Færsluflokkur: Evrópumál
Íslandsmet í mannfjölgun
16.2.2018 | 16:08
Í fyrra var met í mannfjölgun í landinu, 10.103. Ekki það að Íslendingar séu duglegir að fjölga sér. Það er útlendingunum sem fjölgar, um 7.910 í fyrra, eru að verða 40.000. Íbúar Evrópusambandsins, um 500.000.000, haf aðgang að íslenskum vinnumarkaði gegnum EES, ekki furða þó slæðist einhverjir hingað. Okkar stjórnvöld sýna ekki tilþrif í að reyna að ráða við offjölgunina. Kannske endar með að landið treðst niður af ofbýli eins og hefur gerst annars staðar. Fyrir 100 árum voru ríflega 90.000 manns i landinu, nú tæplega 350.000!. Nærri fjórföldun á öld. Það er næstum eins og í þróunarlöndunum!
(Mannlíf, febrúar 2018, segir frá Tíu staðreyndum um Íslendinga).
Bjarni Ben farinn af stað
14.2.2018 | 14:38
Bjarni Benediktsson hóf nýlega umræðu um helsta vandamál landsins, valdstjórn Evrópusambandsins hér. Í kjölfarið hafa fylgt umræður manna á meðal og í miðlum. Samtökin Frjálst land hafa fjallað um málið á heimasíðu samtakanna og víðar síðustu mánuði en þingræða Bjarna 6. feb. markar tímamót og nýjan áfanga í umræðunni sem hefur legið í láginni um langt skeið.
https://www.althingi.is/altext/raeda/148/rad20180206T144739.html