Sæstrengur frá ATLANTICSUPERCONNECTION

Fyrirtæki sem heitir ATLANTICSUPERCONNECTION hefur lengi unnið að undirbúningi sæstrengs frá Íslandi. Heimasíða þeirra veitir miklar upplýsingar um framgang verkefnisins.

Þar kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi góð pólitísk samskipti, sérstaklega við ráðherra í nýrri ríkisstjórn og einnig þvert á flokklínur "
logo asc

"Through the recent changing political landscape in Iceland, Atlantic SuperConnection has maintained and built strong relationships with Icelandic Ministers. Cross-party support for The SuperConnection in Iceland is growing."

Þar er fullyrt að verkefnið "Task Force" hafi verið endurvakið 2017 og viðræður séu á milli ríkisstjórna: "The Task Force issued its Joint Statement in July 2016, which was supportive of The SuperConnection. The Task Force was reconstituted in 2017 and discussions are continuing between the UK and Icelandic Government."

Fyrirtækið segir tækni og fjármögnun sé tryggð, fyrirtækið mun sjá um framleiðslu sæstrengsins, lagningu og tengingu hans. Landsnet sjái um flutningslínu á Íslandi. Fjármögnun verður hjá bönkum, og sjóðum, m.a. lífeyrissjóðum. Eina sem vanti sé pólitískar ákvarðanir á Íslandi og stuðningur frá ríkisstjórn Bretland.

Tengiliður fyrirtækisins á Íslandi er tengslafyrirtækið KOM.

Stofnandi fyrirtækisins er Edmund Truell, sem er orðaður við kaup á hlutum í HS Orku.

Af öllu þessu, er erfitt fyrir ráðherra að neita því að þau vinni markvisst að því að tryggja framgang málsins með því að samþykkja 3 orkupakkann og tryggja ICE LINK sem forgang í orkukerfi ESB.

Þrátt fyrir að ráðherrar reyni að telja almenningi trú um að samþykkt 3 orkupakka ESB sé ótengt sæstreng, er hér upplýst að svo er ekki, -og þar er sérstakt hve hljótt hefur verið um þetta mál,-hver er ástæðan?

Superconnector


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hvað kostar alþingismaður og hvað kostar ráðherra og hvað skyldi forsetinn hafa kostað?

Sjaldan er góð saga of oft rifjuð upp og því mun ég aldrei kjósa Miðflokkinn, því ég man enn þátt Gunnars Braga Sveinssonar í aðdraganda og eftirmála hinnar svokölluðu byltingar í Kænugarði.

Guðni (Gunga) mun sannarlega vinna fyrir hýrunni jafn möglnunarlaust og þegar hann sat sem fastast heima, þegar fótboltalandsliðið þarfnaðist stuðnings þjóðhöfðingjans í Rússlandi.

P.S.

Öðru máli gegnir um fyrrum Forseta okkar, Ólaf Ragnar Grímsson.

Hann myndi örugglega vísa hverri ákvörðun um orkupakkann til þjóðarinnar og hann hefði þar fyrir utan aldrei látið sig vanta á Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Jónatan Karlsson, 10.11.2018 kl. 10:09

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Jónatan Karlsson: HEIR HEIR

Örn Einar Hansen, 10.11.2018 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband