Færsluflokkur: Evrópumál

Sjálfstæðissinnar vinna stórsigur

Sjálfstæðissinnar í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum unnu stórsigur á nýafstöðnum flokkssamkomum. Flokkarnir lýstu efasemdum um EES-samninginn og höfnuðu valdatöku ESB yfir orkugeiranum.

Tilskipanavaldið að rena sitt skeið


Að glata erfðasilfrinu

Alþingi ætlar að stimpla EES-tilskipanir sem færa yfirstjórn raforkugeirans til ESB. Alþingi hefur aldrei hafnað EES-tilskipunum svo í raun setur ESB Íslendingum lög. Með yfirtökunni fylgir stórskemmd á orkukerfinu, það kallast samræming, markaðsvæðing eða samkeppni hjá ESB en er í raun og veru dýr skriffinnskuáþján undir framandi og vankunnandi valdstjórn.

Við eigendurnir (þjóðin) erum að missa yfirráðin yfir okkar dýrmæta þjóðararfi.

https://www.frjalstland.is/2018/03/15/eydilegging-orkugeirans-heldur-afram/


ESB knýr á um að fá að stjórna orkuframleiðslu Íslendinga.

ACER, stjórnunar og eftirlitsstofnun ESB, gerði áætlun 2010 um framtíðarskipan orkukerfis Evrópu. Undir PAN-EUROPE orkukerfinu þeirra eru Ísland og Noregur undir svokölluðu "Region Nordic". Tilgangurinn er að fá meiri græna orku inn í evrópska orkukerfið.

ESB knýr á um að tilskipunin um ACER skuli innleidd á Íslandi svo orkuframleiðsla á Íslandi falli undir stjórn ACER. Framtíðarsýn ACER gerir ráð fyrir sæstreng frá Íslandi sem tengist inná orkukerfi Evrópu. Gert er ráð fyrir 2700 GWst. í gegnum þann streng(en Landsvirkjun gerir ráð fyrir 5700 GWst). Það þýðir að auka þarf orkuframleiðslu um 30% með nýjum virkjunum. 

ACER kerfið

 

Ef Alþingi samþykkir 3ju orkutilskipunina frá ESB um ACER (sem er væntanleg núna á vorþinginu), missir þjóðin vald á orkukerfinu og stórfelldar virkjana -og línuframkvæmdir (+30%)munu sjá dagsins ljós. Frelsi markaðsins, framboð og eftirspurn í Evrópu eftir grænni orku mun svo ráða og verð snarhækka, þar með munu fyrirtæki og almenningur hér á landi þurfa að greiða mun hærra orkuverð en nú er. Hafa stjórnmálamenn vald til að setja þessar ákvarðanir (og afleiðingar) í hendur erlendri stofnun og vill þjóðin það? 


Styrkjakerfi landbúnaðar í ESB (CAP)- Keppinautur innlendrar framleiðslu.

Regluverk framkvæmdastjórnar ESB um hið Sameinaða Markaðsskipulag (CMO) gerir ráð fyrir að efla fyrirkomulag markaðsstuðnings vegna offramleiðslu og útflutning. Inngrip með kaupum verður áfram til staðar á hveiti, korni, hrísgrjónum, nautaafurðum, smjöri, mjólkurdufti.

Til viðbótar þessum vörutegundum er langur listi afurða sem hægt er að veita geymslustyrki til. Það sem verra er,- kerfið viðheldur einnig möguleikanum á útflutningsstyrkjum á kornvörum, hrísgrjónum, sykri, mjólkurafurðum, nauta og kjúklingaafurðum og unnum vörum þessara afurða.

Í grein 133 í CMO segir “til að auðvelda útflutning sem byggir á magni (kvóta) og verðum á heimsmarkaði (…), getur mismunurinn á á magni og verðum innan sambandsins verða bættur með útflutningsstyrkjum“ orðalag eins og “veita ákveðna styrki og endurgreiðslu” þegar „ þegar þörf er á að koma í veg fyrir truflanir” á innri markaði, er algengur texti þar.

CAPspendingbysector

 Markaðsívilnanir, beingreiðslur og    útflutningsstyrkir eru mismiklir  eftir vörum í styrkjakerfinu. Mjólk  og nautgripa-afurðir njóta mest stuðnings, en kjúklinga og svínarækt njóta minni stuðnings, þeir geirar njóta engra beingreiðslna og lítilla geymslustyrkja, en njóta niðurgreidds fóðurs, (fóður er um 70% framleiðslukostnaðar), útflutnings- og fjárfestingastyrkja. Miklir fjárfestingarstyrkir hafa farið í endurnýjun á stórum verksmiðjubúum í þessum greinum.

Þessum ójöfnu aðstæðum gagnvart innlendri framleiðslu er ekki haldið á lofti. Íslenskir stjórnmálamenn tala gjarnan um að innlend framleiðsla verði að vera "samkeppnishæf"!!


Uppsteyt í Norska verkamannaflokknum vegna orkumála ESB

Forustumenn norska verkamannaflokksins eru í vandræðum. Sterk öfl innan flokksins vilja hafna yfirtöku ESB á yfirstjórn norska orkukerfisins, alþýðusamband Noregs sömuleiðis. Forustumenn verkmannaflokksins gætu þurft að velja á milli: Hollusta við verkalýðinn eða ESB.

Norsk verkalýðshreyfing vill halda í orkuverin


Sýklavandamál ESB í kjöti til Íslands

Hvernig eru varnir MATÍS við innflutningi á sýklalyfjafullum kjötvörum frá ESB og öðrum löndum?

Ónæmi hjá fólki fyrir bakteríum er að verða vandi vegna fæðuborins smits úr kjöti.

Áhyggjur vegna uppgangs sýklalyfjaónæmra bakteria bb.7.3.2018

syklagjafir

Það er löngu vitað að sýklalyfjanotkun í framleiðslu skapar heilsuvandamál hjá neytendum. Íslensk framleiðsla er í sérflokki hvað þetta varðar, samt er hvatt til innflutnings á heilsuspillandi vörum af heildsölum landsins og stjórnvöld bregðast ekki við vandanum.

Í ritstjórnargrein MBL. þann 8.3. 2018 er einnig vakin athygli á þessum vanda.

- Í vörn gegn ofurbakteríum. 

Yfirvöld þurfa að gera almenningi grein fyrir hættunni ef þau vilja koma í veg fyrir stórkostlegan heilsufarsvanda í framtíðinni hér á landi eins og er að verða víða erlendis vegna sýkjalyfja í matvælum sem mynda síðan óþol hjá neytendum gegn bakteríum.

 

 


Niðurgreiðsla ESB á búvörum.

Íslenskir ESB vinir og heildsalar halda þeim falska áróðri mjög á lofti, að flytja þurfi meira inn af kjöti frá Evrópu til "að neytendur geti notið lægra verðs". En þeir sleppa því að upplýsa neytendur um að kjötið frá Evrópu er framleitt með mikilli sýklalyfjagjöf til að halda niðri sjúkdómum í skepnunum. Jafnframt sleppa þeir því að upplýsa neytendur um að sama kjöt er stórlega niðurgreitt af styrkjakerfi ESB.

Óháðar CAP-wordlerannsóknir sýna að útflutningsverð svína-, fugla- og nautgripakjöts er niðurgreitt um 33-45% sem hefur leitt til vandamála í búgreinum þeirra landa sem þeir selja þessar afurðir til. Á sama tíma neyðir ESB viðskiptalönd sín til að setja blátt bann við niðurgreiðslu búvara og setur á þau lágmarksverð sem kemur í veg fyrir að þau geti selt þær afurðir á lægra verði en evrópskir framleiðendur á innri markaði. 

Sjá meira. https://www.frjalstland.is/styrkjakerfi ESB.pdf

 


Norsk Hydro þarf leyfi ESB til að kaupa ISAL

Talsmaður Norsk Hydro sagði (26. feb) við RÚV að félagið þyrfti samþykki valdastofnana Evrópusambandsins til að kaupa ISAL. Hvorki Ísland né Noregur eru í ESB, af hverju þarf þá leyfi frá ESB við norsk-íslenskar fjárfestingar?

Jú, það er vegna þess að bæði Noregur og Ísland samþykktu EES-samninginn sem hefur fært ESB vald yfir fjárfestingum, oft kallað samkeppnisreglur ESB.

Norsk Hydro var stofnað á dögum Einars Ben (1905), hann fékk ekki menn með sér að bygggja virkjanir og verksmiðjur hér þá en í Noregi gerðu menn það. Norsk Hydro er ennþá í meirihlutaeigu Norðmanna og eitt öflugsta fyrirtæki Norðurlanda. 

ISAL hefur verið einn helsti gjaldeyrisaflandi, launagreiðandi og iðnaðarfyrirmynd Íslendinga í hálfa öld. Það hefur verið endurnýjað í áranna rás. Norsk Hydro ætlar að halda rekstrinum áfram. Það hefur afgerandi þýðingu fyrir íslenskan efnahag og stöðugleika.


11.500 Tilskipanir ESB í íslensk lög

Hvað hefur þetta að gera í íslensk lög?

Þessar tilskipanirnar sem síðan eru samþykktar af Alþingi sem íslensk lög birtast í "EES viðbætir við stjórnartíðindi Evrópusambandsins" 

Nokkrar þeirra má sjá hjá Matvælastofnun og meðal þeirra "...vottorð um viðskipti um óflegin, stór, villt, veiðidýr."   

http://www.mast.is 

villisvin

 

 

 


Nýir sýklar í kjötborðið

Í sumar verður líklega hægt að fá hrátt ófryst kjöt frá Evrópusambandinu í matvöruverslununum. Með í kjötinu eru sýklar sem lítið hafa verið hér og auk þess margir nýir líka. Ef þú villt vera fullkomlega öruggur með þig og dýrin þin, og forðast kamfílóbakter, salmónellu og lyfjaþolna sýkla, gætirðu þurft að gerast grænmetisæta og senda húsdýrin þín til að hafa lokuð inni í girðingu í Hrísey.

Heilsu og atvinnu fórnað


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband