Ráðuneytin orðin samdauna EES

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir á heimasíðu sinni minnisblað um EES- tilskipunina um yfirtöku ESB á stjórn orkuflutningskerfis landsins. Það er að verulegu leyti lögfræðilegar æfingar um óviðkomandi atriði en minna fjallað um aðalatriði málsins sem eru þessi:

Þingmál 115 segir:

-Vald til að setja reglur um kerfið flyst frá ráðuneytinu til Orkustofnunar

-Einkavæðing Landsnets undirbúin með heimild til að selja allt hlutafé

Lagafrumvarp um breytingu á raforkulögum (drög) segir:

"Tilskipunin setur sameiginlegar reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns".

Orkustofnun flyst undir orkumálaskrifstofu ESB, ACER. Lýðkjörin stjórnvöld á Íslandi afsala sér völdum yfir orkuflutningskerfinu til umboðsskrifstofu ACER, Orkustofnunar, sem fær eftirlitsvald. Ráðherra orkumála getur ekki gefið fyrirmæli um framkvæmd eftirlitsins. ESB fær þannig framkvæmdavald yfir orkuflutningskerfinu og mun ACER senda valdsboð ESB til ESA sem sendir afrit til Íslands (um 1000 bls væntanlegar)

Í tilskipuninni koma fram valdsvið Orkustofnunar/ACER í 21 lið, þar segir m.a.:

-að ákvarða eða samþykkja --- gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu---

-að tryggja að flutnings- og dreifikerfisstjórar og, ef við á, kerfiseignedur, ásamt eigendum raforkufyrirtækja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annari viðeigandi löggjöf ESB---

-að fara að, og framkvæma, allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðaanir Orkustofnunar/ACER og framkvæmdastjórnar ESB---

-að fylgjast með framkvæmd reglna sem varða hlutverk og ábyrgð flutningskerfisstjóra, dreifikerfisstjóra, birgja og viðskiptavina og annarra markaðsaðila samkvæmt reglugerð ESB (714/2009)---

-að fylgjast með fjárfestingu í framleiðslu í tengslum við afhendingaröryggi---

Ráðuneytin okkar virðast taka sér fyrir hendur að afsaka EES-tilskipanir jafnvel þegar þær færa stjórn á hinu mikilvæga orkukerfi úr landi.

Stjórn orkukerfis til ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband