Færsluflokkur: Evrópumál

Erfitt að skilja tilskipanir

Við hljótum að hafa samúð með ráðuneytunum okkar. Þau misstu mikinn hluta af sínum völdum til ESB fyrir 25 árum og hafa síðan ekki fengið að að stjórna landinu almennilega en verið í erindrekstri fyrir ESB. Afleiðingin er að þau hafa misst talsvert af sinni stjórngetu og þekkingu. Og nú hefur komið í ljós að þau eiga stundum erfitt með að skilja tilskipanirnar frá ESB.

Atvinnuvegaráðuneytið hefur látið hafa eftir sér að tilskipunin um "þriðja orkupakkann" hafi "lítil áhrif" eða að "valdheimildir séu bundnar við grunnvirki sem ná yfir landamæri".

Fyrsta skrefið í "orkupakkanum" er yfirtaka ESB á stjórnvaldi yfir rekstri orkuflutningskerfis landsins frá ráðuneytinu. ESB/ACER taka við reglusetningavaldinu. Stofnun ráðuneytisins, Orkustofnun-"orkumarkaðseftirlitið",  fer líka undan stjórn ráðuneytisins og á að sjá um erindrekstur fyrir ESB og eftirlit með ESB-regluverkinu.

Í tilskipuninni stendur:

-setur sameiginlegar reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns---reglur tilskipunarinnar kveða á um starfsemi á sviði raforku, markaðsaðgang, viðmiðanir og málsmeðferð við leyfisveitingar og rekstur raforkukerfa-

Verkefni Orkustofnunar verða m.a.að:

-ákvarða og samþykkja - gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu-

-tryggja að flutnings-og dreifikerfisstjórar og, ef við á, kerfiseigendur, ásamt eigendum raforkuvirkja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annarri viðeigandi löggjöf ESB-

-að fara að, og framkvæma, allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB---

-að fylgjast með framkvæmd ESB-reglna sem varða hlutverk og ábyrgð flutningskerfisstjóra, birgja og viðskiptavina og annarra markaðsaðila-

https://www.frjalstland.is/mikilsverdir-orkuhagsmunir-i-hufi/


Þarftu starfsleyfi?

Það þurfti ekki starfsleyfi þegar Ísland var að byggjast upp úr fátækt í hagsæld um miðja 20. öld. En nú er öldin önnur. Ef þú ætlar að gera eitthvað, sérstaklega ef þú ætlar að skapa einhver verðmæti, gætir þú þurft starfsleyfi. Þú gætir þurft að ná í marga skriffinna. Og það er að koma ný tilskipun sem gerir enn erfiðara að fá starfsleyfi svo það er best að slóra ekki.

Hamlandi starfsleyfisreglur


Ráðuneytin orðin samdauna EES

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir á heimasíðu sinni minnisblað um EES- tilskipunina um yfirtöku ESB á stjórn orkuflutningskerfis landsins. Það er að verulegu leyti lögfræðilegar æfingar um óviðkomandi atriði en minna fjallað um aðalatriði málsins sem eru þessi:

Þingmál 115 segir:

-Vald til að setja reglur um kerfið flyst frá ráðuneytinu til Orkustofnunar

-Einkavæðing Landsnets undirbúin með heimild til að selja allt hlutafé

Lagafrumvarp um breytingu á raforkulögum (drög) segir:

"Tilskipunin setur sameiginlegar reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns".

Orkustofnun flyst undir orkumálaskrifstofu ESB, ACER. Lýðkjörin stjórnvöld á Íslandi afsala sér völdum yfir orkuflutningskerfinu til umboðsskrifstofu ACER, Orkustofnunar, sem fær eftirlitsvald. Ráðherra orkumála getur ekki gefið fyrirmæli um framkvæmd eftirlitsins. ESB fær þannig framkvæmdavald yfir orkuflutningskerfinu og mun ACER senda valdsboð ESB til ESA sem sendir afrit til Íslands (um 1000 bls væntanlegar)

Í tilskipuninni koma fram valdsvið Orkustofnunar/ACER í 21 lið, þar segir m.a.:

-að ákvarða eða samþykkja --- gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu---

-að tryggja að flutnings- og dreifikerfisstjórar og, ef við á, kerfiseignedur, ásamt eigendum raforkufyrirtækja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annari viðeigandi löggjöf ESB---

-að fara að, og framkvæma, allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðaanir Orkustofnunar/ACER og framkvæmdastjórnar ESB---

-að fylgjast með framkvæmd reglna sem varða hlutverk og ábyrgð flutningskerfisstjóra, dreifikerfisstjóra, birgja og viðskiptavina og annarra markaðsaðila samkvæmt reglugerð ESB (714/2009)---

-að fylgjast með fjárfestingu í framleiðslu í tengslum við afhendingaröryggi---

Ráðuneytin okkar virðast taka sér fyrir hendur að afsaka EES-tilskipanir jafnvel þegar þær færa stjórn á hinu mikilvæga orkukerfi úr landi.

Stjórn orkukerfis til ESB


Norðmenn komnir í hár saman út af Íslandi

www_fjordnorway_com.jpg                    

 

 Norskir frændur vorir rífast nú um afleiðingar EES-tilskipana um orkukerfið og meintar þvingunartilraunir norsku ríkisstjórnarinnar gegn Íslandi.

(Mynd: Víkingar, Fjord Norway, Örjan Iversen)

 

Norskir stjórnmálamenn virðast vera hræddari við fransk-þýska stórríkið (ESB) en þeir íslensku, kannske af biturri reynslu. Haft er eftir forsætisráðherra Noregs að orkustjórnvald ESB (ACER) muni ekki gegna mikilvægu hlutverki á Íslandi og sagt að ráðherran hafi látið að því liggja að Ísland muni þess vegna samþykkja orkutilskipanirnar eins og Noregur hefur þegar gert. Öll EES lönd þurfa að samþykkja. Norsku samtökin Nei til EU óttast nú að norska ríkisstjórnin sé að reyna að þvinga Ísland til að samþykkja ACER í staðinn fyrir að sýna Íslandi virðingu.

Einhverjir starfsmenn utanríkisráðuneytis okkar hafa líka látið hafa eftir sér að ACER muni hafa lítil áhrif hérlendis. Það gefur ranga mynd af afleiðingum tilskipananna.

Það sem gerist ef Alþingi samþykkir EES-tilskipanirnar um orkukerfið er að íslensk stjórnvöld afsala sér völdum yfir orkuflutningskerfi Íslands og færa yfirstjórn þess til ESB.

Orkuskrifstofa ESB (ACER) stofnar þá umboðsskrifstofu hér sem við þurfum að kosta með okkar skattfé þó hún lúti ekki okkar stjórn. ESB fær þannig framkvæmdavald yfir íslenska orkugeiranum, þ.e. reglusetningarvald um orkuflutningskerfið, m.a. um tæknimál og viðskiptamál, og þar með vald um nýtingu auðlinda landsins. Sú valdstjórn eykur einnig kostnað og skriffinnsku svo orkureikningarnir hækka. Þegar eru um 500 blaðsíðna fyrirskriftir komnar út og von á 1000 frá ACER. Eins og reynslan sýnir mun ESB síðan teygja sig lengra og taka meiri völd yfir orkumálunum með tímanum. Samkvæmt upprunalega EES-samningnum voru orkumálin ekki með en ESB hefur nú náð þeim undir EES. Reyndar fengum við fyrirvara sem er kannske hægt að nýta.


HÆTTA! Umhverfismat

Ætlar þú að fara út í framkvæmdir? Varaðu þig, þú gætir lent í umhverfismati!

Það getur verið hættulegt, menn hafa tapað verkefnum, aleigu og jafnvægi á því. Lögboðið mat er flókið og dýrt svo menn verða að hafa mikla peninga, mikinn tíma út áratuginn og mikla þolinmæði fyrir óþörfu stagli, mæta á mikla fundi og fá miklar kvartanir og tafir ef ætlunin er að lifa af umhverfismatið.

Enn ein tilskipunin um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda er komin til Alþingis. Hún gerir matið og tilheyrandi leyfisumsóknir og bardaga við stofnanaskarann enn erfiðari og dýrari en áður. Fyrirsjáanlegt er að alls kyns afturhaldsseggir úti í bæ geti stöðvað framkvæmdir í langan tíma. Það þýðir ekkert að kvarta, það er ekki hlutstað á kvartanir út af EES-tilskipunum, þær bara gilda.

Umhverfismat hægir á þróun


Sjálfstæðisflokkurinn heldur frumkvæðinu

í stjórnmálaumræðunni um EES-samninginn sem formaðurinn hóf á Alþingi 6. febrúar. Flokkurinn hélt opinn fund um málið í dag þar sem Óli Björn Kárason reifaði álitamál um samninginn og um nýju orkutilskipun ESB ásamt með sérfræðingum í orkumálum og lögum. Nú hafa allnokkrir þingmenn tjáð sig um EES og orkutilskipunina og beiðni 13 þingmanna um úttekt á EES-samningnum verið samþykkt. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa hafnað orkutilskipuninni í stjórnmálayfirlýsingum sínum.


Á ESB að ráða hvaða gjaldeyrisbraskarar koma?

Það hefur verið alsannleikur um skeið að ekki megi stjórna fjármagnsflutningum milli landa: Það þurfi að afnema gjaldeyrishöft. Við vitum hvernig það getur virkað: Afnám gjaldeyrishafta með EES-fjórfrelsinu endaði 8. október 2008 með því að landið var orðið fullt af lánsgjaldeyri og þurfti að loka hann inni með neyðarlögum sem eru í gildi ennþá.

En nú treystir Seðlabankinn sér ekki til að stjórna fjármagnsflutningunum lengur og vill

"---stíga frekari skref í afnámi hafta til að losna undan núverandi undanþágum alþjóðasamninga um óheftar fjármagnshreyfingar bæði gagnvart EES og OECD---" (úr Morgunblaðsfrétt 6.4.2018)

(EES-samningurinn er enginn alþjóða samningur nema í lögfræðilegum hártogunum heldur eingöngu við lönd ESB, OECD eru frjáls alþjóðasamtök en valdalaus).

Það er auðvitað ekki nein glóra í að afnema stjórn Seðlabankans á flutningi eignafjármagns inn og út úr landinu. Ísland getur ekki lotið peningamálareglum EES/ESB sem miðast við mjög stórt gjaldmiðilssvæði. Það er orðið viðurkennt meðal sérfræðinga í peningamálastjórn að minni gjaldmiðilssvæði verða að hafa stjórn á inn- og útflæði fjármagns, þ. e. gjaldeyrshöft eftir þörfum (átt er við stjórn á millilandaflutningum eigna en ekki á greiðslur í venjulegum viðskiptum). Reyndar er það svo að stærri gjaldmiðislvæði gera þetta líka eftir þörfum þó við viljum vera katólskari en páfinn.

Að Ísland þurfi undanþágur frá EES-samningnum til að stjórna peningamálum landsins er hættulegt og ekki boðlegt. Fjórfrelsiskreddur EES-samningsins þarf að fella úr gildi hér sem fyrst svo Seðlabankinn geti í friði stjórnað peningamálunum eftir hagsmunum landsins. Hann getur það eins og er í skjóli neyðarlaganna (2008 og afleiddra ákvæða) og engin ástæða til að afnema þau fyrr en kreddurnar hafa verði felldar úr gildi. "Undanþágur" (þær eru frá hinum alræmda EFTA-dómstól) gætu fallið niður en það er ekki orðið enn og ekki víst að Seðlabankinn þurfi að hlíta því þegar sá tími kemur.

Eða vantar okkur kannske gjaldeyrisbraskara með fulla poka (eða snjóhengju?) af gjaldeyri inn í landið? Lífeyrissjóðirnir okkar fá nú að bauka með lífeyri frá okkur í útlöndum eins og fyrir hrun, í stað þess að setja hann í fjárfesingar í landinu, kannske veitir ekkert af nýrri snjóhengju?


ESB löggjöf stjórnar íslensku samfélagi.

EES samningurinn tekur yfir næstum öll svið samfélags okkar. Upprunalega byggðist hann á samvinnu um hvað af tilskipunum ESB yrðu teknar upp í íslensk lög. Í dag er samvinnan horfin og ESB þvingar EFTA hvaða skuli tekið upp í EES samninginn.

Hér að neðan má sjá hvaða svið falla undir samningsins. Frá upphafi samningsins hafa verið teknar upp um 12.000 tilskipanir ESB í íslensk lög.

Þegar samningurinn var gerður var sett upp mikið nefndarkerfi, 35 nefnda sem átti að yfirfara allar tilskipanir og aðlaga þær aðstæðum og hagsmunum Íslands. Í dag eru þessar nefndir óþarfar, því ekki má breyta efni tilskipana ESB. Þýðingarstofa utanríkisráðuneytisins er í þýðingamesta hlutverkinu.

Fastanefndir EFTA-EES


Lífið innan múranna

Ætlar þú að flytja inn góðar vörur á góðu verði frá Ameríku eða Kanada? Þar er mikið úrval. En satt best að segja tekur því varla að standa í því þó gæði séu oft betri og verðið miklu betra en það sem þú færð frá Evrópu. Það er vegna þess að til þess að flytjast inn til EES-landa þarf varan oft margs konar vottorð og leyfi sem geta jafnvel kostað milljónir, t.d. fyrir hráefni eða sérstakan búnað. Og þú mátt ekki flytja inn nema ESB-merkin séu á vörunni; rusladallur með X, orkumerki í lit, ce-merki eða eitthvað annað. Allt saman kostar fé og hleypir verðinu upp.

Kannske færð þú að lokum góðu ódýru vöruna sem þú vildir en það verður þá í gegnum umboð í ESB eða á "Evrópuverði" en með öllum leyfum og merkjum. Þegar þú borgar reikninginn verður hann miklu hærri en ef þú hefðir getað fengið vöruna, án allra ESB-kvaðanna, beint frá Ameríku og nýjustu árgerð í þokkabót. En það er ekki leyfilegt samkvæmt EES-samningnum.

Svona er lífið innan múra EES.

Afnám verslunarhafta

castle-883394_1280_1320411.jpg

 

 


Ályktun vekur athygli.

"Iðnaðar- og orkumál. Auður Íslendinga felst m.a. í þeirri orku sem býr í fallvötnum, jarðefnum, iðrum jarðar og sjávar. Íslensk orkufyrirtæki eru í dag leiðandi á sínu sviði og sú þekking sem Íslendingar hafa skapað á þessu sviði á umliðnum áratugum er orðin að mikilvægri og gjaldeyrisskapandi útflutningsvöru. Sjálfbær nýting auðlinda er og á að vera grundvallaratriði í öllum ákvörðunum. Skýra þarf eigendastefnu ríkisins í orkufyrirtækjum. Landsfundur stendur heilshugar á bak við hugmyndir um atvinnuuppbyggingu innanlands í tengslum við hagkvæma nýtingu orkuauðlinda. Íslensk útflutnings- og framleiðslufyrirtæki skulu njóta þess samkeppnisforskots sem felst í notkun á grænni íslenskri orku. Landsfundur leggst gegn því að græn upprunavottorð raforku séu seld úr landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins. Uppbygging á raforkuflutningskerfi landsins þarf að vera í takt við framleiðslu og eftirspurn eftir raforku með áherslu á dreifingu þriggja fasa rafmagns. Brýnt er að fara í frekari uppbyggingu flutningskerfisins, ekki síst til að bæta afhendingaröryggi raforku í einstökum landshlutum og auka um leið samkeppnishæfni þeirra. " Ályktun Atvinnumálanefndar http://xd.is/wp-content/uploads/2018/03/atvinnuveganefnd-lokaskjal.pdf

Acer abc

abcnyheter


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband