Færsluflokkur: Evrópumál
Ráðherrar fresta,- til hvers?
16.11.2018 | 17:08
Frestun á afgreiðslu 3 orkupakkans er gálgafrestur. Það er búið að draga fram mikla ókosti hans, en alls ekki alla. Innihald hans er um samtengingu orkukerfa í Evrópu, sem snertir okkur alls ekkert. Hvaða gagn er af því að fleiri lögfræðingar teygi lopann fyrir stjórnvöld. Einungis er tvennt í stöðunni:
1. Fá ESB til að fallast á að þessi tilskipun eigi ekki við Íslands, alveg eins og margar tilskipanir um járnbrautir ofl. sem hafa fallið undir fjórfrelsið en ekki verið innleiddar hér á landi.
Það er hins vegar erfitt fyrir utanríkisráðherra að fara til baka með málið eftir að hafa látið undan þrýstingi norðmanna og samþykkt upptöku pakkans 18. maí 2017 í EES nefndinni. En ómöguleiki þess að láta stjórn íslenskra orkuauðlinda undir erlent vald, og hætta á að framtíðarnýting þeirra verði ekki fyrir innlenda atvinnustarfssemi, eru nægar ástæður til að snúa ofan af þessu máli.
2 Hafna þessum orkupakka og taka slaginn eins og norðmenn gerðu gagnvart Pósttilskipuninni, ekki fóru íslenskir ráðherrar til Noregs til að þrýsta á samþykkt, né var um að ræða "allir fyrir einn og einn fyrir alla" um samþykkt í því tilfelli.
En kannski er það rétt sem Sigurður Líndal og Skúli Magnússon segja í bók sinni " Réttarkerfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins" sem kom út 2011:
...."Af framangreindu sést glöggt að rétturinn til að synja laganýmælum ESB á þeim sviðum sem EES -samningurinn nær til er vissulega fyrir hendi frá formlegu sjónarhorni. Frá pólitísku sjónarhorni er hann þó vart fyrir hendi, a.m.k.svo framarlega sem stjórnvöld EFTA-ríkjanna vilja halda í EES-samninginn. Hins vegar má líta á heimildir EFTA-ríkjanna eins og neyðarhemill sem til greina kæmi að nota við sérstakar aðstæður."
Ef þetta er rétt mat á ríkjandi pólitísku viðhorfi til samningsins og framkvæmd hans heldur áfram með þessum hætti, þ.e. að ESB ráði hvaða lög gildi á Íslandi og Alþingi og stjórnvöld samþykki það þegjandi og hljóðalaust, þarf að hefja baráttu fyrir uppsögn EES-samningsins áður en landið verður innlimað inn í ESB án þess að þjóðin sé spurð.
Evrópumál | Breytt 26.11.2018 kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að sólunda erfðasilfrinu
15.11.2018 | 16:23
Erfðasiflur Íslendinga, stóra orkuauðlindin í ám og jarðhita, er í hættu. EES-samningurinn hefur opnað erlendu valdi leið til að leggja hana undir sitt vald. Stjórnvöld okkar, af kjarkleysi og hræðslugæðum við ESB, láta nú fyrirtæki í eigu þjóðarinnar vinna með ESB að því að koma afrakstri orkulindanna ónýttum úr landi. ESB ætlast til að Alþingi afsali yfirstjórn orkukerfisins til sambandsins.
Ef orkuauðlindin fer undir fjarlæga stjórn, og verður nýtt með hag annarra í huga, verður fótunum rykkt undan íslensku velsældinni og sómasamlegu siðmenningarsamfélagi í landinu.
Samtenging við "einangruðu löndin"
15.11.2018 | 09:25
Ráðherrar halda því fram að 3 orkupakkinn skapi enga hættu meðan við erum ekki tengd orkukerfi Evrópu með sæstreng og að það sé á okkar valdi að heimila slíka tengingu. Með því viðurkenna þeir að innihald tilskipunarinnar fjalli um samtengingu orkukerfa yfir landamæri.
Kjarni 3ja orkupakkans kemur fram í 4.5. og 6 inngangsliðum TILSKIPUNAR EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS2009/72/EB frá 13. júlí 2009 um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku og um niðurfellingu tilskipunar 2003/54/EB ,(Samþykkt í EES nefndinni 18.maí 2017,- í tíð Guðlaugs Þórs ),er grunnurinn að öðrum gerðum sem útfæra regluverkið.
4. Þó eru sem stendur hömlur á raforkusölu á jafnréttisgrundvelli og án mismununar eða óhagræðis í Bandalaginu. Einkum er ekki enn fyrir hendi netaðgangur án mismununar og jafnskilvirkt opinbert eftirlit í hverju aðildarríki fyrir sig.
5) Örugg afhending raforku hefur afgerandi þýðingu fyrir þróun evrópsks samfélags, að koma á fót sjálfbærri loftslagsbreytingastefnu og stuðla að samkeppnishæfni innan innri markaðarins. Í því skyni skal þróa samtengingar yfir landamæri frekar, til þess að tryggja framboð allra orkugjafa á sem samkeppnishæfustu verði til neytenda og iðnaðar innan Bandalagsins.
6) Vel starfhæfur innri raforkumarkaður skal veita framleiðendum viðeigandi hvatningu til fjárfestingar í nýrri orkuframleiðslu, þ.m.t. rafmagni frá endurnýjanlegum orkugjöfum, með sérstaka áherslu á einangruðustu löndin og svæðin á orkumarkaði Bandalagsins. Vel starfhæfur markaður skal einnig tryggja neytendum nægilegar ráðstafanir til að stuðla að skilvirkari orkunotkun, og forsenda þess er örugg orkuafhending.
Í þessu fellst hvati til að þróa samtengingar yfir landamæri og fjárfestinga í endurnýjanlegum orkugjöfum, sérstaklega við "einangruðu löndin". Erfitt er að sjá að Ísland falli ekki undir þessi markmið, ef innleiðingu pakkans verður samþykkt á Alþingi.
Ráðuneytið viðurkennir skráningu sæstrengs hjá ESB
12.11.2018 | 22:31
Frjálst land sendi Iðnaðarráðherra fyrirspurn fyrir helgi:
"Var sæstrengsverkefnið sett á PCI-lista ESB og í framhaldinu á Union lista ESB með samþykki og/eða vitneskju ráðuneytis yðar? Hvenær var það gert?"
Svar ráðuneytisins kom síðdegis í dag.
Í svari ráðuneytisins segir:
"Ríkisstjórn Íslands samþykkti þann 13. janúar 2015 tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um að stjórnvöld heimiluðu að hugsanlegt verkefni um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands yrði tekið til skoðunar sem verkefni sem fallið gæti undir PCI lista yfir verkefni um uppbyggingu innviða í Evrópu fyrir raforkumannvirki, en að tekið yrði fram að sú heimild stjórnvalda væri með þeim skýra fyrirvara að í henni fælist hvorki á neinn hátt stuðningur stjórnvalda við viðkomandi verkefni né önnur efnisleg afstaða. Tilefni þessarar umfjöllunar í ríkisstjórn var fyrirspurn sem ráðuneytinu hafði borist í tengslum við umsókn Landsnets til ENTSO-E, samtaka evrópskra raforkuflutningsfyrirtækja, frá 14. nóvember 2014 (þ.e.a.s. umsóknin var dagsett þá), um skráningu hugsanlegs sæstrengsverkefnis á milli Íslands og Bretlands á framangreindan lista. Í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnar veitti ráðuneytið umrædda heimild með þeim fyrirvörum sem lýst er hér að framan."
Ráðuneytið hafði áður sagt; -Engar millilandatengingar fara á verkefnalista ESB (PCI-lista) nema með samþykki viðkomandi stjórnvalda-.
Í fyrirspurn Frjáls lands var bent á að Landsvirkjun og Landsnet væru skráð sem "Promoters" fyrir verkefninu í dag, sem er nú með forgangsstöðu hjá ESB (Union list, sjá skjal). Ljóst er að Landsvirkjun og Landsnet hafa fylgt þessu máli eftir innan orkunets ESB með samþykki ráðuneytisins.
3 orkupakki ESB er regluverk "um uppbyggingu innviða í Evrópu fyrir raforkumannvirki" ásamt orkuáætlun ESB til ársins 2030. Sæstrengsverkefnið er því hluti áætlunarinnar, sem AtlanticSuperConnection ætlar að framkvæma.
Almenningur er því að sjá djúpt hugsaða áætlun um að nýta orkuauðlindir þjóðarinnar til annars, en til atvinnusköpunar í landinu.
Evrópumál | Breytt 13.11.2018 kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Burt með verslunarhöftin
12.11.2018 | 12:20
Stundum heyrist að það sé ávinningur af EES-samningnum en næstum aldrei hvaða. Enda ekki von, það er erfitt að finna hann. Nema ef vera kynni gæðakröfur á vörur (er ekki örugglega ce-merki á ryksugunni þinni?) Fjölmiðlarnir okkar báru fyrir ekki mjög löngu mikinn aur á lækni fyrir að nota ónýtt silikon í brjóstastækkanir. Svo kom í ljós að "gæðaprófunin" samkvæmt ESB/EES var svindl! Ryksuguframleiðandi í Bretlandi hefur nú komið upp um "gæðaprófanir" ESB/EES: Þær eru greinilega til þess að útiloka alla nema stórfyrirtækin í ESB frá að selja sínar vörur! (Mbl 12.11.2018)
Verslunarhöftin, "gæðakröfurnar", inn á EES-svæðið og Ísland þar með, eru orðin mjög umfangsmikil og útiloka frjálsa verslun við alþjóðamarkaði utan ESB.
Sæstrengur frá ATLANTICSUPERCONNECTION
9.11.2018 | 19:44
Fyrirtæki sem heitir ATLANTICSUPERCONNECTION hefur lengi unnið að undirbúningi sæstrengs frá Íslandi. Heimasíða þeirra veitir miklar upplýsingar um framgang verkefnisins.
Þar kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi góð pólitísk samskipti, sérstaklega við ráðherra í nýrri ríkisstjórn og einnig þvert á flokklínur "
"Through the recent changing political landscape in Iceland, Atlantic SuperConnection has maintained and built strong relationships with Icelandic Ministers. Cross-party support for The SuperConnection in Iceland is growing."
Þar er fullyrt að verkefnið "Task Force" hafi verið endurvakið 2017 og viðræður séu á milli ríkisstjórna: "The Task Force issued its Joint Statement in July 2016, which was supportive of The SuperConnection. The Task Force was reconstituted in 2017 and discussions are continuing between the UK and Icelandic Government."
Fyrirtækið segir tækni og fjármögnun sé tryggð, fyrirtækið mun sjá um framleiðslu sæstrengsins, lagningu og tengingu hans. Landsnet sjái um flutningslínu á Íslandi. Fjármögnun verður hjá bönkum, og sjóðum, m.a. lífeyrissjóðum. Eina sem vanti sé pólitískar ákvarðanir á Íslandi og stuðningur frá ríkisstjórn Bretland.
Tengiliður fyrirtækisins á Íslandi er tengslafyrirtækið KOM.
Stofnandi fyrirtækisins er Edmund Truell, sem er orðaður við kaup á hlutum í HS Orku.
Af öllu þessu, er erfitt fyrir ráðherra að neita því að þau vinni markvisst að því að tryggja framgang málsins með því að samþykkja 3 orkupakkann og tryggja ICE LINK sem forgang í orkukerfi ESB.
Þrátt fyrir að ráðherrar reyni að telja almenningi trú um að samþykkt 3 orkupakka ESB sé ótengt sæstreng, er hér upplýst að svo er ekki, -og þar er sérstakt hve hljótt hefur verið um þetta mál,-hver er ástæðan?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sundurlimun orkufyrirtækjanna
9.11.2018 | 13:17
samkvæmt tilskipun frá ESB (96/92) varð til þess að orkukerfi landsins urðu flóknari, þunglamalegri og óhagkvæmari. Margar fleiri tilskipanir hafa hjálpað til að gera orkugeirann tregari í uppbyggingu og kostnaðarsamari. Orkuverðið er orðið of hátt og við bætist að orkufyrirtækin hafa komist fram með að hækka orkuverð meir en þörf er á svo sumir orkukaupendur eru að kikna á meðan Landsvirkjun skilar metgróða.
EES hefur skaðað orkukerfi landsins
Ísland býður ekki lengur upp á hagkvæma orku eins og fyrir daga EES. Orkukerfið er tvístrað og tregt og umgirt hömlum EES. Orkupakki ESB nr. 3 mun færa stjórnvald yfir orkugeiranum til ESB sem ætlar að leiða nærri helming orku landsins til ESB 2027 en það mun afnema lífskjarabót Íslendinga af orkulindunum.
Sæstrengur á verkefnalista stjórnvalda
7.11.2018 | 13:43
Ýmis samskipti hafa átt sér stað milli íslenskra og breskra stjórnvalda um lagningu sæstrengs. Eftir heimsókn David Cameron til Íslands í okt 2015 var sett á fót vinnuhópur, "Task Force", sem átti að skila skýrslu innan 6 mánaða, sem var skilað í mai 2016. Niðurstaða vinnuhópsins var að frekari ákvarðanir yrðu að að vera á milli stjórnvalda um útfærslu reglugerða, og sameiginlegra kostnaðargreiningu á sæstrengsverkefninu.
Svo virðist sem að Brexit niðurstaðan hafi truflað framhald viðræðnanna, því í viðtali við The Guardian sumarið 2016, segir Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar þá vanta tryggingu fyrir föstu verð til langs tíma, og hefur áhyggjur yfir því að BREXIT muni trufla ferlið.
Önnur frétt í bresku blaði, The Telegraph,(sjá skrá BB í Telegraph) frá því í sumar segir að íslenski fjármálaráðherrann hafi verið að leita eftir því við bresk stjórnvöld að fá fast verð svo hægt sé að halda áfram með sæstrengsverkefnið.
Þetta sýnir svart á hvítu að sæstrengur er á verkefnalista íslenskra stjórnvalda, þó þau láti sem svo sé ekki. Það vekur upp margar spurningar um heilindi stjórnvalda og upptöku 3 orkupakka ESB sem fyrst og fremst snýr að samtengingu orkukerfa yfir landamæri.
Greining ESB á Icelink
3 Orkupakkinn er tilgangslaus -án sæstrengs.
5.11.2018 | 12:25
Allt í 3 orkupakka ESB snýst um viðskipti yfir landamæri;
TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2009/72/EB
.."Til að tryggja samkeppni og afhendingu rafmagns á sem samkeppnishæfustu verði skulu aðildarríkin og landsbundin eftirlitsyfirvöld auðvelda aðgengi nýrra afhendingaraðila raforku, með raforku frá mismunandi orkugjöfum, yfir landamæri og fyrir nýja söluaðila í orkuframleiðslu."
REGLUGERÐ EVRÓPUÞING(EB) nr.713/2009
"Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku."..............
REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS(EB) nr. 714/2009
"Stofna skal Evrópunet raforkuflutningskerfistjóra (e. ENTSO-E) í þeim tilgangi að tryggja sem besta stjórnun netsins og leyfa viðskipti og afhendingu rafmagns yfir landamæri"
Allar gerðirnar snúast um samtengingu orkukerfa yfir landamæri. Til hvers er verið að taka þær upp í íslensk lög, ef ekki er gert ráð fyrir lagningu sæstrengs?
Þetta lyktar af því að blekkja eigi almenning í málinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orkuverin á kafi í braski með blekkingar
2.11.2018 | 15:17
Nú framleiða orkuver landsins aðallega kjarnorku og jarðefnaorku, bara 13% er frá ám og jarðhita. Þetta er samkvæmt tilskipun (no 2009/28) um viðskiptakerfi á EES með vottorð um uppruna orku sem Alþingi stimplaði í lög: "Markmiðið er að stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa"-. En orkufyrirtækin segja að gróðabrask þeirra með upprunavottorð um hreina orku hafi ekkert að gera með skuldbindingar landsins í umhverfismálum.
En þannig er að Ísland, með heimsmet í reyklausri orkuframleiðslu, er orðið undirsáti ESB vegna EES í umhverfismálum og upp fyrir haus í als kyns regluverki sem er stundum gagnslaust eða leikur með blekkingar sem bitna á landsmönnum og fyrirtækjum þeirra.
Evrópumál | Breytt 3.11.2018 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)