Færsluflokkur: Evrópumál

Útlendur gjaldmiðill fyrir neytendur

beggar-2580775.jpgTalsmaður Neytendasamtakanna ber á borð í Mbl í dag gömlu lummuna um að við þurfum útlendan gjaldmiðil sem lögeyri hér.

Félagsmenn þessara mikilvægu samtaka þurfa að safna í námsferð til Grikklands eða Lettlands fyrir sína talsmenn svo þeir geti fræðst um "nýjan gjaldmiðil"


Rússar bestu óvinirnir

beautiful-smiling-russian-girl-folk-costume-isolated-white-72009933_1335673.jpgVið höfum verið í slagtogi við óvini Rússa síðan NATO var stofnað en Rússar hafa þrátt fyrir það allan tímann verið ein besta viðskiptaþjóð Íslands. Allt þangað til NATO og ESB settu viðskiptabann á þá (á allt nema það sem ESB þurfti) og íslensk stjórnvöld létu draga sig með. Við fáum nú EES-skipanir frá ESB um áframhaldandi viðskiptabann á Rússa

Við erum orðin svo fylgisspök við valdabrölt ESB og rússahræðslu NATO að við getum ekki stjórnað okkar utanríkismálum lengur. Ekki einu sinni þegar málin snúast um mikilvægar vina- og viðskiptaþjóðir sem hafa staðið með okkur í hverjum bardaga.


Þriðja orkutilskipunin á íslensku

Í maí 2017 voru samþykktar í sameiginlegu EES nefndinni, breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn og að taka upp nýjar tilskipanir á orkusviði.

Verulegar breytingar eru gerðar á á orkuviðaukanum í EES samningnum. Þar er ESA, falið eftirlitshlutverkið fyrir ACER og getur kært íslenska lögaðila og allur ágreiningur fellur undir EFTA/ESB dómstólinn í stað íslenskra dómstóla.(Þetta er að flestra mati stjórnarskrárbrot) 

vett suverenitet forside norskloeve breddetilpasset

Hér að neðan eru þær tilskipanir á íslensku, sem tilheyra þessum "3ja orkupakka ESB".

Það má öllum vera ljóst, að þessar tilskipanir hanga allar saman í framkvæmd, tilgangur "Reglugerðar um "Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði", (ACER), snýr að því að samhæfa orkukerfin í Evrópu,-yfir landamæri-.

Reglugerð um tengingu raforkukerfa 714/2009, er um kerfisreglur og tengingu raforkukerfa yfir landamæri-  

Tilskipun um sameiginlegar reglur er um rekstur og eignarhald, uppskiptingu ráðandi aðila ofl.(samkeppnisreglur)

Samkvæmt EES samningnum hafa íslensk stjórnvöld aðeins 1 ár (sem er liðið) frá samþykkt sameiginlegu EES nefndarinnar til að innleiða þessar tilskipanir í lög.

- Mun Alþingi, þegjandi og hljóðalaust, afhenda erlendum embættismönnum stjórnvald yfir íslenskum orkuauðlindum og brjóta þannig stjórnarskránna?

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Seðlabankinn gæti smitast af EES-veikinni

240px-se_labanki_slands_svg.pngÁlitsgjafar hafa talað: Sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið! Lönd sem hafa efnahagslegt sjálfstæði og eigin gjaldmiðil þurfa að hafa sterkan seðlabanka. Reyndar líka fjármálaeftirlit. En okkar Fjármálaeftirlit gengur núorðið erinda eftirlitsstofnana ESB. En Seðlabankinn er íslenskt yfirvald með veigamikið hlutverk.

Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn yrðu því ómaka par: Eftirlitsskrifstofa ESB og vörður efnahagssjálfstæðisins! Fjármálaeftirlitið gæti smitað Seðlabankann af EES-veikinni (eftirlitsbólgunni). Alla vega væri betra að bíða með sameiningu þar til hægt verður að endurheimta eftirlitsvaldið og koma á eftirlitskerfi sem hentar hér.


Gunnar Bragi í vafa um EES

gunnarbragiindex.jpgEftir að í hámæli komst að EES er að afnema íslenskan landbúnað, eins og ESB-regluverkið hefur gert á Norðurlöndunum, og valtar í einu málinu á eftir öðru yfir elsta þjóðþing Norður-Evrópu, sagði fyrrverandi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson:

"- ef það er svo að EES-samningurinn ógnar  matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar ber okkur að skoða hvort það sé þess virði að halda í samninginn-"

Fleiri alþingismenn hafa tekið undir þetta (í vafa um EES) þó sumir trúi enn á tilskipanavald ESB.

 


Viðtal við ráðherra orkumála á Hringbraut

Í viðtalinu við Þórð Snæ í þættinum 21 fer ráðherra yfir átökin um þriðja Orkupakkann. Afstaða ráðherrans til málsins er sú að andstaðan við málið sé á misskilningi byggð, tilskipunin taki ekki til auðlinda okkar, -og leggur að jöfnu við yfirráð okkar á sjávarauðlindum, sem við ráðum, og málið sé fyrst og fremst neytendamál og snúist um vöru sem falli undir EES samninginn.

 

untitledEf að tilvera landsins byggist á fjórfrelsi EES og skilgreining þess sé VARA, er kannski við hæfi á 100 ára fullveldi landsins að taka upp gamalt skjaldamerki Íslands frá tíð Kristjáns III. sem speglar það sama. 

 

Ráðherranum finnst þetta mál ekki snerta stjórnarskránna og þar að auki höfum við samþykkt aðrar tilskipanir eins og um persónuvernd og fjármálaeftirlit sem gangi mun lengra en um Orkumálin. EES samningurinn sé besti utanríkissamningur sem Ísland hafi og hann hafi tekið breytingum í takt við regluverk ESB og við verðum að fylgja því.

Þessi afstaða ráðherrans er í eðli sínu sú sama og þeirra sem vilja ganga í ESB. Það er heiðarlegra að segja það beint út, því afstaðan er sú að taka öllu sem þröngvað er inn á Alþingi af tilskipunum ESB, að sjálfstæði landsins sé í orði en ekki á borði og í raun að leyfa að Ísland sé innlimað í ESB að þjóðinni óspurðri. - En lausnarorðið um að "hafa áhrif á fyrri  stigum tilskipanna" er einungis til að slá ryki í augu fólks og halda áfram vegferð auðsveipni og ístöðuleysi Alþingis.  


Hrunið 10 ára í dag

collapse-currency-market-investment-risks-f-58475808.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var klukkan 10 f.h. 8. október, 2008, sem Bretastjórn kyrrsetti íslenskar fjáreignir í Bretlandi og setti íslensku bankana í þrot. Heimskreppa á fjármálamörkuðum hafði þá verið að grafa um sig í nokkur ár. Íslensku bankarnir voru í erfiðleikum eins og fleiri bankar en fengu ekki aðstoð í Bretlandi eða ESB en í staðinn óvinveitta árás. Þeir fengu heldur ekki aðstoð sem dugði frá Íslandi, þeir voru orðnir of stórir til þess. Forsenda útrásar og ofvaxtar bankanna var að þeir komust undir regluverk ESB með EES-samningnum sem veitti þeim starfsleyfi í ESB og mjög rúmar starfsheimildir. Íslensk stjórnvöld horfðu á með hendur bundnar af EES og gátu ekki gripið inni ofvöxtinn. Seðlabankinn gat lítið gert til að hefta óhóflegt flæði erlends fjár til Íslands en EES kveður á um frjálst flæði fjármagns sem reyndist mjög hættulegt.

Meginástæða þess að fjármálakreppan 2008 bitnaði svo illa á Íslandi var að við misstum með EES-samningnum stjórn á bönkunum og gjaldeyrismálum.

Hrunið tíu ára.


Grafreitur íslensks búskapar tekinn

farmer-spraying-pesticide-rice-field-protection-pest-65756542_1334457.jpg

 

 

 

 

 

 

Í Morgunblaðinu 2.10.2018 rekur landbúnaðarráðherra sorgarsögu undirlægju Íslendinga við "alþjóðlegar" skuldbindingar um landbúnað. Átt er við skuldbindingar við EES/ESB, við þær er ekkert alþjóðlegt ef rökfræði íslensks máls er notuð, aðeins einangraður hópur um 12% þjóða eru í ESB/EES. EFTA blandast í umræðuna sem er líka hártogun, s.k. eftirlitsstofnun og dómstóll EFTA hafa ekkert með EFTA að gera en reka erinda EES. ESB vinnur að því með EES að leggja íslenskan markað undir vörur frá ESB. Óhollar landbúnaðarvörur skulu fluttar inn

Fyrrverandi landbúnaðarráðherra sér fram á að verið er að taka búskap landsins undan lýðkjörnu valdi þess og setja undir ESB. Það endar eins og  á jaðarsvæðum ESB: Búskap verður hætt.


Bretar horfa nú á fríverslunarsamning ESB og Kanada

https://brexitcentral.com/today/brexit-news-monday-24th-september/

ceta

Eðlilegt er að Bretar snúi við blaðinu og ræði fríverslunarsamning við ESB í anda besta fríverslunarsamnings sem ESB segist hafa gert, þ.e. samninginn við Kanada, CETA.

Comprehensive Economic and Trade Agreement (CETA) er fríverslunarsamningur milli Kanada og ESB, þar sem ESB telur eftirfarandi helstu kosti hans: 

Samningurinn fellir niður 98% öllum tollum milli Kanada og ESB. Hagsmunir beggja af samningnum er að:

1. Mynda vöxt og atvinnu

2. Skapa starfsgrundvöll fyrir fyrirtæki, stór sem smá

3. Lækka verð og opna möguleika fyrir evrópska neytendur

4. Lækka tolla fyrir inn-og útflytjendur

5. Lækka annan kostnað fyrir fyrirtæki í Evrópu – án þess að stytta sér leið

6. Auðveldar evrópskum fyrirtækjum að selja þjónustu í Kanada

7. Auðveldar evrópskum fyrirtækjum að bjóða í opinber verk í Kanada

8. Hjálpar evrópsku dreifbýli að markaðssetja vörur sínar

9. Verndar höfundarrétt evrópska frumkvöðla og listamanna

10. Viðurkenning hvers annars atvinnuréttindi

11. Hvetur kanadísk fyrirtæki til að fjarfesta meira í Evrópu

12. Verndar atvinnuréttindi og umhverfi

..og Kanada þarf EKKI að taka upp lög og reglugerðir ESB. 

 

 

 


Lögfræðingar útí bæ ráða ráðherra orkumála

"Þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins legg­ur ekki skyldu á ís­lensk stjórn­völd um að tengj­ast innri raf­orku­markaði ESB með sæ­streng og regl­ur hans varða ekki á nokk­urn hátt eign­ar­rétt á orku­auðlind­um á Íslandi,.." segir lögfræðingur ráðherra orkumála. Ráðherra hefur frá upphafi verið hlynnt 3ja orkupakkanum þó framkvæmd hans brjóti stjórnarskránna.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/17/thridji_orkupakkinn_vardi_ekki_eignarrett/

Þarna er farið í kringum aðalatriðið,-stjórnvöld munu ekki ráða því hvort sæstrengur kemur eða ekki,-né hvort Landsvirkjun verður skipt upp ef tilskipunin verður tekin upp.

Stjórnvöld munu ekki ráða ferðinni þegar stjórnskipulegur fyrirvari Íslands um tilskipunina er felldur niður af Alþingi. -Nema að semja sérstaklega um það við ESB.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband