmission System Operators for Electricity (ENTSO-E)".

http://www.entsoe.eu/fileadmin/user_upload/_library/SDC/TYNDP/2012/3rd_parties_projects_guidance.pdf

Í þessari skýrslu er útlistuð skilyrði um hvað þurfi til að ríki utan ESB geti komist inn í Pan-Europe áætlunina, umsóknarferlinu er lýst og því varð að vera lokið og samþykkt fyrir árslok 2011. Þar koma fram tæknileg skilyrði, þ.e. tengingarinnar og að umsóknaraðili hafi til þess leyfi réttra yfirvalda í viðkomandi ríki.    

Það er ljóst af þessu að það var að frumkvæði Íslands, þ.e. Landsvirkjunar, að sótt var um að komast inní áætlunina 2011. Tilkoma ICE-LINK sæstrengsins í Pan-Europe áætlunina er því vegna beiðni Íslands, en ekki ESB.

Var slík ákvörðun með heimild ráðherra, eða tóku embættismenn þá ákvörðun? Hvaða yfirvöld heimiluðu Landsvirkjun að sækja um tengingu við Pan-Europe? Það verður að upplýsa.

Framganga Landsvirkjunnar og iðnaðarráðuneytisins hefur frá þessum tíma verið sú að undirbúa jarðveginn fyrir ákvörðun um sæstrenginn. Allar áætlanir Landvirkjunar um virkjanir miðast við skilyrðin sem sett voru fram af ENTSO-E 2011 um flutningsgetu tengingarinnar (sæstrengsins). Frá árinu 2012 hefur verið fjallað um málið á hverjum aðalfundi Landsvirkjunnar, í fjölmörgum skýrslum sem ráðuneytisins hefur kostað og með heimsóknum erlendra fyrirmanna, allt kynnt vel og rækilega fyrir fjármálafyrirtækjum, - þannig hefur málinu verið haldið vakandi.

Þessi áætlun, var samtvinnuð stofnun ACER og 3.hluta orkutilskipunarinnar eins og fram kemur í tilvitnunni hér á undan. Það vissu ráðamenn á Íslandi og reyna núna að slá ryki í augu þings og þjóðar vegna andstöðunar sem komin er fram, - með áliti eins lögfræðings, fv. starfsmanns ESA, -þeirrar stofnunar sem á að fara með eftirlit og framkvæmd tilskipunarinnar (sem er stjórnarskrárbrot), fyrir hönd ACER.

https://www.eui.eu/Projects/THINK/Documents/ACERPositionENTSOECBA.pdf

EF Alþingi samþykkir þessa 3ju orkutilskipun, sem ráðherra iðnaðarmála reynir að telja almenningi trú um að hafi engin áhrif á framtíð orkumála á Íslandi,- þó texti tilskipunarinnar sé alveg skýr um að vald orkumála verði úr höndum ríkisvaldsins, og sett í hendur erlendra eftirlitsstofnanna og erlends dómsvalds, - munu starfsmenn iðnaðarráðuneytis, Landsvirkjunar og fjármálafyrirtækja hefja undirbúning af krafti að ákvarðanatöku um sæstreng til Evrópu, sem svo lengi hefur verið á borði þeirra.

-Þá munu þingmenn standa hjá og hafa engin áhrif á þær gífulegu fjárfestingar og orkuframkvæmdir sem munu fylgja þeirri framkvæmd, - verða leiksoppar óábyrgra embættismanna og markaðsafla. 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband